Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 1
Engin samnmgsTii
segir forsœtisráðherra
— Ég kannast ekki við nein ummælum Hattersleys vara-
samningstilboð frá bresku rikis- utanrikisráðherra breta, þar
stjórninni, sagði Geir sem hann sagði að bretar hefðu
Hallgrimsson I morgun, þegar sent Islendingum fimm eða sex
Isir bar undir hann fréttir af samningstilboð.
S/GUft EÐA OVISSA?
Varðskipiö Týr fylgdi bresku
togurunum út fyrir miðlinuna
milli tslands og Færeyja. Þar
skildi hann við þá klukkan 6 I
morgun. Siðasti togarinn út fyrir
var Boston Phantom, en áður en
hann fór reyndi hann að toga um
20 sjómilur fyrir innan fiskveiði-
mörkin. Tilraun Týs til að skera á
togvlra togarans tókst ekki, en
dugði til að hann hafði sig á brott.
„tslenska landhelgisgæslan
hefur unnið sigur á fiskimiðun-
um,” sagði Jón Magnússon,
blaðafulltrúi Landhelgisgæslunn-
ar I morgun. ,,Það er vafasamt að
bretar leggi i fjórðu orrustuna.
Þeir hafa sagt að þeir töþuðu
aldrei siðustu orrustunni, en I
þetta sinn hafa þeir gert þaö.”
Annar starfsmaður Landhelg-
isgæslunnar, Gunnar ólafsson,
var ekki eins bjartsýnn.
„Brottför bresku togaranna af
Herskipin ekki farin
og síðasta kveðjan var:
Við komum aftur.
miðunum er frávik, það er ekki
hægt aö neita þvi,” sagði hann.
,,En hvað þetta verður varanlegt
getur enginn spáð um nema bret-
inn. Herskipin eru ekki farin og
kveðjuboðskapur togaranna var:
„Við komum aftur”.”
—vSJ
Freigátumenn daprir með orðinn hlut
Óskuðu blaðamanni
Vísis til hamingju
með sigur íslendinga
Frá Óla Tyncs um borð I HMS
Ghurka i morgun:
Bresku togararnir eru farnir af
Islandsmiðum — búnir að gefast
upp á veiðunum og eru nú farnir
til nýrri veiðisvæða við Grænland
og Færeyjar. tslendingarhafa þvi
unnið stórsigur i landhelgis-
deilunni með mikilli sókn islensku
varöskipanna að undanförnu.
Hvort þetta er endanlegur sigur
eða ekki er erfitt að segja um á
þessu stigi. Það er þó augljóst að
breska rikisstjórnin er orðin mjög
þreytt á deilunni og telur sig ekki
hafa efni á að halda freigátunum
hér uppi með þeirri hættu á
skemmdum sem þvi fylgir
Híföu og fóru
í gærkvöldi barst svo svar frá
Pearth sjávarútvegsráðherra,
þar sem sagt var að það hefði
verið haldinn fundur og aðrir
fundiryrðu haldnir og togurunum,
lofað svari frá rikisstjórninni
innan 48 klukkustunda.
Þetta vakti geysilega reiði á
togaraflotanum, og þeir svöruðu
þessu með þvi að hifa inn veiða-
færi sin og halda brott.
Það er auðvitað möguleiki að
bresku stjórninni takist að telja
einhverja togaramenn á að fara
aftur á lslandsmið með þvi að
lofa að verða við kröfum þeirra.
Það er þó alls ekki vist að breska
stjórnin treysti sér til þess eins og
málum er nú háttað.
Siglt áleiðis til Færeyja
Sem fyrr segir eru allir bresku
togararnir farnir af tslands-
miðum. Varðskipin fylgdu þeim
eftir áleiðis til Færeyja og frei-
gáturnar sömuleiðis, en nú hafa
þau snúið við og eru aö dóla til
baka. Týr er hérna rétt á undan
okkur, en það er enginn togari
neinstaðar nálægur.
Einhverjir togarar munu verða
á leið á miðin frá Bretlandi, en
eigendur þeirra verða nú að taka
ákvörðun um hvort þeir eigi að
senda þá eitthvað annað i ljósi
siðustu atburða.
Mikill sigur
En jafnvel þótt breska rikis-
stjórnin fái einhverja togara til að
snúa aftur á tslandsmið, ér alveg
vist að islendingar hafa unnið
stórsigur.
Eftir hljóðinu i togaramönnun-
um að dæma fýsir þá ekki að
halda áfram á tslandsmiðum við
svona aðstæður. Þeir voru mjög
bitrir i talstöðinni þegar þeir
ræddu þetta mál, sérstaklega i
garð rikisstjórnar sinnar.
Á freigátunum sætta menn sig
heldur daprir við orðinn hlut, en
ýmsir hafa þó óskað mér til ham-
ingju með sigurinn i ekta brekum
iþróttaanda.
Við höfum átt við mikla erfið-
leika að striða og eigum kannski
eftir að heyja fleiri orustur i
þessari landhelgisdeilu. En erfið-
leikar andstæðinga okkar eru enn
meiri, og það hefur sýnt sig að
þeir eru ekki jafn sameinaðir og
við i þeirri staðföstu ákvörðun að
vinna bug á erfiðleikunum.
Bóndi, spari-
sjóðsstjóri,
oddviti, sýslu-
nefndarmaður
og veðurat-
hugunarmaður
Snæbjörn Thoroddsen i
Kvigindisdal hefur áuk
annarra starfa verið lengur
sparisjóðsstjóri en nokkur
sem vitað er um. Hann hefur
stjórnað Sparisjóði Rauða-
sandshrepps i 63 ár og lætur
hann enn engan bilbug á sér
finna þótt hálfniræður sé.
„Okkur Jóni Gunnarssyni, þið vitið I Sædýrasafninu, getur svo sannarlega komið vel saman. Eöa hvað
sýnist ykkur? Við hérna I Sædýrasafninu fengum annars góða heimsókn. Hann heitir Loftur sem kom-
hingaö með ógurlegar græjur, sem heita vist myndavélar eða eitthvað svoleiðis. Hann tók fullt af mynd-
um af okkur, en Jón fékk að vera með á tveimur. Svo fengum við að reyna myndavélarnar, meira aö
segja. En mér skilst að myndirnar og það allt saman sé á blaðsiðu 4 I VIsi i dag."
Fiskverðshœkkunin vegur tœplega upp á móti aflabrestinum
Sjá viðtal við Jón Sigurðsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, á baksiðu