Vísir - 22.03.1976, Síða 8
8
Mánudagur 22. mars 1976. vism
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson
' Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Ilvcrfisgötu 44. Simi 86éll
Ritstjórn: Siöumúla 14. simi 86611. 7 linur '
Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
t lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Ungir menn
þrýsta á
Alþingi og stjórnarskrárnefnd hafa nú fengið i
hendur áskorunarskjal frá fjölda suðurnesjabúa,
þar sem vakin er athygli á ójöfnum atkvæðisrétti
ibúa i einstökum kjördæmum. Alþingi það sem nú
situr getur sannast sagna ekki skotið sér undan þvi
að taka þetta málefni til meðferðar.
Engum dylst að hér er um að ræða verulega
þýðingarmikið atriði. Það stenst ekki til lengdar, að
ibúar i einu kjördæmi hafi fjórfaldan atkvæðisrétt á
við ibúa i öðru. Þetta er misrétti, sem ekki verður
lengur dregið að bæta úr.
Áhugi fyrir úrbótum i kjördæma- og kosninga-
skipan fer vaxandi. Ungir framsóknarmenn geng-
ust t.a.m. fyrir ráðstefnu um kjördæmamál i vetur.
Þar komu fram að ýmsu leyti ný sjónarmið af
þeirra hálfu. óhætt er a.m.k. að segja að þar hafi
verið gengið lengra til móts við hugmyndir um jafn-
an kosningarétt en framsóknarmenn hafa áður
gert.
Þá er þess að geta að sett hefur verið á fót sam-
starfsnefnd skipuð fulltrúum ungra manna i þrem-
ur stjórnmálaflokkum. Þessi nefnd vinnur að at-
hugunum á kjördæmamálinu og kannar möguleika
á sameiginlegu áliti ungra jafnaðarmanna, fram-
sóknarmanna og sjálfstæðismanna um þetta efni.
Engum vafa er þvi undirorpið að fyrir hendi er
grundvöllur til þess að hreyfa þessu máli. Þing-
flokkarnir hafa að visu sýnt þvi litinn áhuga. Þings-
ályktunartillaga þriggja þingmanna af Reykjanesi
og úr Reykjavik liggur enn i salti.
Stjórnarskrárnefnd hefur tekið þá afstöðu að
fjalla ekki um kjördæmamálið þar sem hún telur
hættu á, að ágreiningur verði um málið. Sannarlega
mætti drepa mörgum málum á dreif, ef þetta
sjónarmið ætti að vera allsráðandi.
Nú rikir ekki ójöfnuður milli þingflokka vegna
kjördæmaskipunarinnar eins og var áður fyrr. Af
þeim sökum fyrst og fremst sýna þeir þessu máli
ekki áhuga. Það eru á hinn bóginn ungir menn i
stjórnmálaflokkunum, sem nú knýja á um
breytingar. En mestu máli skiptir þó, að kjósend-
urnir sjálfir eru að hefjast handa cins og áskorun
suðurnesjamannanna ber órækt vitni um.
Framfaramál
í landbúnaði
Þetta blað hefur áður vakið athygli á mikilvægi
þess að brotið verði upp á nýjungum i atvinnuhátt-
um við þær erfiðu aðstæður, sem við eigum nú við
að striða i efnahagsmálum. í þessu sambandi hefur
bæði verið minnst á endurvinnsluiðnað og leit að
nýjum fiskitegundum.
En við þurfum einnig að huga að framförum i
landbúnaði og e.t.v. ekki sist þar. Steinþór Gestsson
hefur á Alþingi lagt til að hlutast verði til um
rannsóknir á heyverkunaraðferðum i þvi skyni að
finna, hvernig best verður staðið að heyskap svo að
hann verði áfallalaus og fóðurgildi uppskerunnar
verði vel tryggt eins og þar segir.
Flutningsmaður bendir m.a. á að óþurrkarnir á
siðastliðnu sumri hafi rýrt fóðurgildi heyja mjög
víða um 20 til 25%. Hér er þvi á döfinni framfara-
mál, sem rétt er að ýta áfram. Þau á ekki að svæfa i
nefndum.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Skálmöldin
ágeríst
i Ródesíu
Daglegar fréttir
sunnan úr Rhódesíu
hljóma flestar á svipaða
leið: Samningaviðræður
milli stjórnar lans Smiths
og leiðtoga þjóðernis-
hreyfinga svartra hafa
verið teknar upp aftur....
viðræðunum er enn haldið
áfram.... nokkur bjart-
sýni hefur vaknað um, að
viðræðurnar kunni í þetta
sinn að leiða til....
hvorugir vilja segja, að
svo stöddu....
Hjá einhverjum kunna
að hafa vaknað vonir um,
að loks kynni að örla á
einhverri lausn hinnar
löngu deilu um stjórn
hvita minnihlutans í
Rhódesiu. Innan um þess-
ar innihaIdslitlu fréttir
hverfa minni tiðindin —
af atburðum eins og:
„Botha Joubert, bóndi
Rhódesiu, var að aka fjölskyldu
sinni heim frá kirkju, þegar
styggð kom að nautahjörð, sem
var á beit við akbrautina, en
hljóp nú i veg fyrir bilinn. Jou-
bert bóndi tautaði eitthvað ljótt,
en svo æpti hann skyndilega að
fjölskyldu sinni að leggjast á
bilgólfið. Hann hafði séð hóp
svartra skæruliða spretta upp
úr grasinu og bregða á loft AK-
47-rifflum sinum.
Það ýldi i hjólbörðunum, þeg-
ar Joubert snéri Mercedes 220-
bilnum i U-beygju. Kúlnaregnið
buldi á bifreiðinni, og nokkrar
særðu konu hans og kornungan
son. Með eldri börnin æpandi:
„Gefðu i, pabbi! gefðu i!” —
spyrnti Joubert bensingjöfinni i
botninn og þau sluppu með
skrámurnar.”
Þetta er einungis ein frásaga
af tylftum slikra morðárása
hryðjuverkamanna blakkra,
sem gefa i fáu eftir blóðugum
lýsingum á næturárásum Mau-
mau hér fyrrum. t stað lenda-
skýlunnar er kominn her-
mannabúningur i felulitum
frumskógarins, og i stað spjóts,
boga og örva eru komnír
rússneskir eða tékkneskir hrið-
skotarifflar, og jafnvel T-34
skriðdrekar „Made in Sovét”.
• Festar árásirnar eru gerðar i
héruðunum við austurlanda-
mæri Rhódesiu, sjö hundruð
milna lengju, sem skilur landið
frá Mozambique. — Þær magn-
ast með hverri vikunni sem lið-
ur. Morðvargarnir (öðrum
nöfnum er naumast hægt að
kalla þá, sem leggja sig i fram-
króka til að myrða konur og
börn og það oft á hryllilegri
hátt, en mannlegt imyndunarafl
nær að spanna), færa sig æ meir
upp á skaftið.
Þessar árásir segja kannski
gleggri sögu af þróun mála þar
syðra, en tilbreytingasnauðar
endurtekningar á þvi, að
„samningaviðræðum þoki lit-
ið... nýr fundur hafi verið
boðaður... báðir aðilar var-
ast að vekja vonir um árang-
ur ...” og svo koll af kolli.
Stjórnin i Salisbury hefur
beisklega sakað Mozambique
um að stuðla að þessari at-
hafnasemi þjóðernissinna
blakkra. Mozambique hefur
auðvitað svarið af sér allt slikt.
En enginn fer i neinar graf-
götur um það, að skæruliðarnir
njóta stuðnings nærliggjandi
rikja, þar sem blökkumenn eru
við stjórn.
- Eítir afskipti sovétmanna og
kúbudáta i Angóla hafa menn
búist við þvi, að einhvern næsta
daginn láti þeir til skarar skriða
i Rhódesiu með sama hætti. Enn
hefur þó ekki örlað á kúbu-
mönnum innan landamæra
Rhódesiu. hvað sem kann að
leynast að baki landamærum
Mozambique. — Hitt hefur þó
leyniþjónusta bandamanna
staðfest, að i siðusti viku hafi
sovéskt herflutningaskip sett á
land i Mozambique verulegt
magn af eldflaugaskotstæðum
(sum á hjólum) og skriðdrek-
um. Það trúir þvi enginn nema
sá, sem hlustar á Moskvulinuna
staurblindur, að þessi hergögn
séu rétt til að endurnýja vopna-
búr Mozambique, þótt menn
skilji auðvitað vel að sliku
Enginn óvitlaus hvitur maður i
Rhódesiu skilur hríðskotariffil-
inn við sig, sama hverra erinda
hann gcngur.
járnadrasli sé mjög hætt við
ryði i frumskógarrakanum.
* Menn hafa orðið þes's áskynja,
að skæruliðarnirsem halda uppi
tilþrifunum i austurhéruðunum,
hafi verið um 2.000 að tölu undir
vopnum. En njósnarar hafa
grafist fyrir um það, að handan
landamæranna hafa siðustu sex
mánuðina um 4.000 skæruliðar
til viðbótar gengið undir hina
ströngustu bardagaþjálfun.
Stjórnin i Salisbury mun þá
fara að fá til tevatnsins, ef þjóð-
ernissinnar geta att fram á
blóðvöllinn 5.000 skæruliðum,
sem dreifa sér i skógana og
skjóta upp kollinum um allar
trissur.
» Leiötogar þjóðernissinna,
sem ganga til viðræðnanna við
fulltrúa Ian Smiths, eins og til
dæmis Joshua Nkomo eru farnir
að láta skella i tönnum, svo
menn skilji, hvað i vændum sé.
Fá þeir naumast lengur dulið,
hve herská samtök þeirra eru
orðin.
Eftir einn lengsta fundinn við
Ian Smith lét Nkomo eftir sér
hafa, að hann væri ekkert of
trúaður á, að þessar viðræður
leiddu til eins eða neins.„En
ég er sannfærður um, að meiri-
hlutinn mun um siðir komast til
valda. Ef ekki samningaleiðina,
þá með hörðu!”
Hermenn Salisbury-stjórnarinnar á verði við landamæri Mozambique, en þjóöernissinnar senda
stöðugt nýja og nýja skæruliða (með sex inánaöa bardagaþjálfun að baki) inn yfir landamærin, og fá
þeir þá naumast rönd við reist til lengdar.