Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 18. júlí 1976 vism Langflest börn hafa gaman af brúðuhúsum, en þar sem þau eru yfirleitt mjög dýr eru ekki allir foreldrar sem geta veitt börnum sin- um þennan munað. En það má auðveldlega bæta úr þvi og ,,smiða” brúðuhús handa börn- unum með litlum sem engum tilkostnaði. Við erum með hugmynd að einu sliku og uppskriftin er ein- föld, hendið aldrei neinu, það er hægt að nýta næstum allt i húsið og siðast en ekki sist notið hug- myndaflugið. Húsið getur orðið finasta hús, ef þið bara gefið hugmyndaflug- inu lausan tauminn. Húsið sjálft er gert úr pappa- kassa utan af stigvélum, en hægt er að nota alls kyns aðra pappakassa i „byggingarefni”. Skilrúmin milli hæðanna eru gerð úr stifum pappa, sem hvilir á bambusstöngum, likum þeim, sem notaðar eru til að halda uppi blómastilkum. Þeim er stungið gegnum veggina og festir með limbandi til að þeir tolli betur. Að sjálfsögðu er kassinn sem notaður er i húsið málaður og klipptir eru gluggar á hann. Gólf, veggir og loft eru fóðruð með afgöngum af veggfóðri, hillupappir eða öðru sliku. Stiginn er gerður úr pappa og þrepin hvila á eldspýtum sem limdar eru á pappann. Lampar i húsinu eru gerðir úr vattkúlum, badmintonboltum, og einnig má klippa hólf úr eggjabökkum og nota sem ljósakrónur. Að sjálfsögðu er hægt að kaupa tilbúin húsgögn en það er alltaf skemmtilegra að búa hlutina til sjálfur. Það má lika búa til garð eins og sýnt er á stóru myndinni og er hann gerður úr mosa, litlum greinum og steinum. Það er tilvalið að nota rigningardagana til að búa til húsið og ætti það ekki að taka langan tima. «# # # 1 m Þaö er ekki amalegt að geta drukkiö kaffiö á Hér eru húsgögnin gerö úr eldspýtustokkum sem svölunum. hafa veriö máiaöir. VÍSIR V. Útgefandi: Iteykjaprent hf. Franikvæindastjóri: Davift (iuftmundsson llitstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. Ólafur Itagnarsson Ititstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guftmundur Pétursson Askriftargjald 1000 kr. á mánufti innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakift. Blaftaprent hf. Blaftamcnn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Krístjánsson. útlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Ilverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgrciftsla: Ilverfisgölu 44. Slnri 86611 Ritstjórn: Siftumúla 14. Simi86611.7 Hnur ■< Áskriftarsími Vísis er 86611 Hringið strax og tryggið ykkur eintak af Vísi til lesturs hvern dog vikunnar fyrir oðeins 1000 krónur ó mónuði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)
https://timarit.is/issue/247100

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)

Aðgerðir: