Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 18. júli 1976 VÍSER „Við dáðumst að því sem Adolf heitinn gat gert" Vér ákærum ranglæti svik og kúgun sem þjóðin er beitt af þeim sem hafa forráð henn- ar. Vér ákærum land- ráðamenn og föður- landssvikara þá sem undir grimu „sjálf- stæðis” selja sjálfstæði þjóðarinnar i hendur erlends rikis. Vér ákærum alla nú- verandi stjórnmála- flokka og allar stétta- æsingar á kostnað þjóðarinnar. Dómstóll vor er is- lenska þjóðin, vitnin sem vér leiður er rikj- andi ástand. Þessar djarflegu setningar eru teknar upp úr fyrsta tölu- blaðinu af Ákærunni sem Þjdö- ernissinnaflokkurinn gaf út á fjórða áratugnum meöan hann var og hét. Þ j óðerni ss in n af 1 okkur in n starfaöihérá landi á fjórða ára- tug þessarar aldar og hafði hakakrossinn að merki sinu. Hafði hann töluveröan fjölda einkum ungt fólk innan sinna vébanda. Flokkurinn starfaði aðeins ■skamman tbnaog lagöist niður þegar heimsstyrjöldin hófst. Aldrei eignaðist Þjóð- ernissinnaflokkurinn þingmann eða bæjarfulltrúa en vafalaust hefur hann haft einhver áhrif á þjóðlífið. 1 bók sinni frá „Einveldi til Lýðveldis” segir Heimir Þor- leifsson að tilvera flokksins hafi haft áhrif á stefhu Sjálfstæðis- flokksins þannig að hann hafi sveigt i átt til stefnu alþýöu- hreyfingarinnar i landinu. Þaö er alla vega víst að ýmsir for- ystumenn Þjóöernissinnaflokks- ins urðu siðar meir áhrifamenn bæði i stjórnmálum og annars staðar. „Foringinn” hér á landi var Helgi S. Jónsson siðar slökkvi- liðsstjóri i Keflavik. Við fengum hann til þess að spjalla við okk- ur um starfsemi þessarar hreyfingar sem ýmsir hafa vilj- að nefna nasisma hér á landi. Stefnuskráin þótti ekki snotur „Ég held að þessar þjóðernis- hugsjónir séu okkur meðfædd- ar”,svaraði Helgi spurningunni um tildrög og ástæöur þess að ráðist var i stofnun þjóðernis- sinnaflokks á íslandi. „Viö byrjuöum á þessunokk- uð snemma. Það var árið 1933 að fyrsta „Akæran” kom út. Þá gerðum viöuppreisn gegn Gisla i Asier gaf út „Islenska endur- reisn” sem var hálfgert ihalds- blað. Gisli vildi leiða okkur undir i- haldið og að við yrðum baráttu- sveit fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þvi var ég á móti. Viö vildum hafa okkar eigin sjónarmiö og höfðum þau. Þess vegna héldum við áfram að gera flokk sem síð- ar varð flokkur Þjóðernissinna. Við bjuggum til okkar eigin stefnuskrá. Hún þótti vist ekki allsnotur, en við fengum marga ágætismenn meö okkur og var ég nefndur foringinn. Þrifallinn frambjóð- andi Þetta var alvöru- stjórnmála- flokkur. Við buðum þrisvar sinnum fram, en við náðum aldrei manni inn i bæjarstjórnir eða á þing. Sjálfur féll ég eins og skata svo þú hefur hér fyrir framan þig þrifallinn frambjóð- anda. Þeir voru okkur erfiðir hinir stjórnmálaflokkarnir. Aðallega þó ihaldið þegar það sá að ekki var hægt að nota okkur. Ihaldið var hrætt við að missa unga fólkið til okkar. En það skilaði sér flestaftur heim til föðurhús- anna. Ég vinn með ihaldinu núna. En þrátt fyrir það hef ég ekkert aflagt af minni trú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið linur en við vildum vera sterkir. Það er allt annað að fylgja drasli frá degi til dags en að skapa eitthvað nýtt.” Um þriðju gráðu yfirheyrslu hjá bretum Þið hafið varla verið vel séðir hjá bretum eftir að þeir her- námu landiö á striösárunum? ,,Á stríðsárunum var þetta allt brotið niður. Ég var tekinn til fanga nokkrum sinnum og fékk að kynnast þriðju gráðu yf- irheyrslum hjá bretum. Mér var skipað að hugsa öðru visi en það haföi litil áhrif á kallinn. Ef heimsstyrjöldin hefði ekki komiö til heföi flokkur okkar örugglega vaxið.” Takmarkið var að ná öllum völdum Þjóðernisjafhaðarmenn i Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) var i ýmsu fyrirmynd Þjóð- ernissinnaflokksins hér á landi. 1 Hitlersþýskalandi voru stjórn- málaflokkar bannaðir og rikti Hitler þar i krafti alræðis Nas- istaflokksins. — En hvcrnig hefði verið að þessu staðið ef Þjóðernissinna- flokkurinn hefði komist til'valda hér á landi? „Það var okkar takmark að ná öllum völdum”, segir Helgi. „Hina stjórnmálaflokkana hefðum við afskrifað. Bannað þá einhvern veginn. Sérstaklega hefði þetta gilt um kommúnista sem ég tala ekki um af neinni virðingu. Kratar og framsóknarmenn eru meiningarlausir og skoð- analausir Hefði afnumið kosningar Kosningar hefði ég afnumið og látið það verða mitt fyrsta verk. Það er litið vit i að þjóðfé- lagsframvindan verði að byggja á atkvæðagreiöslu. Hvað höfum viö marga flokka núna? Fimm eða sex. Ég get ekki séð að það hafi nein afger- andi áhrif. Það þarf aga. Menn vilja láta rassskella sig. Fólk vill að það sé einhver sem virkilega ræð- ur.” Spánverjar léleg tegund af mannfólki Er eitthvert land i dag sem þér finnst að Island ætli að hafa að fyrirmynd? Er til dæmis Spánn sem nefndurhefur verið fasista- riki það sem þið vilduð að kæmi hér á landi? „Ég get ekki séð neitt slikt fyrirmyndarriki nú iheiminum i fljótu bragði. Það er að mörgu leyti i áttina á Spáni, en ég held ab þeir haldi það ekki út. Mér finnst spánverjar vera léleg tegund af mannfólki, þrátt fyrir að ég ætii að fara þangað að þremur vikum liðnum. Bandarikin eru að hlaupa af sérhomin. Ég hef að visuekkert á móti amerikönum en ég vil ekki að við flytjum neitt hrátt inn”. Engin samskipti við þýska nasista Islenski þjóðernissinnaflokk- urinn hefur í daglegu tali verið nefndur „nasistaflokkur”. Astæður eru vafalaust þær að þjóðernissinnarnir litu upp til Adolfs Hitlers og varðveittu gjarnan mynd af Foringjana- um. Merki flokksins var lika hakakrossinn eins og hjá þýsku nasistunum. Einkennisbúningar marseringar og fánahyllingar hafa lika vafalaust átt sinn þátt i að i augum margra var þetta eitt og sama tóbakið. „Við vorum islenskir þjóð- ernissinnar og við áttum engin samskipti við þýsku nasistana,” segir Helgi. „Við höfðum vissa aðdáun á þvi hvað þýsk þjóðernisstefna gat gert. En þjóðernisstefna hlýtur að mótast á sinum stað. Við getum ekki flutt út þjóð- ernisstefnu og ekki flytjum við þýska nasismann hingað. Okkar hugmynd var að byggja upp islenska þjóðernis- stefnu. Þýski nasisminn er ekki útflutningsvara. Ég ber virð- ingu fyrir hverjum manni sem „íslenski þjóðernissinnaflokkurinn átti aldrei bein skipti við þýska nasista". „Þrátt fyrir að ég vinni fyrir íhaldið hef ég ekkert aflagt af minni fyrri trú" „Menn vilja láta rasskella sig. Fólk vill að það sé einhver sem rœður".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.