Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur S. mai 1976^^181X1 Marabel Morgan segist kunna aðferðirnar. Fegurðar- drottningin fyrrverandi hefur róð undir rifi hverju: KENNIR KONUM KLÆKINA Marabel Morg- an, fyrrum feg- urðardrottning i því stóra landi, Bandarikjunum, ráðieggur kyn- systrum sinum að „draga fram kven- eölið” til aö fá ýmsu framgengt á auðveldan hátt. En ekki er vist að aðferðirnar sem Morgan þessi ráð- leggur séu jafn- réttindafólki að skapi. Það er helst innan marka hjónabandsins sem frúin hefur ráð undir rifi hverju. Enda er hún búin að vera gift all- lengi og er nú 38 ára gömul. Hún hefur haldið námskeið fyrir konur, og kennt þeim aö vera „raunverulegar konur”. Þá reynslu sem hún hafði af námskeiðahaldinu, og svo að sjálf- sögðu úr eigin hjónabandi, nýtti hún sér sem efni i bók. „The Total Woman”, sem hrátt þýtt útleggst ,,h i n a 1 g j ö r a kona”, heitir bókin, og hefur þegar selst i Bandarikjunum i tæpum þremur milljónum eintaka. Hver eru svo hollráð fegurðar- drottningarinnar fyrrverandi? Hún ráðleggur konum að halda skoðunum sinum ekki á lofti, i mesta lagi að hafa þær fyrir sjálfar sig. Konur verða að viðurkenna að eiginmenn þeirra séu ofjarlar þeirra. Þær verða að aðlaga sig þessu, og umfram allt ekki reyna að breyta eigin- mönnum sinum. Um eiginmenn segir Morgan að þeir þarfnist þess að finna aö þeir séu elskaðir, virtir og teknir eins og þeir eru. Ef þetta fer allt saman, segir Morgan, verða engin vandræöi i hjónabandinu. Hún ráðleggur öllum konum sem vinna heima gera lista sem heimilin lista verði að gera tima ilma og s’ frúin ilmand á sinum kemur hei vinnunni. K ekki aðeins a vel til höfð, heirnir verður allt á heimilinu að vera i röð og reglu. E f e i g i n - maðurinn biður konuna um að gera eitthvað, þá ráðleggur Morgan henni að setja það efst á listann, og framkvæmda það sem allra fyrst. Sjálf nefnir Morgan dæmi úr eigin hjónabandi um árangur þess- ara ráða. Hún segist lengi hafa beðið eigin- manninn um að fá að láta mála stofuna. Það var ekki fyrr en hún hætti að biðja og fór að iifa eftir áðurnefndum reglum, að hún fékk ekki aðeins stofuna málaða, heldur einnig borö- stofuna. Marabel Morgan undirstrikar að lík- ami konunnar eigi að vald- a r 1 - Hún ýmsa s og t.d. eða nýja upp- vottavél, segir hin visa kona. Grœddu mest á Ókindinni „Jaws” (Ókindin) var sú kvikmynd sem mest græddist á i Bandarikjunum i fyrra. Fram- leiöendurnir fengu fyrir hana 102 miiljónir dollar (19 millj- aröa króna). Það er næstum helmingi meira en fékkst fyrir næstu mynd á listanum, „The Towering Inferno” (sem má kalla Himinhátt helviti) þótt flestir tengi þann stað nú viö þveröfuga átt). En svona var listinn yfir þær 10 myndir sem mest græddist á: 1. Jaws: 19 milljarðar. 2. The Towering Inverno: 10 milljarðar. 3. Benji (mynd um hund): 5,5 milljarðar. 4. Young Frankenstein: 5,4 milljarðar. 5. Godfather II. 5,2 milljarðar. 6. Shampoo: 4 milljarðar. 7. Funny Lady: 3,4 milljarðar. 8. Morð i Austurlandalestinni: 3,2 milljarðar. 9. Return of the Pink Panther: 3 milljarðar. 10. Tommy: 2.9 milljaröar. Átjón óra Akureyror- mœr valin Ijósmynda- fyrirsœta ÚTSÝNAR Ljósmyndafyrirsæta Útsýnar var valin á útsýnarkvöldi á sunnu- dag. Hildur Gisladóttir, 18 ára akureyrarmær, var valin. Hildur er nemandi i Menntaskól- anum á Akureyri. Um 30 stúlkur hafa komið fram á útsýnarkvöldum í vetur og voru 10 úr þeim hópi valdar til að keppa um titilinn. Ur þessum 10 stúlkna hópi var Hildur siðan valin svo og stúlkur til að skipa annað og þriðja sæti. Annað sæti hlaut Guðfinna Gisladóttir og þriðja sæti Elisa- bet Rósmundsdóttir. Allar stúlkurnar 10 fá ferða- verðlaun hjá Útsýn. Hildur mun koma fram i auglýsingum og ferðabæklingum ferðaskrif- stofunnar. ~m-------->■ Ljósmyndafyrirsæta Útsýnar, Hildur Gisladóttir, Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri feröaskrifstofunnar, og Elisabet Rósmundsdóttir sem hreppti þriðja sæti, þegar úrslitin voru kynnt á Útsýnarkvöldinu á sunnu- dag. — Ljósm.: LA MILLJÓNIR fylgjast með brúðkaupi þeirra Kóngar gifta sig ekki á hverj- um degi. Þegar slikt gerist, vilja flestir fá að sjá. Sjónvarps- stöðvar i Evrópu ætla flestallar að hafa beina útsendingu frá brúðkaupi Karls, sviakóngs og Silviu Sommerlath hinnar þýsku. Reiknað er með að nokk- ur hundruð milljónir manna fyigist með athöfninni. Brúðkaupið fer fram 19. júni, og mun athöfnin taka þrjá klukkutima. Fyrst verða hjóna- efnin gefin saman I Storkirken i Stokkhólmi og siðan munu þau aka á gamaldags hátt um götur höfuðborgarinnar i hest- vagni. Búist er við miklum mann- fjölda meðfram götunum sem Karl og Silvia aka eftir. Ahug- inn ermeira að segja svo mikill, að fólk sem býr við þær götur hefur fengið tilboð um að leigja út „stúkusætin”. Sjónvarpið i Sviþjóð hefur mikinn viðbúnað vegna brúð- kaupsins. Engin áhætta er tek- in. Hvorki meira né minna en 19 upptökuvélar verða i kirkjunni og meðfram akstursleiðinni. „Generalprufa” verður hald- in fyrir sjónvarpið og frétta- menn tveimur dögum fyrir brúðkaupið. Þar verður farið nákvæmlega i gegn um allan gang brúðkaupsins. Stokkhólmur verður prýddur gulum og bláum veifum og fán- um á brúðkaupsdaginn. En þar mun einnig bera mikið á rauð- um fánum. Ástæðan er sú að sama dag og brúðkaupið fer fram er landsþing jafnaðar- mannaflokksins haldið i höfuð- borginni. Flokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur Sviþjóðar og þykir sjálfsagt að hann fái einn- ig að flagga. Sjónvarpsáhorfendur um alla Evrópu (nema á isiandi, auðvitað) fá aö fylgjast með beinni útsendingu frá brúðkaupi þeirra Karls Gústafs og Silvlu Sommerlath.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.