Vísir - 12.03.1976, Síða 10

Vísir - 12.03.1976, Síða 10
( y Föstudagur 12. marz 1976 vism i Steindór Hjörleifsson og Pétur Einarsson i hlutverkum Gregers Werle og Hjálmars Ekdal í Villiönd inni. VILLIÖNDIN frum- sýnd í Iðnó í kvöld t kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavikur eitt þekktasta verk Ibsens „Villiöndina” i þýðingu Halldórs Laxness. Leikritið var áður sýnt I Iðnó 1928, en L.R. hefurtekiðsjö af verkum Ibsens til sýningar. „Villiöndina skrifaði Ibsen árið 1884 á eftir leikritinu „Þjdðniðingur”. Þar sýnir Ibsen hugsjónahetju með sann- leikspálmann i höndunum sem býður öllum byrginn, — sem stendur i leikslok beinn eftir sem áður,” — sagði Jón Hjartarson jiegar við spurðumst fyrir um leikritið. — „I Villi- öndinni snýr Ibsen við blaðinu. Algildi sannleikans er dregiö i efa og varpað fram þeirri hugs- un hvort blekkingarsé ekki þörf til að geta lifað llfinu. Ibsen stillir hér saman tveimur aðalpersónum sinum, prestinum Brandi og Pétri Gaut. Hinum sannleikselskandi Gregers Werle er teflt fram gegn H jálmari Ekdal sem bygg- ir tilveru sina á blekkingunni. Villiöndin er sigilt og tákn- rænt verk og geta menn velt fyrir sér hvort boðskapur þess á ekki erindi til okkar, eins og samtiðarmanna Ibsens”, — sagði Jón Hjartarson að lokum. Villiöndinni leikstýrir Þor- steinn Gunnarsson, leikmynd er eftir Jón Þórisson og um lýsingu sér Daniel Vilhjálmsson. Hlut- verkin eru 15 alls. Með helstu hlutverk fara Steindór Hjör- leifsson, Pétur Einarsson Margrét Olafsdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Jón Sigurbjörnsson, Helgi Skúlason, Sigriður Haga- lin og Valgerður Dan. Frumsýning verður i kvöld kl. 8.30. Tónleikar með Marteini Hunger Á sjöundu tónleikum Tónlistar- félagsins sem haldnir verða i Dómkirkjunni á sunnudag leikur Marteinn Hunger Friöriksson fimm verk á orgel. Tónleikarnir hefjast kl. 5. Marteinn Hunger ieikur á orgel Þar af eru tvö eftir islenska höfunda, „Ostinato et Fugetta” eftir Pál ísólfsson og „Hversu yndislegir eru fætur friöarboð- ans” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig eru á efnisskránni verk eftir Felix Mendelssohn, Barth- oldy, Bach og Cesar Franck. „SÝNINGIN ÍSLENSK POPLISr' FRAMLENGD Vegna mikillar aðsóknar hefur Listasafnið ákveðið að fram- lengja sýningu á „islenskri pop- list fram tii mánaðamóta. A sýningunni eru 43 listaverk eftir islenska höfunda. Þeirra á meðal er Erró en fáum hérlendis hefur gefist kostur á að sjá verk hans, þar sem hann hefur verið búsettur erlendis um margra ára skeið. Hjá Mjólkurskógi Hjá Mjólkurskógi heitir leikrit Dylan Thomas sem nemenda- leikhús Leiklistarskóla tsiands sýnir á sunnudagskvöld. Tilgangur nemendaleikhússins er að gefa nemendum tækifæri til aö kynnast rekstri ieikhúss aimennt og brúa þannig bilið milli náms og starfs. Leikendur eru nemar 4. bekkjar skólans, 11 talsins, og fara þau með öll hlutverkin sem eru á milli 60—70. Æfingar hófust á leikrit- inu eftir áramótin og er þetta annað verkefni af tveimur sem nem- endur spreyta sig á i vetur. Stefán Baldursson leikstýrir „Hjá Mjólkurskógi”. Leiktjöld og búninga unnu nemendur undir stjórn Steinþórs Sigurðssonar. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld útsetti og æfði lögin og samdi auk þess tvö þeirra. Magnús Axelsson aðstoðaði við lýsingu. 1 sambandi við sýninguna fengu nemendur einnig námskeið i förðun sem Guðmundur Pálsson leikari stýrði. Annarri undirbúnings- og tæknivinnu skiptu nemendur á milli sln. Höfundurinn er velska skáldið Dylan Thomas en hann er þekkt- astur fyrir þetta verk. Hann samdi m.a. þætti fyrir BBC. Hjá Mjólkurskógi var upp- haflega samið fyrir útvarp og var flutt hér 1968. Fjallar það um martraðir, minningar, hugsanir og raunveruleika fólks i litlu velsku sjávarþorpi. Leikritið eru margar myndir sem sögumaður tengir saman i eina heild. Frumsýning verður I Lindarbæ á sunnudagskvöld kl. 9. önnur sýning verður á mánudagskvöld. Kennslukonan setur upp þóttasvip og liður framhjá vondaufum sjóaranum... Kammersveitin kynn- ir samtímotónlist. i ••• Kammersveit Reykjavikur heldur tónleika i sal Mennta- skólans - við Hamrahlið á morgun kl.4. Tónleikar þessir voru upp- haflega ráðgerðir 22. febr. s.l. en varð að fresta þeim vegna verkfallanna. A þessum þriðju tónleikum Kammersveitarinnar i vetur er sa m tim a tónlist eingöngu á efnisskrá. Sveitin hefur frá upphafi lagt kapp á að flytjá tónlist sem litt er þekkt hér á landi um tug tón- verka frá barokk— timanum. En jafnframt hefur hún lagt kapp á kynningu nýlegra tón- verka og er skemmst að minnast frumflutnings á nýju verki eftir Pál P. Pálsson i desember siöastliðnum. Verkin sem flutt verða að þessu sinni er „Adieu” eftir Karlheinz Stockhausen, „I call it” eftir Atla Heimi Sveinsson, „Tropi” eftir Niccolo Casligli- oni og „Folk Songs” eftir Luci- ano Berio. Einsöngvari á tónleikunum er Rut L. Magnússon, en Páll P. Pálsson og Atli Heimir Sveins- son stjórna .Auk fastra félaga Kammersveitarinnar koma nokkrir gestahljóðfæraleikarar, fram á þessum hljómleikum. I lok tónleikanna er ætlunin að efna til umræðna með flytjendum og áheyrendum um tónverkin, túlkun þeirra og gildi. Atli Heimir Sveinsson mun leiða umræðurnar. Með þessu er gerð tilraun til að auka tengsl milli áheyrenda og tónlistarmanna. SÝN- INGAR Kjarvalsstaðir. Sýning á verkum Asgrims Jónssonar i 'tilefni aldaraf- mælis listamannsins. Sýningin er opin á virkum dögum frá kl. 4-10, laugar- og sunnudags kl. 2-10, lokað á mánudögum. Listasafn tslands. Sýning á dánargjöf Gunnlaugs Schevings og fleiri verkum safnsins. tslensk poplist. Sýning á 43 verkum 15 þekktra lista- manna. Loftið. Gunnar örn sýnir 50 kol- grafik- og blýantsteikningar. Sýningunni lýkur um hádegi á laugardag. Mokka. Hjalti Þórðarson sýnir 30 akrýl- og vatnslitamyndir. Sýningunni lýkur á sunnudag. Iðnaðarmannahúsið, Kefla- vík. Steinþór Marinó Gunnarsson sýnir 45 oliumálverk. lág- myndir og vantslitamyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 6-10, laugar- og sunnudaga kl. 4-10.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.