Vísir - 22.03.1976, Page 14
14
c
visra
j
verður haldin n.k. laugardag, 27. mars i
veitingasalnum Snorrabraut 37 (áður Silf-
urtunglið). Aðgöngumiðar fást i Lúllabúð,
Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar,
Straumnesi og félagsheimili Fram.
ÍSLANDSMÓTIÐ í JÚDÓ
ARS-
HÁTÍÐ
9
Ovœntur sigur
keflvíkings í
léttmillivigt
Kcflvikingurinn Gunnar Guö-
mundsson kom geysilega á óvart
meö sigri sinum I léttmillivigt i
tslandsmótinu i júdó sem háö var
á laugardag. Gunnar sigraöi þá
tvo menn sem taliö var aö mundu
berjast um efsta sætiö, Halldór
Guöbjörnsson og Ómar Sigurös-
son.
Enginn íslandsmeistaranna
siðan i fyrra hélt titli sinum
nema Svavar Carlsen i þunga-
vigt. Svavar hafði yfirburði yfir
keppinauta sina, sigraði þá alla á
ippon — 10 stigum og var eini
keppandinn i meistarakeppninni
sem náði þeim árangri.
Viðureignir voru yfirleitt lang-
ar i léttari flokkunum, þvi kepp-
endur þar voru mjög jafnir.
Mikil harka var i léttvigt, en
þar sigraði Sigurður Pálsson, og
kom þá sigur nokkuð á óvart.
Viðar Guðjohnsen sigraði i
millivigt og sýndi fallega tækni
eins og venjulega. Meistarinn sið-
an i fyrra, Sigurjón Kristjánsson,
tók þátt i keppninni, en lenti i
þriðja sæti. Sigurjón hefur búið I
Danmörku að undanförnu en kom
hingað m.a. i þeim tilgangi að
Frá keppninni i millivigt, þaö er Jónas Jónasson sem þarna hefur yfirhöndina i einni glimunni — og
kastar andstæöingi sinum meö miklum tilþrifum afturfyrir sig á tomaenage. Ljósmynd Einar......
Einkaumboó á Islandi:
MBft -émm, HABERG h£
Skelfunni 3e*SimI 3*33*45
Lumenitio
Platípulausa transistorkveikjan er
eina raunhæfa
endurbótin á
kveikjukerfinu
Þessl viðurkenning er
aðeins veitt elr.um
aðila ár hvert tyrlr
Iramúrskarandl tœkni-
nýjung.
frá þvi benzínhreyfillinn var fundinn upp
Hefur hlotið sérstaka vlðurkenningu
frá The Automobile Association
Ummæli 15 islenzkra ökumanna, sém birzt hafa i hérlendum dagblöð-
um, staðfestu einhuga:
mun betra start og kaldakstur
Ennfremur áberandi:
Þýðari gangur - Sneggra
viðbragð - Betri vinnsla
Auk þess er meðal benzínsparnaður með LUMENITION kveikjubúnað-
inum a.m.k. kr. 8-10 pr. litra, miðað við kr. 60/ltr. Á minni bílum er
benzinsparnaðurinn reyndar enn meiri.
Skýringin liggur í bví, að i LUMENITION eru hvo’'ki platinur né þéttir.
Bruni á platinum, svo og sibreytilegt platinubil er höfuðorsök aukinnar
benzfneyðslu.
LUAAENITION tryggir, áð bezta hugsanlega kveikjuástand haldist.
óbreytt.
LUAAENITION tryggir jafnf ramt 6-8% betri árangur en bezt getur orðið
með platinum og þétti.
Það stenzt þvi fyllilega hörðustu gagnrýni, að meðal benzinsparnaöur
séa.m.k. 13-14%. AAiðað viðkr. 60/ltr. þá verður útkoman sú, að
benzínlítrinn kostar kr. 52
LUAAENITION kostar aðeins kr. 14.900, þannig að búnaðurinn er fljótur
að borga sig í benzinsparnaði einum saman, en þá er ótalinn sá kostnað-
ur, sem bíleigendur losna við vegna reglubundinnar endurnýjunar á
platínum, þétti og mótorstillingu.
Auk þess er hægt að keyra allt að 3 sinnum lengur á kertunum!
Veitum fúslega frekari upplýsingar.
— Svavar Carlsen eini meistarinn frá í fyrra
sem hélt titli sínum
(R MEÐ ANNAN
FÓTINN INNI!
Þarf aðeins tvö stig úr nœstu tveim leikjum
til að komast aftur í 1. deild
Aöeinstveir leikir fóru fram i 2.
deild islandsmótsins i handknatt-
leik um helgina, en nú er samt
nokkuö Ijóst aö ÍR-ingar munu
endurheimta sætisitt i 1. deild aö
nýju. ÍR á eftir aö leika tvo leiki,
viö Þór og KR og nægir tvö stig i
þeim leikjum tilaö sigra f 2. deild.
Bæði Akureyrarliöin áttu að
koma suður um helgina, en aðeins
annað liðið, KA kom, en þörsarar
komusthvergi vegna veðurs. KA
lék svo við KR á laugardaginn og
sigruðu KR-ingar örugglega i
leiknum 20:14, i hálfleik var mun-
urinn aðeins tvö mörk 8:6.
KA lék svo viö Breiðablik i
Garðabæ i gær og sigruöu norðan-
menn örugglega i þeim leik 20:15
— eftir að staðan I hálfleik hafði
verið 11:7.
Staðan i Islandsmótinui 2. deild
er nú þessi:
1R
KA
KR
Leiknir
Keflavik
Þór
Breiðablik
Fylkir
12 10 2
13 10 1
13 10 0
13 5 1
0 293:183 22
2 288:248 21
3 318:253 20
7 283:318 11
1 8 239:287 9
0 7 227:230 8
1 10 201:282 5
0 9 182:230 4
Um næstu helgi eiga Akureyr-
arliðin Þór og KA að leika fyrir
norðan, Breiöablik — Keflavik,
1R — KR og Leiknir — Fylkir.
Ekki hefur enn verið ákveðið,
hvenær leikir Þórs við ÍR og Fylki
sem fresta varð um helgina, fara
fram, en það gæti hugsanlega
orðiö á miðvikudags- og fimmtu-
dagskvöldið.
—BB
keppa á Islandsmótinu. Dönsk
eiginkona Sigurjóns, Conny
Kristjánsson kom með honum, og
keppti hún sem gestur i kvenna-
flokknum. Hún er Danmerkur-
meistari i sinum flokki, en hafn-
aði i 2. sæti hér.
Karlar
Léttvigt
Sigurður Pálsson JFR
Eysteinn Sigurðsson A
Jóhannes Haraldssson UMFG
Jón I. Benediktsson JFR
LéttmiIIivigt
Gunnar Guðmundsson UMFK
Ómar Sigurðsson UMFK
Halldór Guðbjörnsson JFR
Niels Hermannsson A
Millivigt
Viðar Guðjohnsen Á
Kári Jakobsson JFR
Sigurjón Kristjánsson JFR
Garðar Skaptason A
Léttþungavigt
Gisli Þorsteinsson Á
Benedikt Pálsson JFR
Sigurjón Ingvarsson Á
Finnur M. Finnsson Isaf.
Þungavigt
Svavar Carlsen JFR
Kristmundur Baldurss. UMFK
Hákon Halldórsson JFR
Guðm. Ó. Kristjánss., tsaf.
Konur
Léttvigt
Magnea Einarsdóttir Á
Sigurlina Júliusdóttir Isaf.
Brynja Höskuldsdóttir Isaf.
Millivigt
Anna Lára Friðriksd. A
Hildur Einarsdóttir A
Rósa össurardóttir Gerplu
Þungavigt
Þóra Þórisdóttir A
Anna Lindal A
Guðný Elvarsdóttir UMFG
—ÓH
Hnefqrnir
q lofti!
Hnefar voru á lofti og pústrar
uröu i leik Vikings og Armanns i
bikarkeppni Handknattleikssam-
bandsins I Laugardalshöllinni i
gær. Lætin byrjuðu þegar einn
leikmaöur úr liöi Vikings braut
illa á einum leikmanni Ármanns f
siðari hálfleik — og sá óvigur eft-
ir. Þá kom annar ármenningur og
vildi skakka leikinn, en fékk þá
„gúmoren á latlnu”! 1 kjölfariö
fylgdu stympingar á báða bóga,
en aö lokum tókst að stilla til
friöar og ljúka leiknum.
Víkingarnir sem styrktu lið sitt
með Björgvin Björgvinssyni
höfðu ávallt yfirhöndina i leikn-
um. Staðan i hálfleik var 9:8 og
eftir að átökin höfðu orðið i siðari
hálfleik komust þeir i fjögra
marka mun og það bil tókst ár-
menningum ekki að brúa og loka-
tölurnar urðu 17:16.
Ekki vitum við hvenær næstu
leikir eru á dagskrá — og virðist
sem keppnin sé nokkuð laus i
reipunum enda áhugi manna
fyrir henni i algeru lágmarki —
og á það jafnt við um áhorfendur
sem leikmenn. —BB