Vísir - 22.03.1976, Page 10
Enska knattspyrnan:
Efstu liðin unnu
öll ó útivöllum!
— Staða efstu liðanna óbreytt, QPR er enn í efsta sœtinu,
en Manchester United, Liverpool od Derby fylgja fast ó eftir
Ekkert lát er á baráttunni hjá
efstu liðunum I 1. deild um Eng-
landsmeistaratitilinn, öll efstu
liðin unnu i leikjum sinum á
laugardaginn — og það sem
meira var, þau léku öll á útivöll-
um. Staðan á toppnum er þvf ó-
breytt — QPR er efst með 49 stig
að loknum 36 leikjum, Man-
chester United er i öðru sæti
með 48 stig eftir 35 leiki og þar á
eftir koma Liverpool og Derby
með 47 stig eftir 35 leiki.
Ængjo breyting varð heldur á
stöðu neðstu liðanna. Sheffield
United er þegar fallið i 2. deild,
þó að enn sé fræðilegur mögu-
leiki á öðru. Þá verður Sheffield
að vinna alla leiki sina sem eftir
eruogfengiþá27stig — og vona
siöan að hin fall-kandldataliðin,
Birmingham, Wolves og Burn-
ley takistekki að ná sama s.tiga-
fjölda.
Manchester United sigraöi
Newcastle á St. James Park i
Newcastle i miklum markaleik,
sem einkenndist af varnarmis-
tökum á báða bóga — og þegar
flautaö var til leiksloka voru
mörkin orðin sjö.
Manchester náði forystunni I
leiknum með marki Stuart Per-
son á 13. minútu. Tommy
Cássidy ætlaði að senda boltann
aftur til markvaröar sins, en
Person komst inn I sendinguna
og skoraði auðveldlega. Tveim
minútum siðar urðu enn ein
varnarmistökin hjá varnar-
mönnum Newcastle og
miðvörðurinn John Bird sendi
boltann i eigið mark.
Þá var komið að varnar-
mönnum Manchester að gera
mistök. Gerry Daly mistókst
sending til markvarðar sins,
Alex Stepney, Micky Burn not-
færöi sér þessi mistök og
minnkaöi muninn fyrir New-
castle. Malcolm MacDonald
jafnaði svo metin með fallegu
skallamarki — og fjórum min-
útum fyrir lok fyrri hálfleiks
átti MacDonald hörkuskot á
mark Manchester. Boltinn fór i
Alan Gowling og f markið.
Leikmenn Newcastle byrjuðu
siðari hálfleikinn jafnilla og þeir
byrjuðu þann fyrri — Pat How-
ard skoraði sjálfsmark strax á
fimmtu minútu — og átta min-
útum siðar skoraði Person
sigurmark Manchester eftir
góðan undirbúning Steve Copp-
ell.
Áhorfendur voru 41.424.
En litum þá á úrslit leikj-
anna:
1. deild
Arsenal—West Ham 6:1
Birmingham—Coventry 1:1
Burnley—Tottenham 1:2
Everton—Leeds 1:3
Leicester—Aston Villa 2:2
Manch.City—Wolves 3:2
Middlesboro—Derby 0:2
Newcastle—Manch.Utd. 3:4
Norw ich—Li verpool 0:1
She ff. Utd. —Ipsw ich 1:2
Stoke—QPR 0:1
2. deild
Bristol C.—Fulham 0:0
Charlton—Blakc burn 2:1
Chelsea—BristolR. 0:0
Notts C.—Blackpool 1:2
01 dh am—Sun der la nd 1:1
Orient—Luton 3:0
Oxford—Portsmouth 1:0
Plym outh—Hull 1:1
Southamp.—Carlisle 1:1
WBA—Bolton 2:0
York—Notth.Forest 3:2
Sigurganga QPR heldur á-
fram. Liðið fékk tvö dýrmæt
stig i Stoke og léknú sinn niunda
leik iröðán taps — og þar af eru
sexá útivöllum. Mark QPR sem
lék án Gerry Francis, skoraði
David Webb um miðjan fyrri
hálfleik og skrifast markiö al-
gerlega á reikning dýrasta
markvarðar Englands, Peter
Shilton i marki Stoke. Don Mas-
son tók aukaspyrnu, sendi á
Mick Leace, hann sendi áfram á
Webb sem skaut lausu skoti
beint i fangið á Shilton, en á ein-
hvern óskiljanlegan hátt missti
hann boltann inn i markið.
Fram að þessu hafði Stoke
verið betra liðið á vellinum,
Sean Haslegrave hafði átt skot i
þverslá — og Phil Parkes i
markinu hjá QPR varð að taka
á honum stóra sinum i tvö skipti
til að verja skot frá Jimmy
Greenhoff.
QPR á nú góða möguleika á
að sigra i fyrsta skipti i 1. deild i
sögu félagsins, liðið á eftir að
leika sex leiki og þar af eru fjór-
ir á heimavelli — þar sem QPR
hefur ekki tapað leik i deildar-
keppninni á þessu keppnis-
timabili.
Englandsmeistararnir Derby
gefa hvergi eftir i vörn sinni
fyrir meistaratitlinum og unnu
góðan sigur i Middlesbrough.
Leikmenn „Boro” sóttu meira i
leiknum, en þeim gekk illa að
reka smiðshöggið á sóknarlotur
sinar, nokkuö sem leikmönnum
Derby gekk betur. Charlie
George var á réttum stað á rétt-
um tlma á 32. minútu fyrri hálf-
leiks og skoraði örugglega eftir
sendingu frá Leighton James.
Síðari hálfleikur gekk svipað
og sá fyrri — og þegar sjö min-
útur voru til leiksloka sendi Roy
McFarland langa sendingu
fram á Kevin Hector og hann
skoraði annaö mark Derby.
Áhorfendur voru 24.000.
Liverpool átti i miklum erfið-
leikum i Norwich. Ray Clem-
ence i marki Liverpool varði
tvivegis mjög vel i fyrri hálfleik
skot frá Johnny Miller og Ted
MacDougall — og i siðari hálf-
leik átti Phil Boyer hörkuskot I
þverslá. En gæfan var Norwich
ekki hliðholl i þessum leik — og
á 59. minútu uröu David Jones á
mistök I vörninni sem David
Fairclough notfærði sér — og
skoraði sigurmark Liverpool og
sitt fyrsta deildarmark. Ahorf-
endur voru 29.038.
Chris Nicholl var I sviðsljós-
inu I leik Leicester og Aston
Villa. Hann skoraði öll mörkin i
leiknum, þar af voru tvö sjálfs-
mörk. Um siðustu helgi skoraöi
hann lika sjálfsmark — og eru
þau þvi orðin þrjú sjálfsmörkin
sem hann hefur skorað i tveim
leikjum.
Síðast var þetta leikið eftir 6.
október 1923 af Sam Wynn sem
lék með Oldham Athletic.
Dunchan McKenzie var settur
út úr liðinu hjá Leeds fyrir
leikinn gegn Everton og stöðu
hans tók Carl Harris. Billy
Bremner náði forystunni fyrir
Leeds i siðari hálfleik, eftir að
Dave Lawson markvörður
Everton hafði varið vitaspyrnu
Fran Gray. Joe Jordan bætti
öðru markinu við þegar tiu min-
útur voru til leiksloka — og á
tveim siðustu minútunum voru
skoruð tvö mörk — Mike Lyons
fyrir Everton og Carl Harris
fyrir Leeds. Ahorfendur voru
28.566.
Alan Ball var fljötur að finna
leiöina imarkiðhjá WestHamá
Hughbury skoraði strax á
fyrstu minútu leiksins. Billy
Jennings jafnaði stuttu siðar
með skalla og á eftir fylgdu tvær
vitaspyrnur sem dæmdar voru á
West Ham —eftir að Brian Kidd
hafði verið brugöið innan vita-
teigs. Mervin Day varði fyrra
Charlie George skoraði fyrra mark Derby gegn Middlesbrough og
er hann búinn að skora mikið af mörkum síöan hann var keyptur frá
Arsenal f haust. Myndin er af George að skora sigurmark Dcrby
gegn Everton á dögunum.
Úlfunum hefur ekki gengiö sem best á keppnistimabilinu og eiga nú
hörku fallbaráttu framundan. Þeir töpuðu á laugardaginn fyrir
Manchester City og þar áöur fyrir Tottenham. Myndin er frá leik
Úlfanna og Tottenham; þaö er markvörður úlfanna Parkes sem
slær boltann frá eftir eina af sóknarlotum Tottenham.
vitiðsem AlanBalltók.enhann
átti ekki möguleika á siðari
vitaspyrnunni sem Ball tók
einnig. George Armstrong skor-
aði þriðja mark Arsenal og
Brian Kidd það fjórða rétt í lok
hálfleiksins.
Kidd var I miklum ham i slð-
ari hálfleik — skoraði tvivegis
og átti auk þess skot f þver-
slána.
Steve Daly náði forystunni
fyrir Úlfana gegn Manchester
City i fyrri hálfleik, en i þeim
siðari jafnaði Gerry Keegan
fyrir City. Steve Kindon náði
aftur forystunni fyrir Úlfana, en
ieikmenn Manchester City voru
sterkari á lokasprettinum og
skoruðu þá tvivegis, fyrst Denn-
is Tueart úr vitaspyrnu og siðan
Mick Doyle. Ahorfendur voru
32.761.
Barry Powell skoraði mark
Coventry I Birmingham með.
þrumuskoti á 25 m færi i fyrri
hálfleik, en Trevor Francis
jafnaði fyrir Birmingham úr
vítaspyrnu i sföari hálfleik.
Vörn Sheffield United — sem
núhefur fengiöá sig 70mörk í 35
leikjum eða tvö mörk að jafnaði
i leik, hélt út I 90 sekúndur gegn
Ipswich — þá skoraöi David
Johnson. Eddy Colquhoun jafn-
aði fyrir United, en Mick Mills
skoraði sigurmark Ipswich.
Ekkert mark var skorað i
fyrri hálfleik i leik Burnley og
Tottenham. En i þeim siðari
byrjaði John Duncan á þvi að ná
forystunni fyrir Tottenham,
Colin Waldron jafnaði fyrir
Burnley, en þrem minútum fyr-
ir leikslok skoraði John Pratt
sigurmark Tottenham eftir góð-
an undirbúning Martin Chivers.
Áhorfendur voru 15.465.
Johnny Giles virðist vera bú-
inn að ná góðum tökum á West
Bromwich Albion — og undir
hans stjórn á liðið nú mikla
möguleika á að endurheimta
sæti sitt I 1. deild. WBA vann
mikilvægan sigur gegn Bolton
með mörkum Joe og Mayo og
John Wile. Hin forystuliðin I 2.
deild, Bristol City og Sunder-
land, töpuðu bæði stigum,
Bristollmarkalausumleik gegn
Fulham og Sunderland gegn
Oldham, Graham Bell skoraði
fyrir Oldham, en Billy Hughs
jafnaði fyrir Sunderland.
Staðan i 1. of 2. deild er nú
þessi:
1. deild:
QPR
Man. Utd.
Liverpool
Derby
Leeds
Man City
Ipswich
Middlesb.
Tottenham
Leicester
Stoke
West Ham
Arsenal
Everton
Newcastle
Coventry
Norwich
Aston Villa
36 19 11 6 54:26 49
35 19 10 6 59:35 48
35 17 13 5 51:27 47
35 19 9 7 56:31 47
34 17 8 9 54:37 42
33 14 10 9 54:30 38
33 11 14 8 40:34 36
35 13 10 12 37:32 36
36 11 14 11 51:56 36
35 10 16 9 38:44 36
33 13 8 12 41:39 34
36 13 8 15 44:59 34
35 12 9 14 42:40 33
34 11 11 12 49:59 33
33 12 8 13 58:48 32
35 10 12 13 37:47 32
34 11 9 14 49:51 31
35 9 13 13 43:52 31
Birmingham 34 10 6 18 45:61 26
Wolves 35 8 8 19 40:58 24
Burnley 36 7 10 19 39:58 24
Sheff. Utd. 35 2 9 24 24:70 13
2. deild:
BristolC
Sunderland
Bolton
WBA
Southampt.
Luton
Notth. For.
Chelsea
Oldham
Charlton
Fulham
BristolR
Hull
Blackpool
Orient
Plymouth
Carlisle
Blackburn
Oxford
Portsm.
York
35 17 12 6 52:28 46
33 18 6 9 51:32 42
33 16 11 6 49:31 42
34 15 11 8 39:30 41
34 16 7 11 56:40 39
35 16 7 12 48:42 39
35 13 10 12 46:38 36
35 12 11 12 45:43 35
35 12 11 12 49:53 35
33 14 7 12 50:56 35
35 12 10 13 41:’:( :?
34 10 14 10 31:35 34
35 13 7 15 37:40 33
34 11 11 12 33:40 33
33 11 10 12 30:31 32
36 11 10 15 44:48 32
35 10 12 13 38:50 32
34 7 13 1 4 3 3:4 2 27
35 8 11 16 33:48 27
35 8 6 2 1 26:48 22
34 8 5 21 30:59 21
Staða efstu liðanna i 3. deild
er óbreytt. Hereford og Brigh-
ton unnu sina leiki — og Crystal
Palace gerði jafntefli við Mans-
field á útivelli 1:1. Mark Palace
skoraði Peter Taylor. Hereford
er efst með 49 stig. Brighton 46
stig, Crystal Palace er með 45
stig og Walshall er með 43 stig.
Neðst eru Sheffield Wed, Swin-
don og Halifax— öll með 28 stig.
Lincoln sem leikur i 4. deild
sigraði Scunthorpe 2:0 á laugar-
daginn og hefur Lincoln nú
skorað 80 mörk i 34 leikjum.
Leikmenn Lincoln eiga góða
möguleika á að ná 100 marka
takmarkinu þvi að liðið á eftir
að leika 12 leiki. —BB
/
V