Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 05.05.1976, Blaðsíða 9
VISIR Miðvikudagur 5. mai 1976 9 og leikurinn með bestu Sjúkrahúsvist er börnum erfið — nœrvera foreldranna og nœgur leikur hafa allt að segja Skilningur á þvi að börn hafi sérstakar þarfir á sjúkrahúsi eykst. Það er einnig orðið ljóst að barn á sjúkrahúsi er ekki að- eins sjúklingur heldur áfram- haldandi barn. Börn þurfa við allar kringumstæður sérstaka umhyggju. A sjúkrahúsi er það helmingi mikilvægara að sam- bandið á milli barns og foreldra sé gott og að þörfinni fyrir leik sé vel fullnægt. Þetta segir John Lind prófess- or við Karolinska sjúkrahúsið i Stokkhólmi. Hann er vel þekkt- ur og hefur látið margt frá sér fara varðandi börn. Þegar barn er lagt inn á sjúkrahús er ekki nóg með að það sé veikt, heldur þarf það einnig að sætta sig við ókunnugt umhverfi, rannsóknir og þarf þar að auki að vera frá foreldr- um og systkinum einhvern tima, sem alltaf er langur fyrir barnið. Fyrir ekki svo löngu slðan þótti það tillitssemi viðbarnið ef foreldrarnir sýndu sig sem sjaldnast á sjúkrahúsinu. Heim- sóknin vakti ónauðsynlegan ó- róleika — barnið grét jú þegar foreldrarnir fóru. I dag gildir annað. Mótmæli, örvænting, afneitun Einn af þeim fyrstu sem sýndi fram á áhrif sjúkrahússvistar á börn er englendingurinn James Robertson. Fyrir um 15 árum skrifaði hann bók um smábörn á sjúkrahúsi. Robertson bendir á þrjú stig sem flest smábörn ganga i gegnum þegar þau fara á sjúkrahús: mótmæli, örvænt-. ingu og afneitun. Mótmælin hefjast strax þegar barnið er lagt inn. Barnið sakn- ar foreldra sinna. Það grætur og hrópar á þá. Það vill ekki láta hughreysta sig, heldur hlustar og gáir eftir foreldrum sinum. Þetta stig getur varað frá nokkrum timum upp I fleiri daga. Sfðan er það örvæntingin. Barnið heldur áfram að biða eftir foreldrunum en finnur og sýnir vonleysi. Það grætur oft en verkar rólegra. Oft er þetta ástand misskiliðoglitið svo á að barnið sé að sætta sig við vist- ina. Mörg börn eru ekki lengri tima en svo að það er kominn timi til að fara heim á þessu stigi. önnur, sérstaklega þau sem verða að vera lengri tima á sjúkrahúsi, ganga i gpgnum þriðja stigið, afneitun. Þá hefur barnið leitað svo lengi að for- eldrum sinum, aðþaðgetur ekki meira. Þegar þeir eru ekki hjá barninu, eins og það hefur óskað svo heitt, svarar það með því að „loka þá úti” og snúa sér heldur að starfsfólkinu. Barnið grætur ekki lengur og mótmælir ekki þegar þeir fara í lok heimsókn- artimans. Þegar timi er til kom- inn að fara heim, vill barnið kannski ekki einu sinni fara með foreldrunum. Barn sem hefur verið á sjúkrahúsi á oft við andlega erf- iðleika að striTia eftir á, svo sem erfiðleika I sambandi við svefn, það er háðara móöur sinni og föður. Stundum kemur ýmislegt fram sem ekki er alltaf svo gott að rekja til sjúkrahússvistar- innar. Börn sem hafa haft foreldra sina hjá sér á sjúkrahúsinu sýna sjaldnar áhrif en þau sem fengið hafa fáar og stuttar heimsóknir þeirra. Sambandið við foreldr- ana sérlega mikilvægt til 4ra ára aldurs. „Stöðugt samband við for- eldrana er sérlega mikilvægt fyrir börn sem eru yngri en fjögurra ára og sem enn hafa ekki áttað sig á tima, — að Það er nauðsynlegt að foreidr- arnir séu til staðar og börnin fái að leika sér, segir prófessor John Lind við Karolinska sjúkrahúsið f Sviþjóð. sjúkrahúsvistin tekur enda, að foreldrarnir koma aftur á morgun,” segir John Lind, en i samvinnu við stjórnina er nú unnið á Karolinska sjúkrahús- inu að fyrirmyndgóðrar sjúkra- hússvistar fyrir börn. ,,Ef foreldrarnir búa i nálægð við sjúkrahúsið og geta farið heim þegar barnið er sofnað á kvöldin og komið siðan aftur að morgninum er það gott. En eigi foreldrarnir langt heim þarf að sjá svo um að möguleikar i að þeir geti gist á sjúkrahúsinu séu fyrir hendi. John Lind kveðst vona að það finnist ekki lengur sjúkrahús sem ekki leyfa foreldrunum að gista hjá börnum sinum. For- eldrarnir krefjast ekki neinna þæginda, þeim nægir að fá að vera hjá börnum sfaum. „Litil börn eru mjög næm fyr- ir skilnaði við foreldra sina. Það gildir einnig um ungbörn. Að- eins það að börn geta ekki tjáð sorg sina með orðum segir ekki að hún sé ekki fyrir hendi. Það eru til foreldrar sem halda „að barnið sé enn svo litið að það skilji ekkert, en það er rangt.” „Foreldrar sem koma með barn sitt á sjúkrahús ganga oft út frá þvi að starfsfólkið viti best og það geti gert best fyrir barnið. Þess vegna er það oft þess að láta foreldrana vita að barnið þarfnast þeirra og þeir séu til staðar þegar þess er virkilega þörf. Þvi má þó ekki gleyma að það getur verið ó- mögulegt fyrir foreldri eða for- eldra að vera að nóttu til hjá sjúku barni sinu. Hver gætir barnanna heima til dæmis? Leikurinn vinnur gegn hræðslunni Skilningurinn á þvi hversu þýðingarmikil samvinna for- eldranna er hefur aukist mikið siðustu árin. Hins vegar er skilningur á mikilvægi leiksins á meðan á sjúkrahúsvistinni stendur sem örvun og hluti af meðhöndluninni, ekki nógu mik- ill, finnst John Lind. Leikurinn er oftast nær lif barnsins — bæði vinna og gleði. Á sjúkrahúsinu er leikurinn enn mikilvægari. Þá er leikurinn ekki aðeins skemmtun og hvatning, heldur getur barnið unnið á móti erfiðri reynslu á sjúkrahúsinu i gegnum leikinn og yfirunnið óþægilegar tilfinn- ingar. „Það er einnig mjög gott að foreldrar og börn leiki sér sam- an á sjúkrahúsinu. Leikurinn hjálpar einnig börnunum að færast nær hvert öðru og heim- sókn i leikstofuna er tilbreyting og næstum sólargeisli i hvers- dagsltfi sjúkrahússins.” A siðustu tveimur árum hafa hugmyndirnar um leikinn og góð áhrif hans þróast á Karo- linska sjúkrahúsinu. Starfsfólk- ið er lika á eitt sátt: leikurinn gerir barnið fyrr friskt. ,,t dag viljum við að sjúkra- húsvistin sé sem allra styst og viljum sem fæst börn inn. Það væri þvi mjög gott ef sjúkrahús- in gætu komið á móts við þau börn sem liggja sjúk heima. Það mætti leiðbeina foreldrunum og lána jafnvel út efni. Enn sem komið er er skilning- urinn á mikilvægi leiksins ekki nógu mikill, þó hann sé i raun- inni eitt besta meðalið fyrir bæði likama og sál”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.