Vísir - 21.04.1976, Page 14

Vísir - 21.04.1976, Page 14
14 Miðvikudagur 21. april 1976 King Kong kominn afturi ARRRGGHH! King Kong er kominn aftur! Nú er verið að gera nýja kvik- mynd um þennan risaapa, sem skefldi ibúa New York á hvita tjaldinu 1933. bar lauk mynd- inni með þvi að tviþekjur með vélbyssur eltu risaapann upp á topp á Empire State bygging- unni, og skutu hann þar niður. 1 nýju myndinni fer King Kong upp á toppinn á World Trade Center, sem nú er hæsta bygging New York. Þar eru það nýtisku orrustuþotur sem veit- ast aö honum með morðtól sin. Samfara þessu er komið King Kong æði. Þessi mynd er tekin á toppi Empire State byggingar- innar. Það er nú ekki kappinn King Kong sjálfur sem býr sig undir að fleygja stúlkunni fram af húsinu, heldur maður i gervi górillu. Stúlkan, sem heitir Chrissie Spinks og er 16 ára, var á skólaferðalagi i New York, þegar hún lenti i „faðmi” gór- illunnar. 1 baksýn sést World Trade Center, sem i raun eru tveir skýjakljúfar standandi hlið við hlið, 110 hæða háir. Empire State byggingin er 102 hæða há. Krónprínsinn er sískotinn Karl bretaprins, rfkisarfi hefur viðurkennt að hann sé alltaf að verða ástfanginn af nýrri og nýrri stúlku. Þessi eftirsóttasti piparsveinn breta kvaðst hreinskilnislega ekki enn vera reiðubúinn til að giftast. ,,Ég hef orðið skotinn i alls kon- ar stulkum og þvi ætla ég svo sannarlega að halda áfram” sagði prinsinn timaritinu Woman’s Own. ,,En ég hef þó ekki gifst þeirri fyrstu, sem ég varð skotinn i,” bætti hann við. ,,Ég verð að athuga rækilega, hvað gifting er, svo hjónaband mitt geti enst eitthvað sagði prinsinn. ,,Ég hef lært af mistökum ann- arra, og ætla þvi að velja mér lifsförunaut af natni.” Karl prins er nýorðinn 27 ára og er liðsforingi að nafnbót i her hennar hátignar. Snögg viðbrögð þessara slökkviliðsmanna komu i veg fyrir að félagi þeirra brenndist iliiiega. Hann cr sjálfur slökkvi- liösmaður i slökkviliði St. Louis i Bandarikjunum. Liðiö harðist við mikinn bruna i vöruhúsi, þegar eldur læsti sig i hlíföar- kápu slökkviliösmannsins. Nærstaddir slökkviliðsmenn gripu hann, og byrjuðu aö rifa hliföarkápuna af, meðan aörir komu meö vatnsslönguna og bunuðu hressiiega. bað haföi allt að segja, og slökkviliðsmað- urinn slapp með minniháttar brunasár. Ljósmyndarinn Larry Williams var nærstaddur, og festi atvikiö svona snilldar- lega á filmu. r „I Guðs bœnum, Haraldur, skjóttu!" Hæstiréttur Bandarikjanna hefur úrskurðaðað lögsem banna kynvillu, brjóti ekki i bága við stjórnarskrána. i u.þ.b. 30 rikjum Bandarikj- annaer kynvilla bönnuð með lög- um. Tveir kynviilingar i Virginíu höfðuöu mál fyrir undirrétti, þar sem þeir fóru fram á að rétturinn urskuröaði að lög gegn kynvillu brytu i baga viö stjórnarskrána. Rétturinn úrskurðaði að lögin brytu ekki i bága við stjórnar- skrána. Kynvillingarnir áfrýjuðu, og málið fór alla leið til hæsta- réttar, sem staðfesti dóm undir- réttar. Alrikisstjórnin i Washington hefur ekki skipt sér af kynvilling- um, nema hvað menn eru reknir úr hernum, ef þeir verða uppvisir að kynvillu. Islendingar eru eitt- hvað frjálslegri i þessum efnum, am.k. i orði, þvi hér er engin tilraun gerð með lögum til að hindra samskipti kynvillinga. Kviknaði í slökkviliðsmanninum Kynvillan ekki með í stjórnar- skrónni í USA Umsjón:^ ólafur Hauksson v ' Bjór með for- ongr- inum Slagurinn utn farþegana í áætlunarfiugi milli landa er mjög harður.Flugfélögingera allttil að vekja athygli á sér, og reyna að lokka og laöa farþegana til sin. Bandariska flugfélagið TWA (Trans World Airlines) ákvað að bjóða öllum farþegum svalandi bjór, ef þeir þyrftu að biða lengur en 14 minútur eftir að farangur- inn kæmi úr vélunum. Þannig átti að slá á óánægju þeirra sem þyrftu að biða lengi, og tryggja að þeir ferðuðust aftur með flug- félaginu. Aldrei kom þó til bjórdrykkj- unnar. Fyrstu dagana voru hlað- mennirnir svo snöggir, að enginn þurfti að biða lengur en 14 minút- ur. Viku eftir að ákvörðunin um bjórinn var tekin, komu fulltrúar áfengisvarnaráðs, og bönnuðu þetta kostaboð flugfélagsins. Sögðu fulltrúarnir að þetta yki aðeins áfengisneyslu, og væri~hún þó næg fyrir. Nú geta menn bara beðið i 14 minútur og lengur, með jafn þurrar kverkar og áður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.