Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 3
vism Miðvikudagur 5. mai 1976 3 LÍFIÐ UM BORÐ í FREIGÁTU: Mestur hluti mannskaps- ins hefur það verkefni e'rtt að lesa, spila og sofa Frá Óla Tynes um borð i HMS Ghurka. Það gengur töluvert meira á er menn eru kallaðir til „orr- ustustöðva” á freigátu en á varðskipi. Það er mjög eðlilegt reyndar þvi freigátan er mun stærra skip og flóknara og með margfalt fleiri menn i áhöfn. A Ghurka er 280 manna áhöfn en fæstir þeirra hafa nokkuð aö gera þegar þeir eru kallaðir út á Islandsmiðum. Þá þarf ekki að manna vopnabúnað og önnur mannfrek áhöld. Margir aðstoðarmenn. A freigátu eins og varðskipi stjórnar skipherrann auðvitað öllum aðgerðum úr brúnni en hann hefur fjölmarga aðstoðar- menn. 1 brúnni með honum eru fyrsti stýrimaður, vakthafandi yfirmaður og aðstoðarvakthaf- andi yfirmaður. Þá er þar undirforingi, sem annast fjar- skipti og aðstoðarmenn hans, einn eða tveir. Tveir „útkiks- menn” eru á sitt hvorum brúar- væng og loks aöstoðarmaður bátsmanns. í striðsherberginu svonefnda eru svo einn foringi og nokkrir aðstoðarmenn hans. Þar eru ratsjár, byssu-, eld- flauga- og djúpsprengjumiöun- artæki og annað tilheyrandi. 1 návigi viö varðskip er það einkum hlutverk striðsherberg- isins að merkja stöðu skipanna og nálægra skipa inn á kort og láta skipherrann vita ef freigát- an nálgast eitthvert þeirra. Niðri i þessu striðsherbergi er skipherrann með nokkrum for- ingjum sinum ef bardagi er milli skipa eöa ef verið er að reyna að granda kafbáti. 1 ná- vigi eins og það tiðkast hérna er hann hins vegar i brúnni. Hann hefur hljóðnema eða talstöðvar á báðum brúar- vængjum og þegar varðskipin eru mjög nálægt, þá fer hann út á þann brúarvæng, sem að varðskipinu snýr, og stjórnar skipinu þaðan. Stýriö er niðri. Niðri i skipinu er svo stýr- ishúsið. Það er gluggalaust og stýrimennirnir fá sínar skipanir i gegnum innanhússima. Þeir taka við skipunum um stefnu- og hraðabreytingar og verða alltaf að endurtaka allt, sem þeim er sagt til þess að vist sé að enginn misskilningur veröi. Niðri i vélarúminu er svo yfir- vélstjórinn og hans mannskapur og þeir framkvæma skipanir um hraðabreytingar. Gangar fullir af sofandi mönnum. Ghurka er skipt i mörg vatns- þétt skilrúm og þegar viðureign við varðskip er fyrirsjáanleg er þeim öllum lokað. „Skemmdar- varnarsveitir” eru viðs vegar um skipið og þær eru i síma- sambandi við varnarmiðstöð, sem eru aftur i sambandi við brúna. Mestur hluti mann- skapsins er þó verkefnalaus og honum er skipað á ýmsa staði I skipinu, þar sem hættan er minnst ef það fengi á sig gat. Það eru hafðir eins margir og unnt er fyrir ofan yfirborð sjávar og þvi eru allir gangar á efri hæðum skipsins fullir af undirmönnum, sem sitja og lesa, spila á spil eöa liggja og sofa. Enginn fær að vera uppi á dekki sem ekki á þangað erindi samkvæmt skipunum yfir- manna. Vopnabúnaðurinn mannfrekur 1 alvörustriði væru verkefnin auðvitað fleiri, þvi það þarf töluverðan fjölda tii að manna vopnabúnaö skipsins og stjórn- . tæki hans. Ghurka er vopnuð tveimur 4,5 tommu fallbyssum, tveim 20 mm hraðskotafallbyssum á hvorum brúarvæng, tveim eld- flaugaskotpöllum fyrir Seacat- loftvarnaeldflaugar og þri- hleyptri djúpsprengjuvörpu. Auk þess er um borð Wasp- þyrla, sem getur borið eldflaug- ar til árása á skip og tundur- skeyti til að beita gegn kafbát- um. Til að manna allan þennan búnað þarf stóra áhöfn, sem er að miklu leyti verkefnalaus i á- tökum eins og þeim, sem eiga sér stað viö tsland. //Leiknum" lýst jafnóðum Sem fyrr segir má enginn ;vera uppi við nema fá skipun um aö vinna þar eitthvert verk. |Til þess að leyfa mannskapnum |að fylgjast með þvi, sem er að. gerast, er þvi útvarpað jafnóð- um frá kallkerfi skipsins. Þegar mesta hættan er liöin hjá er mönnum lika stundum leyft að koma upp i hópum til þess að skoöa andstæöinginn. Allir meö björgunarvesti Það er strangur agi um borð og öllum skipunum og reglum veröur aö hlýða umyrðalaust. Ein af skipunum er á þá leið að allir gripa björgunarvesti sin, þegar þeir eru kallaðir til or- ustu og láta þau ekki frá sér fyrr en að henni lokinni. Með björgunarvestinu fylgir léttur, þéttpakkaður gúmmigalli, sem menn eiga að klæöast ef svo illa færi að skipiö sykki. Enginn á reyndar von á þvi að svo illa fari en enginn skilur samt við sig björgunarvestið þegar hringt er út. _öt/VS Þær brettu upp skálmunum, en hefur kannski ekki fundist nógu hlýtt til þess að fara úr meiru en sokkunum. Þær gátu þó farið I fólabað og hafa kannski náð sér i smálit á fæturna i sólskininu I gær. Loftur tók myndina i Laugardalnum. Róðamenn skilningslitlir á málefni vangefinna — segir Styrktarfélag vangefinna „Baráttuna um meginmái vangefinna þarf að herða á komandi ári og ýta þarf við yfir- völdum, rikisstjórn, Alþingi, bæjar- og sveitarfélögum, mun harkalegar en gert hefur verið á undanförnum árum.” Um þetta voru fundarmenn á aðalfundi Styrktarfélags van- gefinna á einu máli. Stjórn fé- lagsins hefur hvað mest barist fyrir á sl. ári áframhaldandi til- verurétti Styrktarsjóðs vangef- inna, sem hefur. staðið undir byggingarkostnaði við flest heimili vangefinna. Þá hefur mikið verið barist fyrir þvi að vangefnir fái þá tannlæknaþjónustu sem aðrir njóta lögim samkvæmt. Er mjög brýnt að úrlausn fáist, en árangur af þessu starfi er ekki þesslegur að von sé til að þau mál komist i höfn á næstu mán- uðum. Þá hefur stjórnin unnið ötul- lega að þvi að sett verði á heild- arlöggjöf fyrir alla þjónustu og menntun vangefinna, þvi sýni- legt er að vangefnir fá ekki sin' réttindi fyrr en henni verður komið á. Fundarmenn lýstu óánægju sinni með hve illa gengur að fá réttindum vangefinna fram- fylgt, hver vöntun væri á heim- ilum, þjónustu og ráðgjöf þeim til handa og hve skilningur hins opinbera væri litill fyrir að koma þessum málum öllum i betra horf. —EB Stal jeppa — skildi hann eftir á hliðinni Bil var stolið i Hveragerði i nótt. Fannst hann stuttu siðar á hliðinni við bæ i ölfusi. Billinn, sem er Land Rover jeppi, var litið skemmdur þar sem hann fannst, en það var um klukkustund eftir að tilkynnt var um stuldinn. Sá sem þarna var að verki reyndist ölvaður. Hann var á leiðinni til Selfoss með bil sem hann hafði fengið far með, þegar lögreglan á Selfossi gómaði hann. — EA HEFUR EINHVER SÉÐ BIFREIÐINA? Moskvits-bifreið var stolið frá Þverbrekku 4 i Kópavogi i nótt. Tilkynnt var um stuldinn klukkan 8imorgun. Bifreiðun er rauömeð svartan topp og toppgrind. Núm- erhennar erY-1873. Þeir sem ein- hverjar upplýsingar kynnu að geta gefiö eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar i Kópavogi. — EA ! Nú er það hártísku- sýning Fólk ætti aö verða öllu fróðara um sumartisku- sýningu i Sigtúni. Undanfarin ár hefur Sam- bandið sýnt nýjustu tiskuna i þessum efnum og á þessari sýningu koma 60—80 módel fram svo það ætti að vera nóg að sjá. Sýndar verða hár- greiðslur og klippingar dömu og herra. Karon samtökin sýna nýjasta sumarfatnaðinn á þessari sýningu sem hefst klukkan þrjú á sunnudaginn og er miðasala við inn- ganginn. —EA HVER HEFUR SÉÐ HJÓLIÐ? Vélhjóli, af gerðinni Suzuki, var stolið frá Holtagerði 12 á laugardagskvöld. Hjólið er rautt og numer þess er Y-202. Þeir sem einhverjar upplýsing- ar kynnu ab géta gefið eru beðn- ir að hringja i 41454 eða hafa samband við rannsóknarlög- regluna. — EA HIMPEX NAGLABYSSUR MEÐ HLJÖÐDEYFI tt IMPEX SKOTNAGLAR Umboðsmenn vorir úti á iandi eru: VESTMANNAEYJAR: Vélsmiðjan Magni. EGILSSTAÐIR: Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar. AKUREYRI: Atlabúöin. AKRANES: Gler og málning h.f. ki:ist.ia\ s. hi:i.i;aso\ Dugguvogi 2 Reykjavik simiöJlll Poslhoif 1046

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.