Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 13

Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 13
13 vism Sunnudagur 18. júll 1976 INS og mörgum er kunn- ugt, er heimsmeistarinn i skák, Anatolí Karpov, að læra hagfræði. Þess vegna var ekkert eðli- legra en að viðtal við hann birtist i tímaritinu Ekonomia í organísatsía promys- lennovo proisvodstva (Hagfræði og skipulag iðnaðarins). En búast má við að fleiri en hagfræðingar hafi áhuga á svörum Karpovs .... — Þú ert fyrsti hagfræðingur- inn sem nærð svona langt i skák- listinni. Áður hafa verkfræðingar, lögfræðingar, blaðamenn og stærðfræðingar orðið heimsmeist- arar, en enginn hagfræðingur. Er eitthvert samband mllli hagfræði og skéklistar? — Ég held ekki að um beint samband sé að ræða. Eigum við að breyta orðalaginu á spurning- unni? Hvernig stóð á því að ég, skákmaðurinn, valdi einmitt hag- fræði, og hvernig kemur það heim og saman við skákina? Það er erfitt að finna eitthvað likt með þessu tvenhu, nema ef vera skyldi að hvorttveggja kref3t rökréttrar hugsunar. Rökrétt hugs- un er mikilvægust. Þar er komið fyrirbæri, sem er grundvallaratriði bæði i skák og hagfræði. En er ekki eitthvað sameiginlegt i teoríu beggja þessara greina? Hjálpar ekki stærðfræðiþekkingin þér? Er það ekki einmitt hún sem býr að baki þessa margumtalaða „rationalisma" í leikmáta þínum? — Ef til vill er réttara að segj'a, að maður læri jafnhliða skákteoríu og hagfræðiteoríu. Án efa nýtur maður góðs af þvi á báðum svið- ,/Eg gœti tef It allan daginn" - segir Anatoii Karpov heimsmeistari i skák unum. Hvað snertir útreikning á hagstæðustu lausninni má vafa- laust finna sameiginlega punkta. En að sjálfsögðu er ekkert sam- band milli hagfræðimenntunar og skákhæfileika. Ég vil þar að auki halda því fram, þvert ofan i út- breidda skoðun, að ekkert sam- band sé milli stærðfræði og skák- listar. Ég þekki nokkra stórmeist- ara sem kunna ekkert í stærð- fræði og hafa aldrei fengist við hana. — Þú hefur sagt í viðtali, að uppáhaldsnámsgrein þín sé póli- tisk hagfræði. Hvernig stendur á því? — Það er erfitt að útskýra. Al- veg eins og það er erfitt að út- skýra hvers vegna ég fæst við skák. Mér þykir gaman að skák. Ég get ekki hugsað mér að vera án hennar. Sama máli gegnir um áhuga minn á hagfræði, og þá sérstaklega pólitiskri hagfræði. Ef til viII er það vegna þess að hugs- uður á borð við Marx lagði grund- völlinn að þeirri fræðigrein. I fjölmiðlum hefur stíl þinum verið likt við stíl Botvinniks og Capablanca. Er það rétt? — Hvað Capablanca snertir, er það alveg eðlilegt.. Kennslubók hans var fyrsta skákbókin sem ég las spjaldanna á milli. Hugmyndir hans hafa haft áhrif á mig, en varla er rétt að segja að ég noti þær. Það er ómögulegt, því að hver skákmaður, sem náð hefur vissum árangri, verður að koma með eitthvað nýtt, eitthvað frá honum sjálfum, til þess að ná lengra. Einu sinni var Capablanca ósigrandi, en svo fundu menn upp aðferðir til að tefla við hann. Þannig er um alla skákmenn. Það væri þýðingarlaust fyrir mig að fara að tefla eins og Capablanca. Botvinnik hefur haft stóru hlut- verki að gegna í skákmenntun minni. Hann var fyrsti kennari minn á heimsmælikvarða. Þvi mið ur stóð samstarf okkar ekki lengi yfir. Hvernig gengur að sameina skák og nám? — Það gengur, en að vísu erfið- lega. Ég missti úr heilt námsár. Það var þegar ég tefldi i júnior- HM og neyddist til að undirbúa mig rækilega. Þá helgaði ég mig allan skáklistinni. Allt lif mitt geng- ur i hringi. Flest stóru mótin fara fram á sama timð og prófin i há- skólanum. Á veturna er það sov- éska keppnin, á vorin alþjóðleg stórmót. Þetta hefur í för með sér að ég neyðist til að „þenja út" próftímann. Sum prófanna tek ég á undan skólasystkinum minum önnur á efhr þeim. Hvað snertir daglegt skáknám, er erfitt að takmarka sig. Ef ég er í „stuði" get ég teflt allan daginn. — Hvað finnst þér um skákstíl Fischers? Að hvaða leyti er hann ólíkur þínum stil? — Robert Fischer er einn sterk- asti skákmaður allra tima. Hann hefur fært skáklistinni sérstakan baráttuvilja. Fischer teflir mjög brátt, hann reynir að vinna hverja skák. Sumum finnst still okkar Fisch- ers að einhverju leyti líkur, og að við höfum sömu afstöðu til skák- listarinnar. En ég held að stór munur sé þar á. Við teflum ekki á sama hátt. Þegar við höfum hvítt teflum við báðir til vinnings, reyn- um að fá forskot strax í upphafi og hagnýta okkur síðan allt sem getur orðið okkur til vinnings. En Fisher teflir lika til vinnings þegar hann hefur svart Það geri ég lika oftast, en leikur okkar er ólikur. Fischer reynir að sjá út strax hvað á eftir að gerast. Kannski er það þess vegna sem hann velur-alltaf skörpustu möguleikana. Ég fer öðruvisi að. Ég reyni ekki að vinna eða ná yfirhöndinni strax i upp- hafi. Svartur stendur verr að vigi frá upphafi, þvi að hann missir af einu tempói. Þess vegna þarf hann fyrst að jafna leikinn og siðan reyna að ná yfirhöndinni og sigra andstæðinginn. Þannig tefli ég þegar ég hef svart. Fischer teflir mjög hratt, senni- lega hraðar en nokkur núlifandi stórmeistari. En það er vegna þess að hann þekkir fjöldann allan af svokölluðum standard-stöðum i miðspilinu, svo ekki sé minnst á byrjunarleikina, sem hann hefur lært til fullnustu. Hann á alltaf miklar birgðir af yfirgangsstöðum frá opnun til miðspils. — En þú teflir lika hratt og lendir sjaldan í timahraki. Já, það gerist sjaldan. Ég vil halda þvi fram að sjálfsstjórn hafi stóru hlutverki að gegna i bar- áttunni við timahrakið. Hvers vegna lenda margir skákmenn i timahraki? Vegna þess að þeir sóa tímanum í byrjun, af þvi að þeir halda sig hafa nógan tima. Sú skoðun er algeng meðal skák- manna, að sá sem lendir i tíma- hraki muni gera það hversu mikinn viðbótartima sem hann fær, hvort sem það eru tiu minútur eða hálf- timi á leik. Það er vani hans. Að sjálfsögðu er þess krafist að mað- ur hugsi skýrt og reikni fljótt. Þeim eiginleika býr Fischer yfir, og ég lika. auglýsir FYRIR SUMARFRÍK) Fólksbílakerrur Eigum á lager nokkur stykki af þessum vinsælu kerrum (2 stærðir). Bátavagnar Örfá stykki fyrirliggjandi fyrir báta allt að 14 fetum.AAeð litlum breytingum má nota þá fyrir snjósleða. Festingar fyrir kerrur 50 m m kúlur og lásar, Ijósatengi o.fl. Látum útbúa beisli á bílinn ef óskað er. Farongursgrindur Fyrirliggjand.i tvær gerðir af farang- ursgrindum og grindarbogum og úrval af teygjum og böndum. Einnig: AAikið úrval af öðrum vörum, svo sem þriggja punkta rúllubelti, barnastólar, barnabílbelti, 12 v loftdælur, speglar, (margar gerðir m.m. fyrir hjólhýsi), hjólkoppar fyrir 10-15, kasettutödkur o.m.f I. Litið við eða hringið G.T. BÚÐIN HF. Árnúla 22. R. S. 37140. BAUSCH & LOMB MJÚKAR 51 ««pi - - & v;; i ■ §l UNSUR í fyrsta sinn á íslandi BAUSCH & LOMB mjúkar augnlinsur. Sjást alls ekki á auganu og valda ekki óþægindum. BANKASTRÆT114. SÍM! 16000

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)
https://timarit.is/issue/247100

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

163. Tölublað - Helgarblað (18.07.1976)

Aðgerðir: