Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 10
10 Miövikudagur 5. mai 1976 VISIR Mig minnir aö einhver gáfu- maður hafi komist svo aö oröi á sinum tima, aö dagblööin endurspegli menningarástand þe ss þjóöfélags, sem þau eru vaxin upp úr og ætla sér aö þjóna. Hér veröur hvorki reynt að af- sanna þessa tilgátu né heldur boriö viö aö renna undir hana stoöum, tilgátan sem slik er ágæti sjálfu sér og harla gott aö nýta hana til ofurlitillar hug- leiðingar um þáu málefni og þá menn, sem efst voru á baugi siöastliöna viku og kanna þann- ig réttmæti hennar um endur- speglun „þjóðarsálarinnar” og „hugarástandsins" hjá þjóöinni um þessar mundir: r Páll Heiðar ^ L Jónsson skrifar: J —"iy ,,Aðgerðir í efnahagsmálum”. t fyrradag var lagt fram á Al- þingi frumvarp rikisstjórnar- innar um aðgeröir i efnahags- málum og kennir þar ýmissa grasa. Þar er fjallað um fram- hald skyldusparnaðar hinna háttlaunuöu, viöbótarfé til vegagerðar, auknar fjárveiting- ar til landhelgisgæslu og fisk- veiðirannsókna, þátttöku rikis- ins i orkuöflun sveitarfélaga, hækkun aðflutningsgjalda á jeppabifreiðum og niöurfellingu á tilteknum greiöslum rikis- sjóðs vegna persónufrádráttar svo eitthvað sé nefnt. Endaþótt viöa sé komið við i frumvarpi þessu og þar fjallað um ólikustu .efni, eiga þessar „aðgerðir i efnahagsmálum” þaö sameiginlegt með öllum öðrum „aðgerðum i efnahags- málum”, aö um er aö ræða hækkun gjalda til rikisins — i þetta skipti er þó látiö nægja að hækka vörugjaldið um 8%, það á að duga til þess að halda „jafnvægi i rikisbúskapnum” eins og það heitir á máli fjár- málaráðherra. Þegar þessar linur eru settar á blað er tiltölulega litið vitað um viðbrögð stjórnmálaflokk- anna og þar með blaðanna við þessum tillögum nema hvað stjórnarandstaðan mun vera andsnúin talsverðum hluta hinna boðuðu ráöstafana en sammála rikisstjórn um nauð- syn aukinna fjárveitinga til landhelgisgæslu og fiskirann- sókna. Það var hinsvegar athyglis- vert, að ekki gat höfundur þess- ara lina fundið neitt fremur venju ritað i blööin s.l. viku um efnahagsmál, i mæltu máli þýð- ir þetta að nær ekkert var um þau fjallað og má það vissulega merkilegt heita, þegar það hef- ur lengi legiö i loftinu, að von væri á einhverskonar sumargjöf stjórnvalda til þegna sinna og harla erfitt að imynda sér að pólitiskir ritstjórar blaðanna hafi ekki haft eitthvert veður af þvi sem i aðsigi var. Hvað vill þjóðin lesa? Um þetta atriði er sennilega ekki annað vitað en þaö, að hver þjóð fær þau dagblöð — með þvi lestrarefni — sem hún á skilið og vill fá. Sé litið á málið frá þessu sjónarmiði er það alveg augljóst, hverjar voru blaða- hetjur siðustu viku — spurning- in er aðeins, hver hafi orðið mesta bjaðahetjan! Flugmenn Vængja h.f. boðuöu til blaðamannafundar og til- kynntu þjóðinni að þeir ætluðu sér að stofna eigið ftugfélag ef Vængir legðu niður starfsemi sina. Var kyrfilega frá þessum merka fundi skýrt i öllum blöð- um en þrátt fyrir þaö, telur höfundur þessara lina ekki unnt aöflokka flugmennina til blaöa- hetja að svo komnu máli — frægð þeirra i blöðunum varaöi aöeins einn dag — i hverju blaði — en dó siöan drottni sinum. Raunar eru þessir blaöamanna- fundir ogfrásagnir frá þeim þaö merkilegt fyrirbæri i blaöa- heimiokkar, aðfullástæða er til að rannsaka það nánar viö hentugleika — en þaö er nú ann- að mál. Aðalfundur Alþýðubankans vakti verulega athygli og ekki aö ófyrirsynju, það er ekki á hverjum degi sem skipt er al- gjörlega um bankaráð i einum banka hér á landi — og annars staðar — reglan yfirleitt sú aö þar sitja sömu menn eins lengi og þeir vilja eöa geta nema hvorttveggja sé! Og þá eru það ekki siður tiðindi, að bankinn er með öllu bankastjóra- og skrif- stofustjóralaus, eins og fram kom i samtali Alþýðublaðsins við Benedikt Daviðsson, nýkjör- inn bankaráðsformann: pvl cflTl ^aftcThs^ bankastjóra, sem þarf aft ráftal heldur einnig skrifstofustjóra^ Benedikt* sagftist* ekki geta^ sagt hve langan Uma þaft tækH aft ráfta bankastjóra og skrlf-^ stofustjóra, en augljóst væri á aft stofnun sem þessi gæti ekki haldift áfram til lengdar án ( þess aft hafa bankastjóra. Væntan'ega liður ekki á löngu þar til auglýst verður eftir bankastjóraefnum og verður fróðlegt að sjá hvaða hæfnis- kröfur verða þar gerðar til um- sækjenda enda þess að vænta aö hiðnýja bankaráðhafi lært eitt- hvaö af mistökum forvera sinna og hafi þá jafnframtskirar hug- myndir um það, hvernig banka- stjórar eigi að vera. Eins og málin standa nú virðist öllum frjálst aö sækja um starfann, þegar hann verður auglýstur —• nema einum manni, sem birti þar um yfirlýsingu i blaðinu Skutli á Isafiröi eftir þvi sem Visir frá 24. aprll segir: Verður það til tiðinda að telj- ast, að alþýðuflokksmaður lýsti þvi þannig yfir opinberlega, að hann hyggist ekki taka við til- teknu embætti en þrátt fyrir það telur höfundur þessara lina Sig- hvat Björgvinsson ekki tækan i „blaðahetjuflokkinn” — a.m.k. ekki i seinustu viku, hvað sem siðar verður. Blaðahetjur Hveijir eru þá tækir i blaða- hetjuflokkinn, kannt þú nú að spyrja lesari minn, og er ekki komiö mál til að leysa frá skjóð- unni? Jú, vissulega, hinsvegar er það erfitt ef ekki ómögulegt að meta, hver skuli teljast mesta blaðahetjan i seinustu viku. Þrir menn koma þó tvi- mælalaust til greina: Björn bóndi Pálsson á Löngumýri fyr- ir sakir böðunarmálsins góða, ÓIi Tynes blaöamaður þessa blaös fyrir sakir dvalar sinnar hjá breskum um borð i freigát- unni Ghurku og deilna við loft- skeytamenn strandstööva Landssimans — og siðast en ekki sist sjálft uppáhaldsbarn blaðanna — hvort heldur þau eru með blaðabarninu eða á móti þvi, „skálkaskelfirinn” (orðið fengið að láni hjá Óla Tynes), mikli — öðru nafni „kauðinn”, deildarstjóri toll- gæslunnar á Keflavikurflug- velli, Kristján Pétursson. Hetja nr. 1. Þegar gripið var ofan i Þjóð- viljann 24. aprll s.l., varð fyrir manni þessi frétt: 1 ger elgnaftltt lalandssagan > nýjan kapltula I bacdagasögu , slna: Löngumýrarbardaga. t ' honum áttust vift lift Jóns ls- i , bergs, sýslumanns, vatnsdel- ingar og lift Björns bónda i Ytri- Löngumýri A-Hún., skagstrend-( ingar; var einn manna Björns tugthúsaftur af sýslumanni, en ( haffti Björn þó sigur afgjöran, ^um þaft er lauk. Að visu hafði ýpnislegt verið ritaö um böðunarmál Björns á Löngumýri áður en dró til jafn alvarlegra tiöinda norður i Húnavatnssýslu, en eftir að Svarthöfði Visis skýröi Björn bónda upp i pistli sinum 26. april: var auðsætt að friherrann fengi einnig útnefningu sem „blaða- hetja” og ekki nóg með það: Þrir sveitungar Björns fríherra héldusuðuraöhitta mikla menn i Reykjavik og náðu að lokum fundi sjálfs landbúnaðarráð- herrans, sem mun vist hafa tek- ið þeim ljúfmannlega. Það þykja að visu engin tiðindi leng- ur þótt dreifbýlismenn komi tii höfuðborgarinnar i aðskiljan- legum erindageröum — jafnvel þó þeir búi á Hótel Sögu — en blaðafrægð Björnsá Löngumýri og böðunarmálsins var nú orðin slik, að flest blöðin kepptust nú um að ná fundi húrivetninganna og þeir komust þannig i lægri Björn bóndi i sjón'varpssal. Kristján Pétursson, deildar- stjóri. Óli Tynes ásamt Tim Lee, skipherra á Ghurka. flokk blaðahetja — myndir i blöðunum og einn þeirra fékk meira að segja að koma fram i sjónvarpinu með frfherranum sjálfum. Fyrir allt þetta og þá ekki sið- ur málsatvikin sjálf þykir höf- undi þessara lina rétt að útnefna Björn bónda, fyrrum alþingis- mann, og nýtitilaðan friherra, „blaðahetju fyrsta stigs” með óskum um að hann láti fljótlega að sér kveða á ný — enda veitir ekki af i drunga hversdagsleik- ans. Hetja nr. 2. Dvöl Óla Tynes um borð i frei- gátunni Ghurku hefur sannar- lega orðið tilefni þrunginna blaðaskrifa og eiga þau bæði við um blaðamanninn sjálfan og einnig það bann loftskeyta- manna á strandstöðvum Lands- simans, að afgreiöa ekki bresk skip, sem hlut eiga að þorska- striðinu. Hefur öllu þessu lostið saman með ógurlegum hvell- um, reykjarmekkjum og sprengingum og menn haft uppi hin'stærstu orð, ritskoðun, land- ráð, frjáls blaðamennska, þjónkun við breta, og nú seinast getur Þjóðviljinn þess að þeir Visismenn megi eiga von á kær- um fyrir fréttaflutning blaðsins af miðunum, þar sem i honum hafi falistupplýsingar um ferðir varöskipanna og staðsetningar þeirra — og ennfremur að loft- skeytamennirnir óski eftir að láta kæra sig lika fyrir brot á landhelgislögunum, að þeir hafi með þvi að gefa Óla samband við ritstjórn blaðs sins stuðlað að lagabrotinu. Raunar er vand- séð hvemig það getur talist alvarlegt lagabrot þótt frétta- maöurinn segi frá þvi hvaða varðskip var að kljást við hvaða herskip á hverjum tima — bresku strfðsmennirnir vita yfirleitt nákvæmlega um stað- setningar einstakra varðskipa, a.m.k. þegar þau eru utan 12 milna Nimrod þotur, þyrlur og langdrægir radarar sjá svo um — þannig að ekki heftir Óli upplýst breta um neilt, sem þeir vissu ekki fyrir. Hinsvegar má kannski segja, að með þessu móti fái islendingar nokkrar upplýsingar — aðrar og meiri en koma fram i fréttum gæslunnar sjálfrar — unj varðskipin, en erfitt er að sjá, hvernig það megi skaða málstað okkar. Úr þvi að Birni friherra á Löngumýri var veitt viðurkenn- ing hér að framan, fyrir fram- lag sitt til blaðasio-ifa liðinnar viku ogrúmlegaþað.þykirrétt, samræmis vegna, að láta svipað yfir fréttamann Visis um borð i „HMS GHURKA” ganga — en það gerist með þvi að fá lánaða viðurkenningu Þjóðviljans i „Klippt og skorið” um daginn, þegar klippari blaðsins sæmdi óla „Ghurku-orðunni”. Hetja nr. 3. Og þá er enn komið að sein- ustu „blaðahetjunni” að þessu sinni, deildarstjóranum Kristjáni Péturssyni. Hann er tvimælalaust sá maðurinn — að ráðherrum ekki undanskildum — sem hváð mest hefur verið fjallað um I blöðunum það sem af er þessu ári — og er það orð- inn mikill og þykkur bunki af úrklippum og margur blaða- dálkurinn sem um hann — eða þá hann sjálfur — hefur séð lesendum blaðanna fyrir. Hér verður ekki borið við að rekja hið nýjasta — og þá er ein- ungis átt við Kristjánsskrifin s.l. tiu daga, slikt væri yfirdrifið efni I sérstakan pistii — en ein- hvernvegin þykir höfundi þess- ara lina sem brátt sé nú nóg komið. Það er tæplega unnt að fletta svo blöðunum að ekki komi deildarstjórinn á einhvern hátt við sögu, ýmist með eigin skrifum, sem hann miðlar ýmist Morgunblaðinu eða Dagblaðinu af örlæti sinu, eða þá að aðrir verða til að skrifa um manninn og störf hans — ýmist með eða á móti. Ekki kæmi mér á óvart ef deildarstjórinn þykist illa svik- inn sé hans ekki að einhverju getið á degi hverjum, enda er umtal fyrir öllu eins og kunnugt er, hvort heldur er gott eða illt. Að öllu samanlögðu þykir þvi rétt að útnefna Kristján Péturs- son „umtalaðasta deildarstjóra á landinu fyrr og siöar’ ’ og hvað dálkafjölda snertir slær hann þeim Birni friherra og Óla Tynes algjörlega við! Setning vikunnar. Sá góði maður, Sverrir Her- mannsson sér okkur fyrir henni i þetta skipti — hún er úr fram- söguræðu hans á Alþingi s.l. mánudag, er hann mælti fyrir þingmannafrumvarpi um fisk- veiðiheimildir i landhelginni: „Veiðináttúran er öllum öðrum náttúrum yfirsterkari — a.m.k. til sjós!!!”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.