Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 21.04.1976, Blaðsíða 2
Ragnheiöur ólafsdóttir, fóstru- nemi.Tvimælalaust flokkasvigið, þar rikti svo mikil keppni. Það hefði verið gaman að hafa brun- keppni, þó það hafi vissar hættur i för með sér. A AKUREYRI r Hváða grein á nýafstöðnu skíðalandsmóti fannst þér skemmtilegust? Baldvin Stefánsson, járnsmiöur. Boðgangan, bæði vegna þess að það var mjög gott veður meðan á henni stóð,nú svo keppti ég þar. Einar Gunnarsson, vcrslunar- maður. Flokkasvigið, þar var mest spenna. Hver maður i liðinu er svo mikilvægur fyrir heildina. Karolina Guömundsdóttir, hús- móöir. Svigið, þar fannst mér mesta spennan. Annars ætti endi- lega að keppa i bruni þar sem að- stæður leyfa. tvar Sigmundsson, hótelstjóri. Flokkasvigið. Það er raunveru- lega 5 einstaklingskeppnir, en málið ekki búiö þó einn komist klakklaust niður. Hermann Sigtryggsson, móts- stjóri. Þvi miður get ég ekki dæmt um það þar sem ég sá að- eins eina grein, stökkið. Ég var allan timann i stjórnstöðinni og heyrði þvi bara frá mótinu en sá það ekki. Miövikudagur 21. aprll 1976 VISIR ,Hryggileg mistök oð nota svartolíu' Unnið aö viögerö i vélinni á skuttogaranum Brettingi. Getur þaö hugsast aö bilun þessi stafi aö þvl aö togarinn brennir svartollu? „Reynslan af svart- olíunni er að minum dómi þannig að ljóst er að um hryggileg mis- tök er að ræða. Mistök, sem ekki þurfti að fara út i.” Þetta sagði Halldór Þorbergsson kennari i Vélskólanum i samtali við Visi. Skuttogarinn Brettingur lá þá i höfn vegna vélarbilunar. Er það álit ýmsra að það sé vegna þess að togar- inn brenni svartoliu. Vélum Brettings var breytt þannig að togarinn getur nú brennt svartoliu. Sú breyting var framkvæmd i júli siðast- liðnum. Einnig var á hliðstæðan hátt breytt vélum i systurskip- um Brettings það er japönsku togurunum svonefndu. Er við höfðum samband við skipstjórann og vélstjóra á Brettingi kváðust þeir ekki geta fullyrt hvort um væri að kenna þvi að notuð væri svartolia. Sögðu þeir að menn skiptust i tvö horn hvað það snerti. Hins vegar sögðu þeir að ventlar Brettings væru nú i rannsókn hjá Rannsóknasofnun iðnaðar- ins i Keldnaholti. „Við þurftum ekki að fara út i þetta, við höfum siæma reynslu fyrir okkur hjá öðrum þjóðum” sagði Halldór. „Við erum eina þjóðin i Evrópu sem gerir þessa hluti i fiskiskipum sinum. Þetta ævintýri á eftir að kosta okkur ærinn pening. Það er langt frá þvi að vera forsvaran- legt að rýra notagildi skipa- stólsins og stórskemma vélar skipsins. Ég tel að það ráði annarleg sjónarmið hjá þessum mönnum sem að þessu standa. Þeir gefa sig út sem sérfræðinga, en ég tel að þeir geti engir titlað sig sem slika. Þeir hafa enga reynslu af keyrslu véla. Enginn þeirra hefur verið vél- stjóri til sjós. Hins vegar er skrifum þeirra ungað út af sjávarútvegsráðuneytinu, svo að með eindæmum er. Tilraunir með endem- um Svartoliunefnd hefur sagst vera að gera tilraunir. Ef al- vara hefði fylgt þeim hefði verið reynt að fá samanburð. En ekki að skipta um i öllum japönsku togurunum 10. En við eigum hins vegar sam- anburð annars staðar frá. Það eru togararnir ögri og Vigri. Þeir eru með disel vélar sem hafa verið keyrðar i 20 þúsund tima, og hafa þær gengið eins og klukkur . Rafmagnsveiturnar á Akur- eyri eiga hins vegar sams konar vél sem keyrð er með svartoliu. Hún er búin að eyðileggja 18 út- blásturslokur eftir 1870 tima, en engin hefur farið i ögra og Vigra. Falskt verð Þegar þessir menn reikna, þá taka þeir alltaf falskt verð á oli- unni. Hinn raunverulegi mis- munur oliuverðsins eins og það er i Evrópu er 24 til 26%. Annar mismunur er bara heimatilbú- inn. Meðan við búum við meiri mismun er einungis verið að greiða niður svartoliuna. Krafan er, að mennirn- ir verði stoppaðir Narfaævintýrið sem byrjaði um áramótin 1968 til 1969 er sorgarsaga frá upphafi. Þarf ekki annað en miða við jafn- gömul skip sem notuðu áfram svartoliu. Eimskip hefur svartoliu að- eins i þremur skipum sinum. Ef sparnaðurinn er jafn mikill og svartoliunefnd vill vera láta er Eimskip auðvitað að fremja hneyksli. Krafan er auðvitað sú að þessir menn verði stoppaður áður en þeir vinna milljóna tjón. Hæpinn sparnaður Túrbinan sem fór i Brettingi kostar um þrjár milljónir króna. Ofan á þetta leggst siðan aflatjón. Til viðmiðunar má geta að svartoliunefnd telur sparnaðinn við að nota svartoliu vera um 6 milljónir á ári Hins vegar er það ekki fyrr en i júli sem ár er liðið siðan vélum Brettings var breytt þannig að hægt væri að brenna i þeim svartoliu. —EKG Konungsríkið og— skemmtiiðnaðurinn Kvikmyndaiönaöinum er ekkert heilagt. 1 Hoilywood hefur biblian i heild veriö lögö til grundvallar kvikmynda- handriti og slðan filmaö meö þúsundum leikara, eins og vinsælt var að tiunda á dög-~ um Cecil B. DeMille, Warner- bræðra og Howard Hughes. Eitt þessarar s tó rm yn da r fy r- irbæra var sýnt um pásk- ana i sjónvarpinu en látið duga að styðjast við nýja testa- mentið einvöröungu. En þeir eru fleiri en liönir kvikmynda- jöfrar Hollywood, sem llta hýru auga til frásagna úr bibliunni. Danir hafa undanfariö átt ibasli út af hugsanlegu rikisfra ínlagi til kvikmyndar um krist, sem felld hefur veriö að skandi- naviskum siögæöishug- hugmyndum. Kannski veröum við islendingar svo þróaöir sið- ferðislega seinna meir, að ekki þyki tiltökumál að sýna þá mynd i sjónvarpi - þó varla á páskum fyrr en skandinaviskt uppeldi islenskra mennta- manna er fariö að segja til sin innan þjóðkirkjunnar. Margt af þvi sem skemmti- iönaöurinn, þar meö taldar kvikmyndir, framlciöir fyrir til- finningamarkaðinn, er þess eðlis, að betur á við hvatir mannsins, eins og ætla mætti að þær hafi verið áður en hann gerðist homo'erectus, og er þá tekið mið af hrossum, kindum og nautpeningi. Mest ber á of- beldi og kynmökum án nokkurrar tilfinningar fyrir æðri skynvitund, og eru raunar engin viöbrögð i þá átt ókönnuö nema ef vera skyldi aö láta aukaleikarana bita gras á hvanngrænni garðflötinni fyrir framan hús aðalleikaranna á meðan þeir gamna sér innan veggja. Hafi veriö reynt að hindra þessa þróun, og hiö til- finningalega afturhvarf til frumskógarins, hafa kaupa- héðnar á markaöstorgi holdsins öskrað á frelsi meö þeim árangri að allt hefur veriö gefið laust, nema þá rikisframlag dana til klámmyndar um krist, sem þó, samkvæmt öllum fyrri forleiknum, ætti aö fást án mikils hávaöa um .sósialan” rétt kvikmyndaframleiöandans. Miöaö viö jarðsöguna er ævivist mannsins á jöröinni næsta stutt orðin. Á þessari ævitíö hafa oröiö tveir stórvið- buröir, sem hafa gert manninn aö herra jarðarinnar, og gætt hann þeirri ofurmennsku- hugmynd, aö honum sé sjálf- skapað lif eftir dauðann. Hinn fyrri viðburöurinn átti sér staö, þegar maðurinn byrjaði aö ganga uppréttur og greindi sig þar með frá öðrum dýrum merkurinnar. Siðan leið langur timi, uns maðurinn fór aö trúa á stokka og steina og byggja sér hugarheim um skurðgoð og dýr, eins og ketti og hunda. Hernaður og hetjusagnir leiddu af sér loftkenndari guði, sem lifðu og hræröust i krafta- verkum og endurfæðingum. Hér var vopndauöinn æösta miö um skeiö. En mitt i þcssari helgöngu fæddist kristur til aö stofnsetja þaö konungsriki bræöralagsins og misk- unarinnar, sem enn varir og hefur gætt manninn siðferð- isvitund, sem skapar eigi siðri þáttaskil en þau aö ganga uppréttur. Margir hafa komið siðan og viljað frelsa heiminn, eða a.m.k. leggja hann undir sig. Riki þeirra hafa komið og farið eins og leiftur. Þeirra sér hvergi stað. En riki krists heldur áfram að vera til, einnig i samtimanum hvaö sem liður dönsku rikisframlagi, banda- riskum stórmyndum eða þeim guðum, sem eru komnir i stað þeirra sem Pontíus PDatus trúði á, og nú heita Marx, Lenín og Stalin. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.