Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 15
■m m vism Sunnudagur 18. júli 1976 Megas vinnur aö þriöju breiöskifu sinni. Hrím startar með Megasi Meistarinn Megas er enn byrjaður á plötu- upptöku, þriðju stóru plötunni sinni. Þetta er jafnframt fyrsta platan sem tekin er upp i 24 rásum i hinu endur- bætta stúdiói Hljóðrita i Hafnarfirði. Otgefandi plötunjiar er Hrim hf., nýtt fyrirtæki undir stjórn Ingibergs Þorkelssonar, sem einnig sá um útgáfu á slðustu plötu Megasar. Aö sögn lngibergs hetur upptakan gengið mjög vel miðað við að mikið er af nýjungum og tilraunum á plöt- unni. Hljóðfæraleikarar þeir, sem aðstoða Megas, hafa allir mikla reynslu i stúdiói, og sagði Ingibergur þá standa sig frá- bærlega. Varðandi þær nýjungar sem verða á plötuupptökunni vildi Ingibergur ekkert segja frekar, en sagði að platan myndi koma mörgum á óvart. _t>jM Jafnvel fyrir heymalausa.. Komin er út platan með Halla, Ladda og Gísla Rúnari sem við sögðum ykkur frá að væri á leiðinni f yrr i sumar. Hún hefur hlotið nafnið ,,Lát- um sem ekkert C" og er önnur af tveimur fyrstu plötunum sem hljóm- plötuútgáfan Ýmir gefur út. Það er nokkuð langt um liðið siðan að gefin hefur verið út góð islensk grinplata, og þvi hljóta menn að fagna þessu framtaki þremenningana og Gunnars Þórðarsonar, sem er forsvars- maður Ýmis. Efnið er i flestum tilfellum mjög gott þó að auðvitað sé það misjafnlega gott, og sjálfs’agt hlæ ég meira aö ööru en minna að hinu, og svo öfugt hjá náunganum i næstu blokk (þarna tókst mér að vera dipló...) Talandi um öfugt á plötunni fá öfuguggar Islands sinn skammt i laginu Rassmuss Bakkmann. Lagið er þýtt og viðkvæmt, eins og hæfir textan- um. Iteyndar má segja, að þar falli flis að rassi. Ákveðin bylgjulengd, sem titt er nefnd bátabylgjan, er i aðal- hlutverki i sjómannalagi plöt- unnar, og þið sem eruð svo ósvifin aðhlusta á annarra tal, glottið örugglega illkvittnislega að þessu lagi, og þau ykkar sem fá hreinlega útrás af þvi að hlusta á hana ykkur er ekki bjargar von eftir hláturkastið. Millispilið er ekki lag á plöt- unni, en þó er hægt að spila það. Þetta er sem sé hulstur plötunn- ar, sem spilar út undir stjórn Egils Eðvarðssonar, undir eftir- liti lögreglna. Gamalt fólk og popparar, sem misst hefur heyrnina, þarf þvi ekki neinu að kviða, þó það kaupi plötuna, það er alltaf hægt að spila með um- slagið. Ég ætla ekki að fara að eyði- leggja eftirvæntingu vkkar, sem hafið hugsað ykkur að fjárfesta i þessari ágætu plötu með þvi að skrifa eitthvað prógram sem segir frá endanum eins og i biómynd, en allir sem hafa ein- hvern húmor til að bera, ættu að verða sér úti um andlega fæðu ilalla. Ladda og Gisla Rúnars hið fvrsta. hinir snúi sér til Saxa læknis. —GSL „Gullkornin" vantar Undirritaöur brá sér siðastliðið sunnudagskvöld i Sesar, til þess að hlýða á ný- innflutlan plötusnúð á staðnum, Charlie McCrae. Hann hefur fengið mikið umtal undanfarnar vikur, og þá kannske helst vegna þess að hann er erlendur, þvl allt er gott sem kemur að utan, a.m.k. i augum Is- lendinga. Til þess að standa undir sliku umtali, verður viðkomandi plötusnúður eðlilega að vera góður, ef ekki mjög góður. Charlie er ekki nema sæmi- legur, hvort sem er i New York eða Reykjavik. Það er mjög eðlilegt, að hann spili soul-tón- list, þar sem hann hefur alið sina plötusnúðstið i New York, en það eru til léleg soul-lög, rétt eins og önnur tegund tónlistar á sinar slæmu hliðar, og það sem skiptir meira máli, það eru lika til eldri soul-lög. Nú er enginn vafi á þvi, að forráðamenn Sesars hafa stefnt að þvi, að gera staðinn að Soul- stað, annars hefður þeir ekki fengið Charlie hingað með plötur sinar og tónlistarsmekk. Soul hefur á undanförnum árum náð miklum vinsældum i diskot- ekum út um allan heim, góður rythmi og einfaldar og auð- fundnar taktskiptingar eigá þar mestan hlut að máli, ásamt miklu „lifi” sem oft er hægt að finna i soul-tónlist. Charlie hins vegar brýtur gullnar reglur, sem góður plötusnúður þarf að fara eftir, HVAÐA TEGUND TÓNLISTAR SEM UM ER AÐ RÆÐA. Þannig spilar hann of mikið af nýjum lögum i einu og/eða óþekktum lögum, án þess að setja á milli eldri lög eða „Gull- korn”, sem gestir staðarins kannast örugglega við. Almennt er talið, að þriðja til f jórða hvert lag þurfi að vera „gamalt og gott” eða lag sem búið er að vera vinsælt um tima, án þess þó að vera dottið upp fyrir. Gömul vinsæl lög þurfa hins vegar ekki að vera orðin nema eins og hálfs til tveggja ára, áður en hægt er að spila þau aftur með sama árangri og áður fyrr. Þannig hefði hann á t.d. 15- 20 min. getað spilað nýjustu soul- og diskólögin, en skellt á milli laginu More More More, með Endrea True Connection, sem þegar er orðið vinsælt hér- lendis, Midnight Mover, sem er gamalt gullkorn með Wilson Pickett, og Lady Bump, sem hefur verið vinsælt hér um nokkurt skeið. 011 þrjú hefðu fallið inn i hans stil. Það er regla nr. eitt hjá plötu- snúðum er ætla sér að ná vin- sældum, að segja ekkert i hljóð- nemann, ef þeir hafa ekkert að segja. Gott og vel, en að meira en tiu min. til korter liði á milli þess að eitthvað heyrist frá snúðnum er ekki vel gott. Þá er næstum þvi eins gott að spila lögin af kassettum. Skiptingar á milli laga hjá Charlie eru ágætar, og vissulega tilbreytni frá þvi sem maður á að venjast hérlendis i diskótekum. —GSL Charlie I Sesar. — Ljósm: LA unglinga- hátíö að úlf Ijótsvatni um verslunar- mannahelgi RAUÐHETTA '76

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)
https://timarit.is/issue/247100

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)

Aðgerðir: