Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur lg. júli 1976 VISIR Arnarungarnir vinna öll störf sem til falla , hver sem titill þeirra er. Önundur flugmaður tékur gjarnan að sér telexinn. Flugfreyjurnar Hildur Reykdai og Marit Daviðsdóttir, vinna lfka skrif- stofustörf. Hér að brosa með John Schoonhaufen, flugstjóra. Arngrimur, Ævar og önundur „halda fund” um einhverja útreikninga Þeir voru léttir i skapi og hressir þótt klukkan væri ekki nema fimm um morgun. Þeir höfðu gantast góðlátlega í flugstöðvarbyggingunni og það var aðeins á gullstripunum fjórum á jakkaermum Arngrims Jóhannssonar að sást að hann var flugstjórinn i hópnum. En nú sátu þeir I stjórnklefan- um á Boeing þotu Arnarflugs og þarmeð var „óformlegheitunum” lokið. Þeir töluðu saman á ensku og önundur Jóhannsson, að- stoðarflugmaður, og Ævar Guö- mundsson, flugvélstjóri, kölluöu Arngrlm „Sir”. „Eagle Air 600” fer af stað Einn af öðrum vöknuðu Pratt & Whitney hreyflarnir fjórir til llfs- ins og „Eagle Air 600” sem var kallmerki vélarinnar i þessari ferð, fékk heimild til að aka út á flugbrautina. Þaö var rennt yfir siðustu atrið- in á „tékklistanum.” Svo lögðu Arngrimur og önundur hendur á eldsneytisgjafirnar og gáfu allt i botn. Það voru aöeins fáir farþegar um borð I þetta skipti og vélin þvi létt, enda æddi hún eins og trylltur túnfiskur niðureftir brautinni. Arngrimur sleppti eldsneytis- gjöfunum og tók báðum höndum um stýrið. Hann horfði út á flug- brautina og hélt vélinni á henni miðri. önundur horföi hinsvegar á mælaborðið og kallaöi upp hraöann. „Speed 80 knots”. „Speed V 1”. (Eftir aö búið var að kalla „V 1” verður ekki aftur snúið með flugtak. Þá er vélin á svo miklum hraða og það litiö af braut eftir að ekki er unnt að stöðva hana) „Rotate.” Arngrlmur dró stjórnvölinn að sér og nef vélarinnar lyftist. Augnabliki siðar höfðu hjólin sleppt flugbrautinni og „Eagle Air 600” klifraði upp I skýja- þykknið. Upp i sólskinið Ferðinni var heitiö til Bodö i Norður-Noregi, til að sækja „full- fermi” af Iþróttafólki á Kalott keppnina sem fór fram i Reykja- vlk sjötta og sjöunda júll. Þaö var töluvert skýjað yfir Is- landi þennan dag. Þeir félagar höfðu fengið úthlutaö 29 þúsund feta flughæö, og það var ekki fyrr enl 27.300fetum semsólin byrjaöi loks að skina. Sautjánhundruð fetum ofar var svo dregiðaf hreyflunum og sjálf- stýringin settá.Það var fariðyfir nokkur „tékklistaatriöi” I viðbót. Svo tóku þeir við kaffibolla og vínarbrauðum frá Hildi Reykdal, flugfreyju. Arngrlmur hallaði sér aftur i sætinu, setti fæturna upp á þver- stöng fyrir neöan mælaborðið og hagræddi sólgleraugunum á nef- inu. Hann leit aftur og glotti: „Það er sko betra að fljúga en vinna”. Augun leita á mælaborðið Ahöfnin i stjórnkeflanum getur nú tekið llfinu með ró um stund, en þá hefst aftur vinnan hjá flug- freyjunum, sem bera farþegun- um veitingar. öðru hverju tekur Arngrlinur hljóönema og gefur farþegunum skýrs lu um hvernig ferðin gangi, veður á áfangastaö og þar fram- eftir götunum. í stjórnklefanum er allt rólegt og aöeins mælaborðiö sýnir aö þotan æðir áfram með 455 milna hraða. En þótt mannskapurinn sé afslappaður og spjalli um daginn og veginn, leita augun alltaf öðru hverju á mælaboröiö. Þau eru tvö, önnur fyrir framan flug- mennina, hitt fyrir framan Ævar. Rúm fimm tonn á klukkustund Fjórir mælanna sýna að hreyfl- ar þotunnar gleypa um eitt tonn og þrjúhundruö kiló af eldsneyti á klukkutöna. Það eru 1,3 tonn á hreyfil þannig að alls er eyðslan um 5,2 tonn á klukkustund. Ævar reiknar með að þeir noti tæp fimmtán tn. til að komast til Bodö en I geymum vélarinnar eru tuttugu og fjögur tonn. Það er alltaf haft nóg „til vara” ef þeir skyldu þurfa I biöstakk, eða fara á einhvern annan flugvöll vegna veðurs. „Sjáiði nokkurt land strákar?” A einu radióinu hangir lltill kross I talnabandi. „Hver á þennan kross?” „Hann er sameign. Við notum hann fyrir lendingar.” Ha, ha. önundur hefur verið aö fikta I Loraninum og gefur út yfir- lýsingu um að nú eigum við að fara að nálgast Noreg. „Viö skulum kveikja á sjónvarpinu,” segir Arngrlmur og önundur teygir sig fram og kveikir á radarnum. Það liöur nokkur stund. „Sjáið þið nokkurt land strákar? ” Ævar: „Tjah, mér sýnist þetta vera Grænland.” önundur ygglir sig framan i hann. Ég byrja að taka myndir og önundur hnippir I Arngrlm: „Vertu nú dálitið flugstjóralegur I framan.” Arngrimur gripur um stýriö báðum höndum og starir fránum flugstjóraaugum á skýin

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)
https://timarit.is/issue/247100

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/3353396

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)

Aðgerðir: