Vísir - 31.03.1976, Side 10

Vísir - 31.03.1976, Side 10
10 Miðvikudagur 31. mars 1976. vism Klippingar - Klippingar Klippum og blasum hórið •• Hárgreiðslustofan VALHOLL Laugavegi 25. Siini 22158 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 1., 3. og 5. tbl. Lögbirtingabiaðs 1975 á Blesugróf 19, þingl. eign Bjarna Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík o.fi. á eigninni sjálfri, föstudag 2. april 1976 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4-7 ^ 13125.13126 Þátttaka almennings í stofnun hlutafélags Þórður Gunnarsson iögfræðingur skrif- Inngangur Stofnun hlutafélags fer ýmist fram innan þröngs hóps tiltek- inna stofnenda og manna, sem stofnendur bjóða hluti i fé- laginu, eða með almennu útboði á hlutum. Fyrri aðferðin hefur verið langsamlega algengust hérlendis en þó eru þess dæmi að almenningi hafi verið gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutum vegna stofnunar hlutafélags. Hlutafélög hafa alls staðar sama meginmarkmið þ.e. að reyna að fyrirbyggja að þetta félagsform verði notað til mis- ferlis i fjármálum. Slikt misferli getur m.a. beinst að væntan- legum hluthöfum og stofnend- um. Eftir að viðkomandi hluta- félag hefur verið skráð eiga menn þess kost að kynna sér ýmis merinatriði varðandi fé- lagið i viðkomandi hlutafé lagskrá en fram til þess tima er félagið er skrásett horfir málið öðruvisi við. 1 grein þessari verður ein göngu fjallað um á hvern hátt islensku hlutafélagalögin reyna að vernda hagsmuni almenn- ings, sem boðið er-að skrá sig fyrir hlutum vegna stofnunar hlutafélags. Markmið þessara ákvæða er að tryggja að al- menningur eigi þess kost að kynna sér réttarlega og fjár- hagslega stöðu félagsins og jafnframt hvaða kostir eða áhætta séu'samfara þátttöku i stofnun þess. óheimilt er að leita til almennings um hluta- fjárframlög, nema þessum reglum sé fylgt. Ákvœði hluta- félaga 1 7. gr. 1. gr. nr. 77 frá 27. júni 1921 um hlutafélög segir, að sé almenningi veittur kostur á að skrifa sig fyrir hlutum i félagi skuli það gert með opinberri auglýsingu (boðsbréfi). 1 boðs- bréfi skal greina: 1. Nákvæmt ágrip stofnsamn- ings. Stofnsamningur er skrif- legur samningur manna um stofnun hlutafélags. 1 honum skal m.a. greina i hvaða skyni félagið eigi að stofna, hversu mikið hlutafé sé ákveðið, kostn- að af stofnun félagsins þ.á.m. þóknun handa stofnendum sjálf- um, hvort nokkrum hlutum i f- élaginu skuli fylgja sérréttindi, hvort hluthafar skuli sæta inn lausn á hlutum sinum, hvort skorður séu reistar við heimild hluthafa til framsala eða veð- setningar hlutabréfa, hvort fé- lagið eigi að taka við atvinnu annars manns eða eignum, og ef svo er, þá með hvaða kjörum, hvernig andvirði þeirrar at- vinnu eða eigna sé ákveðið og hvort það skuli greiða með hlutum i félaginu eða með öðr- um hætti. 2. Ákvæði samþykkta, ef gerðar hafa verið, um atkvæðis- rétt hluthafa. 3. Hverjir séu stjórnendur fé- lags og endurskoðendur, ef þeir hafa verið kosnir. 4. Hversu mikið hlutafé sé þegar fegnið og hversu miklu eigi að safna með þessum hætti. 5. Hver sé upphæð hluta og gengi þeirra, þ.e. hvort greiða skuli nafnverð eða einnig ein- hvern gengisauka. 6. Hvar og hversu lengi sé kostur aðkrifa sig fyrir hlutum og hvaða ákvæði séu sett þar um að öðru leyti. 7. Hvernig með skuli fara, ef fram kynni að verða lagt meira fé en ákveðið var að safna. 8. Hvernig birta skuli árangur af hlutafjársöfnuninni. 9. Hvar og hvenær stofnsamn- ingur, samþykktir félagsins, ef gerðar hafa verið, og önnur skjöl séu til sýnis. Birta skal árangur hlutafjár- söfnunar Ekki má taka lengri tima en sex mánuði, frá dags.boðs bréfs, að safna þvi hlutafé, sem lægst var tiltekið i boðsbréfinu. Birta skal árangur hlutafjár- söfnunarinnar innan 2 mánaða frá þvi að hlutafjársöfnuninni lauk. Ef ekki hafa fengist loforð um framlög þess hlutafjár, sem lægst var tiltekið i boðsbréfinu, áður en áskriftarfrestur er liðinn, eru öll loforð um hluta- fjárframlög úr gildi fallin og áskrifendum er í þvi tilviki ekki skylt að greiða neinn kostnað, nema svo hafi verið tilskilið i boðsbréfinu. Hafi viðkomandi þegar greitt eitthvað er það afturkræft með sparisjóðsvöxt- um frá greiðsludegi. Fáist hins vegar loforð um framlög þess hlutafjár, sem lægst var tiltekið i boðsbréfi, áður en áskriftarfrestur er liðinn, er heimilt að halda áfram hlutafjársöfnun næstu 4 mánuði, uns það hlutafé er fengið er hæst var tiltekið i stofnsamningi. Hafi hlutafjársöfnunin tekist eiga stofnendur eða stjórn að boða áskrifendur til fundar. A þeim fundi er endanleg afstaða tekin til stofnunar félagsins. Fé- lagið er þá löglega stofriað nema fundarmenn er ráða yfir helm- ingi hlutafjárins eða meir, felli tillögu i þá átt. Um rétt áskrif- enda i sliku tilviki fer eins og áður sagði, þegar ekki tekst að safna lágmarki hlutafjárins. 1. 53. og 54. gr. 1. gr. 77/1921 er refsing lögð við þvi, að stofn- endur herma visvitandi eða af stórkostlegu gáleysi rangt eða villandi frá i boðsbréfi. Um skaðabótaábyrgð stofnenda fer eftir almennum skaðabótaregl- um. Niðurlag Það er full ástæða til að brýna fyrir almenningi að skrá sig ekki fyrir hlutum i félagi nema framangreindum reglum hluta- félaganna um boðsbréf sé fylgt. Eins og áður sagði eru þessi ákvæði sett með hagsmuni al- mennings fyrir sjónum og markmið þeirra að reyna að fyrirbyggja að hlutafélaga- formiðsénotaðtilmisferlis i fjár málum. Þórður Gunnarsson \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.