Vísir - 21.04.1976, Page 11

Vísir - 21.04.1976, Page 11
VISIR Miðvikudagur 21. april 1976 Um niðurlœgingu bresks efnahagslífs — Síðari grein Röng stjórnarstefna Oóbyrg verkalýðsforysta íhaldssamir atvinnurekendur • Bretar hafa tekið þátt i flestum helstu striðum siðustu ár- hundruð og haía að jafnaði borið hærri hlut. Nú virðast þeir vera á góðri leið með að tapa friðnum. Það er nokkuð til i þvi, þegar þeir segjast betur hafa tapað siðasta striði þvi þá hefðu þeir en ekki þjóðverjar fengið verksmiðjur sinar endurnýjaðar fyrir erlent fé. • Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, þvi erfiðleikar þeirra nú eru að mestu sjálfskaparviti, af- leiðingar rangrar stjórnarstefnu, óábyrgrar verkalýðsforustu og andvaraleysis og ihaldsemi stjórn enda breskra fyrirtækja. Tvennt það siðarnefnda gerði ég mér að umtalsefni i fyrri grein minni um þetta efni, en endaði með að segja að höfuðábyrgðina á óförum breta bæru stjórnmálamenn þeirra. • Eftir heimstyrjöldina hófu bretar að byggja upp velferðar- riki á Bretlandi, sem um tima var það fullkomnasta i heimi. Þetta varmerkilegt brautryðjendastarf og drö verulega úr þeim ójöfnuði, ^lón Ormur Halldórsson skrifar. 5 sem áður einkenndi þjóðlif þar i landi. Læknaþjónusta er ókeypis i Bretlandi, lyf nánast ókeypis, matvæli niðurgreidd, menntun yfirleitt ókeypis og stúdentar njóta beinna styrkja frá rikinu, sem nægja nálega fyrir upphaldi. • Um þetta er allt gott að segja nema að bretar hafa nú reist sér hurðarás um öxl. Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar býr i hús- næði, sem byggt er og rekið af hinu opinbera. Leigutekjurnar nema nú aðeins 45% af reksturs- kostnaði húsanna en fyrir fáum árum námu þær 75% af kostnaðinum við rekstur þessara húsa. Ihaldsmenn hafa lagt til að rikið gefi núverandi leigjendum húsin, en jafnaðarmenn hafa daufheyrst við. • Rikisforsjánni sleppir ekki hér. Stáliðnaður breta, kolanámurn- ar, járnbrautirnar, hafnirnar, bilaiðnaðurinn að hluta og fjöldi annarra fyrirtækja hefur verið þjóðnýttur á undanförnum árum, og er rekinn með geigvænlegu tapi. Eitt þessara fyrirtækja kost- arbreska skattborgara sem svar- ar 700 milljónum króna á dag. Sjálfsagt væri erfitt að láta öll þessi fyrirtæki berá sig en eitt- hvað má á milli vera. • Rikisstjórnin hefur nú uppi áfonn um að þjóðnýta á næstu ár- um fjölda fyrirtækja sem rekin eru með myndarbrag, sjá tugþús- undum fólks fyrir vinnu og borga tugmilljónir punda á ári hverju i skatta til rikisins. • Þjóðnýtingaráform þessi styðj- ast ekki við neinar efnahagslegar eða félagslegarforsenduren þetta er stefnuskráratriði hjá stjórnar- flokknum og þvi hafið yfir deilur i rikisstjórninni. Á næstu þremur árum stendur til að eyða sem svarar 170 milljörðum króna til þess verkefnis án þess að við það skapist eitt einasta atvinnutæki- færi nema ef vera skyldi á skrif- stofum hins opinbera. • Hafandi i' huga, að atvinnuleysi er nú um 5.8% og iðnaðurinn er að veslast upp vegna skorts á rekstr- ar- og fjárfestingarfé, er ekki erfitt að koma auga á betri not fyrir þetta mikla fé. Stofnanir velferðarkerfisins, sem þekktar eru fyrir óhóflega eyðslusemi, rikisreknu fyrirtækin, sem tapa hundruðum milljarða á ári og dýr þjóðnýtingaráform stjórnarinn- ar, eru að sliga breska skatt- borgara. • Skattar geta komist uppi tekna og jafnvel þeir sem lifa á almannatryggingabótum, ein- göngu, borga tekjuskatt. Fáir hafa þvi efni á að koma þaki yfir höfuð sér og leita þvi á náðir rikisins sem lánar þeim húsnæði, sem svo að sjálfsögðu er byggt fyrir skatta viðkomandi. • Iðnaður breta er fjárvana vegna skattpiningar og litils kaupmáttar fólks, sem gengur illa að lifa af þvi sem rikið skilur eftir af tekjum þess, auk annarra ástæðna. Ríkið hefur komið stærstu fyrirtækjunum til hjálpar með lánum og með þvi að kaupa sig inn i þau. Þá aðstoð f jármagn- ar það svo með nýjum skatta- álögum sem siðan sliga fyrirtæk- in enn frekar. • Gegndarlaus eyðsla hins opin- bera hefur einnig stuðlað að verð- bólgu sem eyðileggur sam- keppnishæfni breskra fyrirtækja við erlend fyrirtæki og háir út- lánsvextir sem i kjölfarið sigla gera fjárfestingu erfiða. Hinn hái tekjuskattur dregur m jög úr viljá almennings til þess að afla sér hærri tekna. • Menn gefast upp og fara að treysta á forsjá rikisins fyrir sér ogsinum, og stöðugt fækkar þeim sem halda öllu jiessu ómennska kerfi uppi með vinnu sinni. Þeir sem vilja leggja að sér og vilja um leið uppskera einhver laun fyrir erfiði sitt og hugvit flytjast unnvörpum úr landi. • Færustu visindamenn, tækni- menn, læknar og duglegustu at- hafnamenn breta eru i þessum si- stækkandi hópi flóttamanna. Er- lendis eru þeim boðin margfalt hærri laun og lægri skattar. Hug- vit og dugnaður þessa fólks skilar ómældum arði I þjóðarbú þeirra nýju heimkynna á sama tima og Bretland veslast upp. Bretar neyðast kannski með tímanum til að taka upp sömu aðferðir við að halda i' fólk sitt og notaðar eru af þeim rikjum, sem enn lengra eru á veg komin i þróun sósialismans. VORHUGUR í vöggustofu „Þetta er nú eigmíéga vöggu- stofa og fósturbörnin eru öll tekin af okkur þégar þau fara að stækka,” sögðu þaú i Gróðra- stöðinni i Laugardalnum þegar Visir leit þar inn til að sjá hvað vorið væri langt á veg komið hjá þeim. Það var verið að dreifplanta fósturbörnunum, eða prikla eins og það cr nefnt i daglegu tali i gróðrastöðinni. Þau voru ósköp smávaxin og hvert öðru áþekk i augum fáfróðra gesta, en munu á komandi sumri prýða garða borgarinnar i öllum regnbogans litum. „Við erum hérna með stjúp.ur, alísur, hádegisblóm og margt fleira og mörg litaafbrigði af hverju. Það er eftir að sá ýmsum tegundum, sem eru fljótari til, eins og morgunfrúr og flauelsblóm,” sagði’ Lilja ólafsdóttir garðyrkjumaður. Vorundirbúningurinn hófst i fyrrasumar! Hvenær byrjar vorundir- búingurinn i gróðurhúsunum? ,,Ja, það liggur nú við að hann byrji sumrinu áður. Sumum tegundunum sáum við i ágúst, :f % pnrm 5 u.* *vl 1'** -- V 1® I v jH \ ,,Þetta er allt tekið frá okkur þegar það fer að stækka,” segir Lilja ólafsdóttir. MyndirJim. Blómsturglaðasta gardenia i heimi! I einu gróðurhúsinu er fegursta gardenia að keppast við að koma sér upp blómum. „Þessi er nú bara privat fyrir okkur. sem vinnum hérna.” segir Steingrimur Benediktsson Karl er tiu minútur með kassann ef vel liggur á honum, annars.... rikja i húsunum, bæði hjá fóst- urbörnum og uppaldendum. „Við fengum nýja lýsingu i sáðhúsið i vetur og það var mikil bót i þvi” sagði Stein- grimur. „Þessar rennur gefa einn fimmta af sólarljósi á björtum sumardegi. Siðan þær komu höfum við nær alveg losnað við svartrót og aðra sveppi sem herjuðu á plönt- urnar.” Hugsað fyrir grænu byltingunni I gróðurhúsunum eru fleiri þúsund kassar og i hverjum þeirra um sjötiu plöntur. Þetta mun þvi sennilega vera umfangsmesta vöggustofa borgarinnar. i syðsta gróðurhúsinu hefur Karl Daviðsson aðsetur en hann smiðar kassana undir allar plönturnar. „Ég er tiu minútur með kassann ef vel liggur á mér.” sagði Karl. „Það þarf alltaf að endurnýja kassana.” sagði Steingrimur. „Það verða alltaf einhver afföll á hverju ári og auk þess fer plöntufjöldinn alltaf vaxandi. Það verður að hugsa fyrir grænu byltingunni.” Þar með lauk spjallinu, þau héldu áfram með vorið. en við fórum út i rigninguna. —EB Steingrimur er stoltur af gardeniunni, en h.ún ilmar eingöngu fyrir starfsliðið. og geymum þá úti yfir veturinn, stjúpurnar t.d. þola alveg að frjósa. Mesti annatiminn er yfirleitt i april og mai, þannig að törnin er byrjuð núna. Þá erum við aðal- lega i þvi að dreifplanta úr sáð- kössunum og setja út i reiti. Plöntun i garðana hefst svo i júni, og er stefnt að þvi að búið sé að setja nokkurn hluta út fyrir 17. júni,” sagði Lilja. 1 gróðurhúsunum vinna sjö til átta manns og þar er margt fleira i uppvexti en sumarblóm. Trjáplöntur eru þar einnig, allt frá örsmáum birkiplöntum i sáðkössum upp i myndarlegustu grenitré utan við húsin. Þar eru lika kálplöntur fyrir skóla- garðana og undir borði rákum við (ágirndar-) augun i falleg- ustu kartöflur i spirun, einnig fyrir skólagarðana. yfirverkstjóri. ,,Ég heyrði ein- hverntíma amerikana stæra sig af þvi að eiga gardeniu með 90 knúbbum, en ég treysti mér ekki til að telja knúbbana á þessari.” Aðferðin við að ná þessari blómsturgleði hjá gardeniunni var ekki gefin upp, nema hvað þau sögðust hæla henni óspart á hverjum degi. En ef til vill hefur hún einfaldlega smitast af þeirri lifsgleði og vorhug sem virðist

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.