Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 21

Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 21
vism Miðvikudagur 5. mai 1976 21 í grein þessari segir frá málaferlum er risu vegna tannútdráttar og var mál þetta rekið fyrir dönskum dóm- stólum, sbr. dóm Hæstaréttar Danmerk- ur frá 8. jan 1975. Málavextir Stefnandi málsins, Jörgen Poulsen, 22 ára, stundaði i árs- lok 1971, nám við lýðháskólann i Hadsten. Stefnandi hafði um nokkurtskeið þjáðstaf slæmum tannverk, og sneri sér þvi þ. 2. des. 1971 til Jensen tannlæknis, sem starfar i Hadsten. Tann- læknirinn komstað þeirri niður- stöðu að stefnandi þjáðist af slæmum tannholdssjúkdómi og væri þvi nauðsynlegt að draga úr honum allar tennurnar (29). Þar sem hann þjáðist einnig af of háum blóðþrýstingi yrði þessi aðgerð að fara fram á sjúkra- húsi. Stefnandi fór nú til læknisins B. Quist i Hadsten og þ. 3. des. 1971skrifaöi sá læknir innleggs- beiðni til sjúkrahússins i Randers (centralsygehuset) og sagði þar m.a. að skv. ráðlegg- ingum tannlæknis ætti að draga úr sjúklingnum allar tennur. Skömmu siðar fór stefnandi aftur til Jensen tannlæknis og varð niðurstaða þess fundar sú að ekki væri nauðsynlegt að draga úr stefnanda, fyrst um sinn, fleiri en sex tennur en hin- ar tuttugu og þrjár skyldi reynt að varðveita með aðferðum læknisvi'sindanna. Af þessu til- efni skrifaði tannlæknirinn til- kynningu til sjúkrahússins i Randers en gleymdi hins vegar að koma henni til réttra aðila. 19. janúar 1972 var skv. áður- sögðu framkvæmd aðgerð á stefnanda i fyrmefndu sjúkra- húsi og úr munni lians dregnar tuttugu og niu tennur. Stefnandi útskrifaðist af sjúkrahúsinu 25. jan. og fékk siðan gerfitennur á kostnað stefndu. Gjöfin var þeim ann- mörkum háð, að tennurnar skröltu. Stefnandihöfðaði nú mál gegn Arósarhreppi (eiganda sjúkra- hússins) og gegn Tryggingarfé- lagi Sveitarfélaga og krafðist fjárbóta vegna þjáninga og ó- þæginda. Var stefnufjárhæðin d. kr. 16.750,00 auk vaxta. Skv. framburði stefnanda kom það til tals milli hans og Egknud yf- irlæknis á sjúkrahúsinu i Randers að á innleggsbeiðninni stæði að draga ætti úr stefnanda allar tennurnar. Stefnandi sagði það ekki rétt heldur ætti aðeins að draga úr sér sex tennur og væri von á tilkynningu frá tann- lækni sinum þess efnis. t framburði sinum viður- kenndi yfirlæknirinn að hafa rætt nokkur orð við stefnanda, á stofugangi, skömmu eftir að hann kom á sjúkrahúsið. I þvi samtali hafi komið fram að að- eins ætti að taka nokkrar til- teknar tennur úr munni stefn- anda, þrátt fyrir önnur tilmæli á innleggsbeiðninni. Stefnandi kvaðsthafa komið sömu upplýs- ingum á framfæri við fleiri sjúkrahúslækna og einnig hefði hann aðspuröur tekið það sér- ' staklega fram við einahjúkrun- arkonuna, skömmu fyrir svæf- ingu, að aðeins ætti að draga úr sér sex tennur. Ekki könnuðust aðrir en yfirlæknirinn við, að hafa fengið slikar upplýsingar. I framburði þeirra lækna sem framkvæmdu aðgerðinaá stefn- anda kom fram, að skoðun á tannsjúkdómi stefnanda fór fram, eftir að sjúklingurinn hafði verið svæfður. Slik aðgerð sé eingöngu reist á læknisfræði- legu mati þeirra lækna, sem að- gerðina framkvæmi, nema um sé að ræða sérstakt fyrirfram- gert samkomulag við sjúkling og einssé tillit tekið til óska sem fram komi i innleggsbeiöni. Þegar tennur eru dregnar úr fyrir mistök Þóröur Gunnarsson iögfrædingur skrif ar: ----- V ) Niðurstaða þeirrar skoðunar sem fram hafi farið á stefnanda hafi verið sú, að æskilegast væri læknisfræðilega séð, að draga úr stefnanda allar tennur og hafi það álit verið i saniræmi við innleggsbeiðnina. Það skal sérstaklega tekið fram að nefndur yfirlæknir tók engan þátt i læknisaðgerðinni. vegna óþæginda, sem hann hefði hvort sem er orðið að þola. Niðurstaða héraðs- dóms t dómi Vestari-Landsréttar segir m.a. að skv. upplýsingum málsins hafi stefnandi samið um það við Jensen tannlækni að aðgerðin skyldi takmörkuð við sex nánar tilgreindar tennur. Þvi sé ekki mótmælt að stefn- andi hafi gert Egknud yfirlækni þetta ljóst. Með hliðsjón af þvi hafi stefnanda verið rétt aö álita að aðgerðin yrði ekki um- fangsmeiri nema með ótviræðu • Stefnandi hafði um nokkurt skeið þjóðst af tannverk • Talið var nauðsynlegt að draga 6 tennur úr stefnanda • Hann fékk gervitennur eftir að 29 tennur höfðu verið dregnar úr honum • Sjúkrahúslœknirinn sagði að beðið hefði verið um að draga allar tennurnar úr samþykki sinu. Af þvi leiði að hin umfangsmikla aðgerð, hafi veriðóréttmæt og bakað stefndu bótaskyldu. Hæfilegar bætur séu danskar kr. 8.000,00. Þá er þaö sérstaklega tekið fram að þótt óvist hafi verið hvort kom- istyrði hjáalgerum tannútdrætt- innan fárra ára, útiloki það ekki bætur fyrir þjáningar, en rétt sé að hafa það i huga við mat bóta- fjárhæðarinnar. Dómur Hæstaréttar Danmerkur Fyrir hæstarétt var lögð álits- gerð læknaráðs en þar sagöi m.a: Aðgerðin veröur að teljast i samræmi við læknisfræðileg sjónarmið en getur ekki talist nauðsynleg... Mögulegt var að komast hjá algerum tannút- drætti. Þá segir ennfremur i álitsgerðinni að hefði alger tannútdráttur ekki farið fram, hefði frekari læknismeðferö orðiö umfangsmikil og kostnaðarsöm, án nokkurrar tryggingar fyrir þvi að frekari tannútdrætti yrði forðaö. Þessi siðari læknismeöferð gæti þannig hæglega haft i för með sér ekki minni þjáningar og óþægindi en alger tannútdráttur hefði haft. — 1 dómi hæstaréttar segír. Grundvöllur þeirra að- gerða sem framkvæma átti á stefnanda, var innleggsbeiöni, samin af lækninum Quist, dags. 3. des. 1971. Skv. þeirri beiðni átti að draga allar tennur úr munni stefnanda. Stefnanda var kunnugt um efni þessarar beiðni. Egknud yfirlæknir hefur hins vegar viðurkennt aö stefnandi hafi tjáð honum þá ósk sina að aðeins yrðu dregnar úr munni sér sex tilgreinar tennur og telja verður það mistök af hálfu yfir- læknisins að koma þeirri vit- neskju ekki tU þeirra lækna, sem aðgerðina framkvæmdu. Af þeirri ástæðu veröur að álita að aðgerðin hafi verið ólögmæt og bakaö stefndu bótaábyrgö. Með hliðsjón afþvi, aö hefði að- gerðin aðeins náð til sex tanna, hefði stefnandi orðið að ganga i gegnum langvarandi læknis- meðferð, er ekki talin ástæöa til að dæma honum bætur vegna þjáninga. Hins vegar á hann rétt á bótum vegna óþæginda. Með hliðsjón af álitsgerð lækna- ráðs og þvi að stefndu hafa þeg- ar greitt gervitennur fyrir stefnanda þykja bætur hæfilega ákveðnar d.kr. 4.000,00. Þórður Gunnarsson. Málsástæður Bótakrafa stefnanda var rök^ studd á þann veg að jafnvel þótt aðgerðin sem slik hafi stuðst við læknisfræðilegt mat og verið framkvæmdá fullnægjandi hátt hafi hún verið gerð gegn vilja stefnanda og eindreginni ósk hans þess efnis að aðeins yrðu dregnar úr munni sér sex tenn- ur. Af þvi leiði að aðgerðin hafi verið ólögmæt og leitt til bóta- skyldu fyrir stefndu. Aðgerðin hafi valdiö sér þjáningum um- f-am það, sem umfangsminni læknisaðgerð hefði gert, og jafnframt varanlegum óþæg- indum vegna notkunar falskra tanna. Sýknukrafa stefndu var reist á þeim sjónarmiðum að aðgerð- in hafi verið framkvæmd i sam- ræmi við innleggsbeiðnina og það hljóti að vera á áhættu sjúk- lingsins sjálfs ef innleggsbeiön- in sé ekki i samræmi við óskir hans. Sé svo ekki veröi sjúkling- urinn að koma athugasemdum sinum á framfæri á skýran og ó- tviræðan hátt, við rétta aðila. Slikt hafi stefnandi ekki gert þrátt fyrir lauslegt samtal sitt við Egknud yfirlækni. Þá sé ennfremur ljóst að stefnandi hafi ekki getað haldið hinum tönnunum, nema um mjög skamman tima, og stefnandi sé þvi betur settur eftir aðgerðina en áöur og geti ekki krafist bé'a SUMARBÚÐIR ÚLFLJÓTSVATNI I INNRITUN SUMARIÐ 1976 Stúlkur 7-11 úra: Piltar 7-11 úra: Námskeið 1: 15. júní — 22. júní 15. júní — 22. júní Námskeið la: 22. júni — 28. júní 22. júní — 28. júní Námskeið 2: 2. júlí — 9. júlí 2. júlí — 9. júlí Námskeið 2a: 9. júlí — 16. júlí 9. júlí — 16. júlí Námskeið 2b: 16. júlí — 23. júlí 16. júlí — 23. júlí Námskeið 3: 4. ágúst — 11. ágúst 4. ágúst — 11. ágúst Námskeið 3b: 11. ágúst — 18. ágúst 11. ágúst — 18. ágúst Námskeið 3c: 18. ágúst — 25. áqúst 18. ágúst — 25. ágúst I | Útilífsnúmskeið, drengir og stúlkur 11-14 úra: i Námskeið 2: 2. júlí — 9. júlí Námskeið 2b: 9. júlí — 16. júlí Námskeið 2c: 16. júlí — 23. júlí Systkinaafslóttur Innritun fer fram á skrifstofu BANDALAGS ÍSLENSKRA SKÁTA Blönduhlíö 35/ R. alla virka daga milli kl. 14 og 16. Upplýsingar í sima 23190 — 15484.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.