Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 3
visra Miðvikudagur 31. mars 1976. 3 Þær Olga Simonardóttir, Maria Jónsdóttir og Unnur Sveinsdóttir ræða við Elsu Hertervig ijósmóður, á fæðingardeildinni. eftir plássi á deildinni hérna. Við teljum sjálfsagt að leitað verði á- fram til Reykjavikur ef um keis- araskurð eða önnursérstök tilfelli er að ræða. Hins vegar leggjum við áherslu á að deildinni hérna verði ekki lokað, þannig að þær konur sem þess óska geti alið börn sin hér suður frá. Viljum við að kannaðir verði möguleikar á að endurbæta aðstöðuna hér, þannig að unnt verði að starfrækja deildina á- fram eins og verið hefur,” sögðu konurnar. Mótmælalistinn verður tekinn fyrir á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn og konurnar biða nú eftir viðbrögðum bæjarstjórn- armanna, en sögðust ákveðnar i þvi að gefast ekki upp. Fljótfærnisákvörðun ,,Ég er hrædd um að þessi á- kvörðun um lokun deildarinnar hafi verið hálfgerð fljótfærni og hefði mátt athuga málið betur,” sagði Steinunn Guðmundsdóttir yfirljósmóðir fæðingardeildar- á Sólvangi er Visir spurði um álit hennar á lokuninni. „Vissulega mætti bæta við ýmsu hér og bæta aðstöðuna án þess að til kæmu nokkrir fæðing- arsérfræðingar. Ég held að það sé ekkert hér sem knýr á að deild- inni verði lokað fremur nú en ver- ið hefur. Við höfum reynt að veita sem besta þjónustu og konurnar hafa yfirleitt verið ánægðar hér. Mér finnst alveg möguleikar á þvi að halda áfram starfinu hér eins og verið hefur.” Aðspurð sagði Steinunn að bæj- arstjórn hefði ekki leitað álits ljósmæðranna eða rætt málið við þær áður en ákvörðun um lokun- ina var tekin. „Mér finnst nokkuð hjákátlegt fyrir byggðarlagið að konur hér þurfi að leita inn til Reykjavikur til að ala börn sin,” sagði Elsa Hertervig ljósmóðir er við leituð- um álits hennar. „Mér finnst þessar litlu deildir eiga fyllsta rétt á sér, hér eru konurnar persónur, sem timi er til að spjalla við, en ekki númer,” sagði Elsa. Á fæðingardeildinni er rúm fyrir sjö konur. Það sem af er þessu ári hafa 27 konur alið börn sin þar og þegar eru bókaðar 42 fyrir næstu þrjá mánuði. —EB SAMIÐ VIÐ YFIRMENN Á KAUPSKIPUM Samningar náðust í fyrrinótt við vélstjóra, stýrimenn, loft- skeytamenn og bryta á kaup- skipaflotanum. Efnisatriði samningsins eru þau sömu og i almennu kaupsamningunum milli ASÍ og vinnuveitenda og samningstiminn sá sami. Dánar- og örorkubætur skulu i framtiðinni breytast i hlutfalli við dagpeningagreiðslur slysa- trygginga rikisins að breyttum lögum. Þá er gert ráð fyrir að lifeyr- issjóðir þessara yfirmanna verði aðilar að samkomulagi ASÍ og vinnuveitenda um mál- efni lifeyrissjóða. —VS Rœðir um ástand- ið á miðunum Þröstur Sigtryggsson skip- herra mun ræða um ástandið á miðunum á fundi sem Stúdenta- félag Háskóla tslands boðar til i kvöld klukkan hálf niu. Fundurinn er i Lögbergi og er öllum heimill aðgangur. Engin ítök í ítak Visi hefur borist athugasemd frá Jens Eysteinssyni, Tómasi A. Einarssyni, Má Gunnarssyni, Gesti Þorgeirssyni og Elisabetu Benediktsdóttur þar sem þau vilja taka fram að þau hafi ekki verið hluthafar i fyrirtækinu ttak um skeið og hafi engan hag haft af hlutdeild sinni i þvi fyrir- tæki. Ennfremur að samningagerð um hönnun Seljaskóla sé þeim með öllu óviðkomandi. Kvikmyndasýning og umrœður um verndun húsa ibúasamtök Grjótaþorps bjóða til kvikmyndasýningar I Tjarnarbæ, fimmtudaginn 1. april nk. kl. 21. Sýnd verður 30 minútna löng kvikmynd um verndun og endurbætur á gam- alli borg i Bretlandi. Eftir sýningu myndarinnar verða umræður um verndun gamalla húsa almennt. Arki- tektarnir Gestur ólafsson og Magnús Skúlason munu hefja umræður með stuttu spjalli. Samtökin hvetja allt áþuga- fólk um húsavernd til að mæta i Tjarnarbæ. —VS Freigótan innan við þrjór mflur í gœr Breska freigátan Bacc- ante F-69, sigldi i gær inn fyrir þriggja mílna land- helgi islands milli Dala- tanga og Norðfjarðar- horns. Samkvæmt al- þjóðalögum er herskipum óheimilt að fara innfyrir þriggja mílna landhelgi annars rikis, nema með sérst.öku leyfi. Það leyfi var ekki veitt i þessu til- felli. Freigátan kom sér fljótlega út fyrir þrjár milurnar aftur, en is- lenskt varðskip sem var á þess- um slóðum varö vart við feröir hennar. Landhelgisgæslan tilkynnti utanrikisráðuneytinu þegar um þennan atburð og óskaði eftir að fengnar væru upplýsingar um það frá breskum yfirvöldum, hvernig á þessum ferðum freigátunnar stæði. Formleg mótmæli vegna þessa atburðar verða borin fram i dag. —EB SÁLUMESSAN þótti ekki nógu kirkjuleg „Sálumessan er tiltölulega litið þekkt verk. Fólk þekkir Verdi helst af óperuverkum hans” sagði Ragnar Arnason, einn af kórfé- lögum Söngsveitarinnar Fil- harmoniu. „Þetta verk átti sér dálitið ein- kennileg tildrög. Verdi hafði stungið upp á því við nokkur tón- skáld að þau semdu saman verk, þannig að hver semdi sinn hluta. Úr þessu varð þó ekki að öðru leyti en því, að Rossini samdi lokakaflann. Þennan lokakafla notaði Verdi siðan þegar hann samdi Sálumessuna til minningar um vin sinn. Þegar verkið var frumflutt árið 1874 þótti það gifurlegur tónlist- arviðburður, en olli hneykslun þar sem fólki þótti það ekki nógu kirkjulegt.” Söngsveitin Filharmonia flytur Sálumessuna ásamt einsöngvur- um og Sinfóniuhljómsveit tslands i Háskólabiói hinn 8. og 10. april nk. Karsten Andersen mun stjórna flutningnum. Söngsveitin hóf æfingar á verk- inu i janúar sl. og hefur Jón Ás- geirsson æft kórinn. Kórfélagar eru 115, allt áhugafólk. Hefur reynt mikið á starf kórstjórans, þarsem margir kórfélaganna eru tiltölulega litið lærðir i sönglist, auk þess sem timi til æfinga hefur verið mjög knappur. Söngsveitin tók einnig þátt i frumflutningi verksins hér á landi árið 1968. Þeim flutningi stjórnaði dr. Róbert A. Ottósson, stofnandi Söngsveitarinnar. SJ/Ljósm. Jim STÓRBINGÓ - STÓRBINGÓ Félag sjálfstœðismanna í Fella- og Hólahverfi heldur STÓRBINGÓ að Seljabraut54 (hús Kjöts og fisks) á morgun, fimmtudag 1. apríl kl. 8.30. Húsið opnað kl. 7.30. FJÖLDI GLÆSILEGRA VINNINGA m.a. má nefna mokkajakka frá Steinari Júlíussyni Stjórnin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.