Vísir - 21.04.1976, Síða 8

Vísir - 21.04.1976, Síða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö (Juömundsson Ititstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Itagnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurvcig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. fþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. Úllitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo Anglýsingar: Ilverfisgötu44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: llverfisgiitu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumóla 14. Simi86611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Siglufjarðarmálið Flokksræðishugarfarið hefur í mörg ár gegnsýrt islenskt þjóðfélag. Engum hlöðum er um það að fletta, að ritskoðunartilhneigingum vex stöðugt fiskur um hrygg i skjóli flokksræöisins. Þessi þróun er sannarlega bein ögrun við frjálsa skoðana- myndun og sjálfstæðar þjóðmálaumræður i landinu. Stjórnmálamenn hafa með lýðskrumi villt mönnum sýn. Þeir eru fjölmargir, sem hreinlega átta sig ekki á þeim grundvallaratriðum, sem frjálst lýðræðisþjóðfélag byggir á. Afleiðingar lýðskrums og æsistefnu stjórnmála- manna komu skýrast fram i gær, þegar starfsmenn fjarskiptastöðvar landssimans á Siglufirði neituðu blaðamanni Visis, sem staddur er um borð i breskri freigátu, að senda fréttir til blaðsins. Þegar bretar fara með flota sinn inn i íslenska fiskveiðilögsögu til þess að hindra eðlilega fram- kvæmd löggæslu, eigum við að sjálfsögðu ekki að auðvelda þeim þann leik á neinn hátt. Þetta á hins vegar ekkert skylt við frjálsan fréttaflutning. Þjónusta við bresk herskip og frjáls frétta- flutningur er sitt hvað. Það er fyrst og fremst vegna lýðskrums stjórnmálamanna, að jafnvel grand- varir opinberir starfsmenn gera ekki greinarmun hér á milli. Visir ákvað að senda fréttamann með breskri freigátu i þvi skyni að fylgjast með landhelgis- átökunum frá þvi sjónarhorni. Ritstjórn blaðsins taldi rétt að islenskir blaðalesendur fengju kost á að lesa frásagnir islensks blaðamanns frá breskum vettvangi, en fram til þessa höfum við einvörðungu fengið þaðan frásagnir útlendinga. Engin vandkvæði voru á að koma fréttaskeytum frá herskipinu i gegnum fjarskiptastöðina i Reykja- vik. En um leið og skipið var komið austur fyrir land og treysta þurfti á fjarskiptastöðvar utan Reykjavikur skall ritskoðun á. Lýðskrumarar i hópi stjórnmálamanna hafa innrætt fólki þá trú, að i þessum efnum megi aðeins ein rödd heyrast. Embættisleg yfirstjórn landssimans er andvig þessari ritskoðunarstefnu, en hún fær ekkert við ráðið. Stjórnvöld virðast skorta bæði kjark og áhrifavald til þess að tryggja hagsmuni sjálf- stæðrar fjölmiðlunar i landinu. Firrur lýðskrumsins eru allsráðandi. í gær óskaði Visir eftir að fá birta auglýsingu i Rikisútvarpinu, þar sem sagði, að blaðamaður á vegum blaðsins væri um borð i breskri freigátu. Auglýsing þessi var bönnuð á grundvelli þeirrar flokksræðisreglugerðar, sem gildir fyrir auglýsing- ar i útvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt reglum þeim sem stjórn- málaflokkarnir hafa i sameiningu sett og þeir i bróðerni standa vörð um falla auglýsingar af þessu tagi undir stjórnmálaáróður. Þær stofna óhlut- drægni útvarpsins i hættu að mati stjórnmála- flokkanna. Þessi tvö dæmi, sem hér hafa verið nefnd sýna glöggt, að við stöndum frammi fyrir verulegri hættu i þessum efnum. Flokksræðishugarfarið er að höggva að rótum sjálfstæðrar skoðanamyndunar i þjóðfélaginu. Siglufjarðarmálið er vissulega próf- steinn á það, hvort rikisstjórn landsins getur tryggt hagsmuni sjálfstæðra fréttastofnana. Um viljann þarf vonandi ekki að spyrja. Miövikudagur 21. april 1976 vism Þau tuttugu og fjögur ár, sem Elisabet englandsdrottning hefur setiö i hásæti, hefur hún mátt horfa á breska heimsveldiö molna niöur, fjárhirslur rikisins tæmast og efnahagskreppuna veröa að föstum þætti i dagfari breskra þegna. öörum þjóðhöföingjum hefur veriðvelt ú sessi á þessum tíma. Allt frá Farúk, konungi Egypta- lands, til Haile Selassie, keisara Eþiópiu. — Hásæti Elisabetar hefur hinsvegar ekki haggast. Þegar hennar hátign, sem er fimmtug i dag, litur yfir farinn veg, má hún samt sæmilega viö una. Sú félagslega bylting, sem oröið hefur á veldistima hennar, heföi áreiöanlega bylt hásæti margra annarra konunga, sem samt státa sig af meiri völdum en bretadrottning. Jafnvel meöal allra róttækustu vinstrimanna finnst ekki sá, sem er óánægður með, hvernig Elisabet hefur leyst drottningar- hlutverk sitt af hendi þessi tuttugu og fjögur ár. En afmælið vekur upp að nýju þann kvitt, sem kom upp um að drottningin kynni áður en langt um liöur að afsala sér völdum og láta kórónuna i hendur rikis- arfanum, hinum 27 ára gamla syni sinum Charles prins. Sjálf hefur drottningin ekkert látið uppi um, að hún hefði neitt slikt í huga en þeir sem fylgjast hvað fastast með konungsfjölskyldunni bresku, telja þetta ekki fráleitt. Sumir þeirra álita meira að segja, að dagurinn hafi verið ákveðinn, sem þjóðhöfðingja- skiptin skuli fara fram. Það er hald þeirra, að drottningin vilji einungis biða þess, að krón- prinsinn kvænist. Konungsfjölskyldan er bretum hugstæð, eins og á við um þegna konungsrikja yfirleitt. Jafnvel málgögn vinstrisinna, eins og „The New Statesman”, fylgjast af gaumgæfni með hverri hreyf- ingu hennar. — Það blað viðraði nú fyrir skemmstu hugmyndina um að Charles prins leysti móður sina af hólmi og taldi heppilegast að biða þess, að hann hefði náð fullum þroska og fullorðinsaldri. Drottning i skrautvagni sinum á leiö til setningar þingsins. Drottningin hefur mikiö yndi af hestum Elizabet II bretadrol Þeir fengu viöurkenningu fyrir aö vera söluhæstir I febrúar. F.v. Björgvin Hólm var i ööru sæti, Jón Gislason i fyrsta sæti og Vig- lundur Magnússon i þriöja sæti. Dug- miklir sðlu- menn Fimm strákar fengu nýlega viöurkenningu hjá Visi fyrir að vera söluhæstir i febrúar og marsmánuðum. Einn þeirra, Björgvin Hólm, var næsthæstur i febrúar og i mars haföi hann selt mest af öllum sölubörnun- um. Geri aörir betur! Rétt er að taka það fram að- þar sem þeir Auðunn Gestsson og óli Þorvaldsson hafa blaða- söluna að atvinnu taka þeir ekki þátt i samkeppninni, en þeir eru alltaf söluhæstir. Þessir strákar voru duglegastir viö aöselja Vísi i mars. Þeir eru f.v. Kristján Pálsson, sem varð i ööru sæti, Björgvin Hólm haföi sótt i sig veðriö og var nú i fyrsta sæti og Guöjón Einarsson varð I þriðja sæti. — Ljósm. Jim.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.