Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 15
VISIR Miðvikudagur 5. mai 1976
15
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn
6. mai.
Ilrúturinn
21. mars—20. april:
Gefðu meirigaum aðheilsu þinni.
Þetta verður mjög rólegur og
skemmtilegur dagur og vel fall-
inn til mikilvægra ákvarðana.
NautiA
21. apríl—21. mai:
Þetta er ekki dagur til stórfram-
kvæmda. Reyndu að vera eins
hlutlaus og þú getur. Reyndu að
sjá hvað aðrir hafa i huga.
Tviburarnir
22. mai—21. júni:
Þér hættir til að eyða morgninum
til einskis en reyndu nú samt að
láta það ekki verða. Trúðu var-
lega þvi sem þú heyrir um vini
þina.
Krabbinn
21. júni—23. júlf:
Ýmsar venjur taka á sig nýjan
blæ oglifiö verður þér allt léttara.
Reyndu að sjá út hvernig þú getur
bætt stöðu þina.
Ljóniö
24. júlí—23. ágúst:
Þú skalt sinna þeim málefnum
sem snerta foreldra þina eða önn-
ur skyldmenni. Þú átt auðvelt
með að koma auga á hvers aörir
þarfnast.
Meyjan
24. ágúst—23. sept.:
Þú hefur mikla ánægju af þvi að
umgangast annað fólk i dag.
Vertuekkihrædd(ur), þó þú sért i
sviðsljósinu. Von þin bregst ekki.
Vogin
24. sept.—23.
okt.:
Það er auðveldara að byrja á
hlutunum en að hætta við þá. Þú
getur náö miklum árangri ef þú
leggur þig fram. Framkvæmdu
hugmyndir þinar.
Drekinn
24. okt.—22. nóv.:
Þú skalt endurskoða afstöðu þina
til ýmissa mála sem eru efst á
baugi þessa dagana. Vertu frjáls-
lyndari og taktu lifið eins og það
er.
Bogmaöurinn
23. nóv.—21. des.:
Þér hættir til að taka allt sem gef-
ið og reynir ekkert að breyta til.
Sýndu útsjónarsemi við fram-
kvæmd ýmissa mála.
Steingeitin
22. des.—20. jan.:
Það er ýmislegt sem kemur til
með að hafa áhrif á lif þitt i dag
og mun hafa áhrif á skoðanir þin-
ar. Þú færö skemmtilegar fréttir.
— Hjálpaðu mér að
snúa sólskifunni — hún er
dálitið of sein.
Settu 2000 kr. i
umslagið og endur-
sendu. S.endu þrjú afrit af
bréfinu til þriggja vina
þinna, annars verðurðu
fyrir mikilli ógæfu.
Það mun eitthvað gerast um
morguninn sem vekur undrun
þina. Vertu frjálslyndari i
skoðunum þinum. Þú þarft að
sinna f jölskyldumálum.
Þú kemur til með að sjá hlutina
frá nýju sjónarhorni idag, jafnvel
hin einföldustu störf geta orðið
skemmtileg.
-?;>r gj Þ(fl-r____________________________________________-DDniini -JO'J az.0 inmHDZ> ncrrom TI-33 2>NJ>H