Vísir - 31.03.1976, Blaðsíða 4
4
Miövikudagur 31. mars 1976. vism
Neytenda-
þjónustan
l.angholtsvegi 176
\'iðtalstimi 17-19
Simi 37460
Kvörtunarþjónusta
Fjármólastjórn
Borgararéttinda-
aðstoð
Eignaumsýsla
Samningsgerð
Ristcignatorgið
GRÖFINNI1 SÍMI: 27444
Sölustjóri: Karl Jóhann
Ottósson
Heimasimi 17874
Jón Gunnar Zoega hdl. Jón
Ingólfsson hdl.
Hósakaup, íbúðarkaup
Einbýlishús, raöhús, ibúðir,
allar stærðir, kaup, sala,
eignaskipti, háar útborganir.
Haraldur
Guðmundsson,
löggiltur fasteignasali,
Hafnarstræti 15.
Sfmar 15414 og 15415.
ÞURF/Ð ÞER HIBYLt
Þurfið þér að selja?
Þurfið þér að kaupa?
Þurfið þér að skipta?
Verðmetum ibúðina yður að
kostnaöarlausu.
HÍBÝLI & SKIP
Garðastræti 38. Simi 26277
Heimasfmi 20178
N
§
Leiga á
STÁlRÚLLUPÖLLUM
til úti og inni vinnu.
Hæð að eigin vali.
Einnig STÁLVERKPALLAR.
Uppl. í síma 44724
VERKPALLAR ?
VONARSTRÆTI 12
Simi 27711
Sölustjori Sverrír Kristinsson
Fasteignasalan
Fasteignir við allra hæfi
Norðurveri Ilátúni 4 a
Simar 21870 og 20998.
EK3NAÞJÓIVUSTAN
PASTEIGNA- og skipasala
NJÁLSGÖTU 23
SlMI: 2 66 50
26600
Verðmetum
íbúðina
samdœgurs
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17 (Silli& Valdi)
simi 26600
Jk
Haraldur Jónasson,
héraðsdómslögmaður
Sími 17938
FASTEIGNAVER h/f,
Klapparstig 16,
simar 11411 og 12811
Hafnarstræti 11.
Simar: 20424 — 14120
lleima : 85798 — 30008
Vilja stuðla að skyn-
samlegri notkun fjoru-
svteða ó S-V landi
Reykjavíkurborg synjar um styrk
Takmarkið með þessum
rannsóknum er að fá gott yfirlit
yfir fjörur á suðvesturlandi,
sérstaklcga lifriki þcirra. Út frá
þvi ætti aö vera hægt að
ákvarða skynsamlega notkun
fiörusvæðanna i framtíðinni,”
sagði Agnar Ingólfsson liffræð-
ingur i viötali við Visi.
Kannsóknirnar, sem eru unn-
ar á vegum liffræðistofnunar
Háskólans, hófust i fyrra og
voru þá rannsakaðar fjörur frá
Keflavik að Straumsvik.
l>á var lcitað til tiu sveitar-
félaga um styrk til rannsókn-
anna, og veittu þau öll styrkinn
að tveimur undanskildum og
var Reykjavik annað þeirra.
Liffræðistofnunin hefur ný-
lega sótt aftur um styrk frá
þessum sveitarfélögum og hefur
þegar borist svar frá Reykja-
vikurborg, þar sem hún telur
ekki unnt að verða við beiðninni.
„Reynt verður að halda rann-
sóknunum áfram i sumar, en
framhaldið er þó óvist með öllú,
og fer það eftir þeim fjárstyrk
sem við fáum. Með þessum
rannsóknum er unnt að leggja
bakgrunn að skipulagðri notkun
fjörusvæðanna, og yrði það við-
komandi sveitarfélögum til
mikils gagns við ákvarðanir i
framtiðinni.
Þekking okkar á þeim fjöru-
svæðum, sem rannsökuð voru i
fyrra, jókst stórkostlega og
margt nýtt kom i ljós. Niður-
stöðurnar hafa ekki verið
teknar saman endanlega ennþá,
en meiningin er að setja þær
fram i kortum er sýna tegundir
og útbreiðslu,” sagði Agnar
Ingólfsson.
Svipaðar rannsóknir, en þó
ekki eins itarlegar, voru unnar i
fyrra á fjörum á nokkrum stöð-
um við Faxaflóa og Breiðafjörð
og var það að nokkru i samhengi
við náttúruminjaskráningu
Náttúruverndarráðs.
Frumvarp um breytingu ó Húskólalögum:
Aukin óhrif stúdenta og
starfsmanna á stjórn Hl
— Það má vera, að
þessar breytingar verði
umræddar en hvað sem
timinn kann að leiða i
ljós, þá tel ég að með
þessu sé valin skyn-
samleg leið til úrbóta,
sagði Guðlaugur Þor-
valdsson háskólarektor i
samtali við Visi um nýja
Háskólafrumvarpið. Er
hér farinn nokkur milli-
vegur milli þess sem nú
er, og þvi sem tiðkast
viða erlendis.
Meginbreytingarnar
eru þriþættar. Vissar
breytingar eru gerðar á
stjórnsýslu háskólans,
stofnun nýrrar deildar
og breytt prófdómara-
fyrirkomulag.
Fjölgun stúdenta og
starfsmanna i háskóla-
ráði
Stjórnsýslubreytingarnar eru
þrjár að sögn rektors. Fyrst og
fremst verður háskólaráð öðru-
visi samansett en áður. Sam-
kvæmt frumvarpinu verður það
skipað rektor, deildarforsetum,
sem verða átta með tilkomu nýju
deildarinnar, og fjórum fulltrúum
stúdenta i stað tveggja nú. 1
þriðja lagi verður sú breyting á,
að kennurum fjölgar. Meðtaldir
þeim eru starfsmenn stofnana
Háskólans. Kjósa þessir aðilar
tvo fulltrúa. Þannig skipa Há-
skólaráð, ef frumvarpið nær fram
að ganga, alls fimmtán manns i
stað ellefu samkvæmt núgildandi
fyrirkomulagi.
— Ég er þeirrar skoðunar, þótt
ég sé ekki hlynntur þvi að fjöl-
mennir hópar séu að ráðskast
með málefni einstakra stofnana,
að þessi fjölgun gefi viss fyrirheit
um möguleika á aukinni starfs-
skiptingu, sagði rektor.
Allir fá beinan atkvæðis-
rétt i rektorskjöri
Hitaveita
í Borgarnes
Undirbúningsframkvœmdir hafnar
— Hitaveitumálin hjá okkur
standa þannig, aö við erum aö
athuga meö hitaveitu frá Deild-
artungu eöa Kleppjárnsreykj-
um i Kcykholtsdal, sagði liún-
bogi Þorsteinsson, sveitarstjóri
i Borgarnesi i samtali við Visi.
— Þessi hitaveita er liugsuö
fyrir llvanneyri, Borgarnes og
allmörg sveitabýli i leiöinni,
sagöi hann ennfremur.
Húnbogi kvaö þessa leið um 33
km langa og þess vegna er jafn-
framt verið að kanna hvort ekki
megi ná i vatn eitthvað nær.
— ítarlegar rannsóknir fara
Iram á Bæ i Bæjarsveit, sagði
Húnbogi. Likleg niðurstaða
þeirra rannsókna er, aö nægjan-
legt vatn megi fá þaðan. Um 8
km styttri leið er að fara og
kostnaðurinn mundi minnka um
60 til 70 milljónir ef vel tekst til
með borun þarna.
Sagði hann undirbúning vera i
lullum gangi og stæðu vonir til
að borun gæti hafist i mai.
— Samkomulag hefur tekist
um vatnsréttindi við hluta af
landeigendum, bætti hann við,
og samningar viö aðra eru á
lokastigi. Ef allt gengur vel ætti
hitaveitan að vera komin i
gagnið 1978.
— Fjármögnun framkvæmda
cr mjög i óvissu, sagði hann.
Reyndar er hún algerlega háð
lyrirgreiðslu yfirvalda um lán-
veitingar.
-- Við munum að sjálfsögðu
brýna rikisstjórnina á stefnu-
ylirlýsingu hennar um að orku-
málin hal'i algeran forgang,
sagði Húnbogi Þorsteinsson.
—VS
önnur stjórnsýslubreytingin er
á rektorskjöri. Atkvæðisrétt eiga
að hafa allir fastir kennarar við
Háskólann og háskólamenntaðir
starfsmenn stofnana skólans. Þá
fá allir stúdentar atkvæðisrétt.
Eiga þeirra atkvæði að vega
þriðjung i heild.
— Með þessu móti fá allir bein-
an atkvæðisrétt, sagði rektor.
Það fer svo eítir þátttöku
stúdenta i kjörinu hvað hvert eitt
atkvæði vegur mikið en saman-
lögð gilda þau að þriðja hluta.
Þriðja breytingin er svo fólgin i
hver aðild stúdenta verður i
stjórn deilda og skora við Háskól-
ann.
Félagsvisindadeild.
— Þriðja meginbreyting frum-
varpsins felur i sér stofnun nýrr-
ar deildar við skólann, félagsvis-
indadeild, sagði Guðlaugur Þor-
valdsson, rektor. Tel ég þá breyt-
ingu verða til mikilla bóta, þvi
hún mundi létta miklu af heim-
spekideildinni, sem orðin er alltof
stór.
Sálarfræði, uppeldisfræði og
bókasafnsfræði eiga að flytjast
yfir i hina nýju deild samkvæmt
frumvarpinu. Þegar kennsla i fé-
lagsráðgjöf kemst á laggirnar á
sú kennsla að fara einnig fram i
hinni nýju deild.
—VS