Vísir


Vísir - 31.03.1976, Qupperneq 5

Vísir - 31.03.1976, Qupperneq 5
í Astin blómstrar hjá hugstola fólki. Lucia og Max (Charlottc Rampling og nirk Bogarde) njóta ástar- innar innilokuð á heimili Max. SÁLARVÖRÐURINN stjörnu- kíkirinn ____________J Ilafnarbió ★ ★ ★ ★ The Night Porter (N æturvörðurinn) Bandarisk, itölsk, 1974 leikstjóri Lilian Cavani Hvernig geta ómennskir menn lifað i borgaralegu þjóð- félagi? Hvernig geta fyrrver- andi SS foringjar Þriðja rikisins aðlagast borgaralegu lifi og stundað venjuleg störf, þar sem þeir hafa ekkert ofurvald yfir mannskepnunni? Þessum spurningum og mörgum fleiri er varpað fram i The Night Porter. Reynt er að skyggnast bak við grimu eins foríngjans Max (Dirk Bogarde), sem er næturvörður á hóteli i Vin á sjötta áratugnum. Hann hefur reynt að innibyrgja sektarkennd sina með þvi að sökkva sér i starf sitt. Hann kaus næturvarðarstarfið, þvi eins og hann segir, skammast hann sin i dagsljósinu. Hann vill lifa einn og ótruflaður, fá frið. En svo er ekki. Aðrir þýskir foringjar úr SS halda með sér reglulega fundi, sem þeir kalla réttarhöld. Þar kryfja þeir for- tið sina til mergjar i tvennum tilgangi, til þess að eyða sektar- kenndinni og einnig til að draga fram i dagsljósið vitni, sem gætu reynst þeim hættuleg og ,,koma þeim fyrir”. Einn daginn koma hjón á hótelið til Max og reynist konan vera stúlka úr fangabúðunum, sem Max hafði gert að ástmey sinni. Þeim verður mikið um þessa endurfundi og brugðið er upp svipmyndum úr fangabúð- unum. þar sem Max pyndar stúlkuna, Luciu (Charlotte Rampling). Eiginmaður Luciu leitar hennar og hefur fengið lögregl- una i lið með sér og nasista- félagar Max leita hans. Eina leiðin sem þau geta valið sér er að mynda sinn eigin heim og þau loka sig þvi inni i ibúð Max. En að lokum sverfur hungrið að, þvi félagar Max girða fyrir það að hann fái mat- væli og auk þess loka þeir fyrir ljós og hita, þannig að lokum er ekki nema um eitt að velja... i auglýsingu Hafnarbiós er vitnað i Newsweek og sagt að Siðasti tangó i Pris hverfi i skuggann fyrir þessari mynd. Þess vegna leggja ansi marg- ir leið sina i Hafrrarbió i trausti þess að sjá mergjaða klám- mynd. Vafalaust verða þessir menn fyrir vonbrigðum, þvi temað i myndinni er lifsfirring uppgjafarnasistaforingja en ekki klám. Leikur þeirra Bogarde og Rampling er hreint frábær og hrein synd að Bógarde skuli ekki hafa fengið fleiri hlutverk, þar sem hann fær tækifæri til að túlka tilfinningar, en raun ber vitni um. Auk þess er myndin vel unnin, vel klippt og sumar tökur skemmtilegar, sem undir- strika andlega eymd foringj- anna. Ef þú viltsjá góða mynd (ekki klámmynd), sem skilur mikið eftir sig, skaltu leggja leið þina i Hafnarbió Laugarásbíó Waldo Pepper ★ ★ ★ ★ Háskólabíó Nashville ★ ★ ★ Bæjarbió Exorcist ★ Tónabíó Lenny ★ ★ ★ ★ Haf narbíó Næturvörðurinn ★ ★ ★ ★ Þegar eiginmaðurinn yfirgef- ur hótelið á leið til Berlinar, ákveður Lucia að verða eftir. Max og hún hittast og þau taka upp kvalalostaleikina, sem þau höfðu stundað fyrir strið, en i ljós kemur að tilfinningar þeirra rista mun dýpra og þau eru ástfangin hvort af öðru. Pirk Bogarde og Gabriele F'er- zetti i hlutverkum sinum i The Night Porter. Þeir leika þar báðir fyrrverandi SS-foringja. A þessari mynd er verið að undir- búa ..réttarhöldin” yfir Max, þar sem hann er neyddur til að rifja upp reynsiu sina úr strið- inu gegn vilja hans. Endurminningar úr striðinu þyrlast upp þegar Max og Lucia hitt- ast aftur óvænt. i fangabúðunum var Lucia ung stúika, sem SS- foringinn Max, gerði að ástkonu sinni og þröngvaði henni til fylgi- lags við sig, svo hann fengi útrás fyrir kvalalosta sinn. LAUGARAS B I O Sími 32075 Viðburðarrik og mjög vel gerð mynd um flugmenn, sem stofnuðu lifi sinu i hættu til þess að geta orðið frægir. Leikstjóri: George Roy Hill. Sýnd kl. 5 og 9. Bófinh með bláu augun Ný kúrekamynd i litum með ISLENSKUM TEXTA. Sýnd kl. 7 og 11. Blóðsugu sirkusinn Ný, bresk hryllingsmynd frá Hammer Production i litum og á breiðtjaldi. Leikstjóri: Robert Young. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ISLENZKUR TEXTI Klute Æsispennandi og mjög vel leikin, bandarisk kvikmynd i litum og Panavision. Aðalhlutverk: Jane Fonda (fékk Oscars-verðlaunin fyr- ir leik sinn i myndinni) Donald Sutherland. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. ISLENSKUR TEXTI Valsinn Les Valseuses Heimsfræg djörf ný frönsk kvikmynd i litum. Aðalhlut- verk: Gérard Pepardieu, Patrick Dewacre, Miou- Miou. Bönnuð innan 16 ára. The Conversation Mögnuð litmynd um nútima- tækni á sviði, njósna og simahlerana i ætt við hið fræga Watergatemál Leikstjóri: F'rancis Ford Coppola (Godfather) Aðalhlutverk: Gene Hackman islenskur texti Sýnd kl. 5, 7 og 9 TÓZVABÍÓ Simi31182 Voru guðirnir geimfarar Chariots of the Gods Þýzk heimildarmynd með ensku tali. Myndin er gerð eftir metsölubók Erichs von Pauiken með sama nafni. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 5 Per ÍSLENZKUR TEXTI. Ný dönsk djörf sakamála- kvikmynd í litum. Leikstjóri: Erik Crone. Aðalhlutvcrk: Ole Ernst, Fritz Helmuth, Agneta Ek- manne. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sími: 16444. Næturvörðurinn Viðfræg, djörf og mjög vel gerð ný itölsk-bandarisk lit- mynd. Myndin hefur alls staðar vakið mikla athygli, jafnvel deilur, en gifurlega aðsókn. I umsögn i blaðinu News Week segir: Tango i Paris er hreinasti barna- leikur samanborið við Næturvörðinn. Dirk Bogarde, Charlotte Rampling. Leikstjóri: I.iliana Cavani. ISLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11,15. LEIKHÚS u-.iki-liac; KIT K|AVÍKl IR 3* 1-66-20 VILLIÖNDIN i kvöld kl. 20,30. 6. sýn. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR fimmtudag. — L’ppselt. SAUMASTOFAN 40. sýn. Föstudag kl. 20,30. EQUUS 25. sýn. laugardag kl. 20,30. KOLRASSA sunnudag kl. 15. VILLIÖNDIN sunnudag kl. 20,30. 7. sýn. Græn kort gilda. SKJALDHAMRAR þriðjudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til 20,30. Simi 1-66-20. [þjóðleikhúsib] NATTBÓLID i kvöld kl. 20 föstudag kl. 20 SPORVAGNINN GIRND fimmtudag kl. 20. Næst siðasta sinn. KARLINN A ÞAKINU föstudag kl. 15. Uppselt. laugardag kl. 15. Sunnudag kl. 15 CARMEN laugardag kl. 20 Litla sviöið: INUK fimmtudag kl. 20,30. Miðasala 13,15-20. Simi 1-1200. Leiktéfag Kópavogs Barnaleikritið Rauóhetta syning fimmtudag kl. 8.30 laugardag kl. 3. Miðasala sýningardaga. Simi 41985. LEIKFÉLAG SELTJ ARNARNESS. Illauptu af þér horniu sýning i Félagsheimili Sel- tjarnarness i kvöld kl. 20.30 fimmtudag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 Miðasala frá kl. 5 sýningar daga.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.