Vísir - 22.03.1976, Side 16

Vísir - 22.03.1976, Side 16
16 Manna- siðir 3 5. Hver er vörn gegn þeim, sem af ásettu ráði og i ofmetnaði brjóta almennar kur- teisisreglur? Sú, að láta þá hispurslaust, en kurteislega, vita, að framkoma þeirra geri þá að minni, en ekki meiri mönnum, og að oflæti sé ekkert merki yfirburða. 6. Hver er lifæð kurteisinnar? Það er smekkvisin. Smekkvisin er móðir allrar prúðmennsku, allrar hæversku og háttprýði. Hún er jafnnauðsynleg lærðum sem leikum, rithöfundum sem ræðumönnum, konungum sem kotungum.Hún fegrar lifið, og þær kurteisis- reglur, sem brjóta bág við heilbrigðan smekk, eru að engu nýtar. Hún getur af sér lipurð i umgengni og þýtt viðmót, sem engan særir og engan vill særa, og hún kann jafnan einhver ráð, til að firra vandræðum, þegar i harðbakka slær. 7. Er smekkvisi áskapaður eiginleiki eða aðfenginn? Að likindum hvort- tveggja, þvi að svo mun vera um andlega og likamlega hæfi- leika mannsins yfir- leitt, að þeir þróast, sljóvast og breytast eftir þvi sem með þá er farið. Leggi menn rækt við einhvern sér- stakan hæfileika sinn, er það sama sem að auka hann og skerpa. Fræ smekkvisinnar mun þvi dafna að sama skapi, sem með það er farið, svo sem augað skerpist við notkunina og ger- hyglin við umhugs- unina. Svar til músa/ rottu spekúkmts l«71-(i8SS skrifar: — Svo þú veist ekki af hverju mvs og rottur hafa skott'. Ég er nú alveg kaninukrossbit. Ég var nú svo galin. að halda að allir vissu það. En úr þvi aö þú ert svona fáfróð(ur) um þetta, þitt hjartans mál, þá skal ég reyna að upplræöa þig dálitið. t fyrsta lagi: Á vetrum verður þessum skepnum oft ákaflega kalt, sérstaklega ef þær eiga engan rafmagnsofn. Og þá taka þær til bragðs að vefja utan um sig skottinu til þess að halda á sér hita. Einfalt, ekki satt! t öðru lagi: A góðviðrisdögum skreppa þær gjarrian i veiði- ferðir og i stað þess aö burðast með veiðistangir og annað þess háttar, þá hafa þær þetta óvið- jafnanlega skott með sér. Þykir þeim einkar þægilegt að sitja á árbakka og láta skottið lafa ofani, enda þykir fiskum mun skemmtilegra að bita á rottu- skott heldur en öngul. t þriðja lagi: 1 tilhugalifi rotta og músa er skottið afar mikil- vægt, sérstaklega hjá táninga- rottum. Þá haldast þær skott 'i skottog eftir dálitinn tima jafn- gildir þetta „skotthald” hjóna- bandi hjá mönnum. Þessi sjón er mjög algeng á vorin upp til sveita og aðallega undir hlöðu- eða fjósvegg. Sv« vil ég benda nr. 2116-3457 góðfúslega á að skreppa ,,til sveitar” næsta vor og kanna málin. Læt ég hér meö upptaln- ingu lokið i bili og voná aö nr. 2116-3457 sé einhverju fróöari eftir og sjái, að þessi margum- töluðu skott eru afar nauðsynleg þessum blessuðu dýrum. Með bestu kveðju og von um að vel gagnist. Sunnudagur 21. marz 1976 J Bjórinn INN í landið ef þið viljið atkvœði halda Jón (íuðluugsson Vestmanna- eyjum skrifar: Eins og allir vita, flýtur allt i smygluðu áfengi og bjór i öllum landshlutum. Þvi þá ekki að leyfa sölu bjórs. Öllum skipstjórum ber saman um það, og var það þeim að þakka, að útsala kom hér á staðinn og er það vel. Eins vonum við, eigi að kjósa ihaldið áfram, að bjórinn komi á frjálsan markað. Það er til há- borinnar skammar að gefa hann ekki frjálsan eins og vin. Ég hef bæði komið til Eng- lands og Noregs og viða dvalið á þessum stöðum sem stýrimaður Alls staðar er bruggað öl löglega á þessum stöðum og viðar. Eins ætti að vera hér. Að skammta fólki er ekki góð pólitik, það hefur sýnt sig og sannað, enda láta eftirköst áfengisbanns ekki á sér standa. Nægir þar að benda á smyglið, morð og fleira og fleira mætti upp telja. Vin er alltof dýrt hér á landi. Og þessi skömmtun, ef ég má nefna hana svo, þjónar aldrei góðum gangi áfengismála. Þetta sannaðist i Þýskalandi og Bandarikjunum enda heilu glæpaflokkarnir, sem stóðu að smygli. Eins er það hér á landi. Viö Eyjabúar erum undrandi á tómlæti gegnumsýrðra alþingismanna um þessi mál. Hristið af ykkur doðann, sam- þykkið bjórfrumvarp og rýmri ákvæði áfengislaga, ef ihald vill okkar atkvæði. Eru bréf til fanga ritskoðuð? X-18 spyr: 1. Er það rétt, að öll bréf, sem stfluð eru til saka manna er sitja i fangelsi, séu opnuð og yfirfarin áður en fanginn fær þau i hend ur? 2. Og er sama hvað fanginn hefur gert af sér? 3. Ef svo er, hefur þá hvaða fangavörður sem er leyfi til aö opna bréfin, eða er það starf yfirfangavarðar eða fangelsisstjóra? 4. Ef bréf til fanga hefur verið lesið, er þá fangavörðum heimilt að gera efni bréfsíns opinskátt við hvern sem er? 5. Fær fangi að hafa einkalif sitt i friði fyrir óviðkomandi svo fremi að ekki brjóti i bága við lög? 6. Eru ekki viðurlög við þvi ef fangavörður hefur opnað og lesið bréf til fanga og breitt út efni þess, i óþökk við viðkomandi, t.d. um einkalif íjölskyldu? Ég vænti svara við þessum spurningum. Ég er ólögfróður mað- ur en spurningar minar eru ekki að ástæðulausu. „Svíþjóð fyrir líðandi stund" Adolf Frederiksen hringdi: — Ég fullyrði, sagði hann, að það er ekki hægt aðþýða slagorð sviakonungs, „Sverige for tiden” á islenska tungu. í Visi i siðustu viku var það þýtt „Sviþjóð fyrir liðandi stund”. Þetta er rétt merk- ing, en engan veginn afgerandi þýðing — þetta er óþýðanlegt. Sigurður Jónasson frá Flatey sendi þessa visu: Samyrkjan mér sýnist dauf sultur á næsta leiti, nema rússinn baki brauð úr bandarisku hveiti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.