Vísir - 18.07.1976, Side 3

Vísir - 18.07.1976, Side 3
vism Sunnudagur 18. júli 1976 3 „Ég kemst ekki yfir að eyða því sem ég þéna" „Núorðið drekk ég ekk- ert að ráði," sagði Lee Marvin um leið og hann pantaði handa okkur Martini. Við ræddum saman i ibúð hans á hóteli við Park Lane i London. Lee var staddur i London vegna frumsýningar á myndinni ,,Shout at the devil” en hann leikur irsk-ameriskan drykkjusjúkling i þeirri mynd. Lee hefur sjálfsagt séð á svipn- um á mér, að ég trúöi svona mátulega þvi sem hann hafði full- yrt um drykkju sina. „Þú mátt trúa því, að ég drekk ekki svo mikið núorðið, lengsta bindindistimabilmitt var lövikur og það var núna um daginn á meðan ég dvaldi í Afriku viö töku myndarinnar „Shout at the devil”. Þetta var löng mynd”, bætti hann við. Efasemdir minar voru enn þær sömu. Ég spurði hvort ekki væri sattað hann hefði nýlega háð 10 klukkustunda vodkadrykkju einvfgi við Oliver Reed að lokinni töku á siðustu mynd þeirra félaga. „Ég myndi aldrei keppa við Oliver Reed i neinu ööru en leik”, sagði Lee, ,,og þar að auki var þetta einvigi háð fyrir upp- töku myndarinnar en ekki eftir að henni var lokið”, bætti Lee Marvin við. ,,Rétt áður en upptaka myndar- innar átti að hefjast kom Oliver til min og ég stakk uppá að við fengjum okkur drykk saman. Leikstjórinn, sem var viðstaddur gekk út á augabragði. Oliver fékk þennan glampa i augun og ég var til i tuskið, þvi enn er i mér keppnisandi. Við byrjuðum að drekka og svo man ég ekki meir. Mér hefur verið sagt aö ég hafi dáið á undan Oliver. Eftir útliti Lees að dæma virö- ist drykkjuskapur hans, sem frægur er orðinn, ekki hafa gert honum mikið mein. ,,Ég get hvað sem er, ef ég fæ eina viku til að hressa mig við,” rumdi Lee. • Hvaö ef læknir tilkynnti þér, að af heilsufarsástæöum yröir þú að hætta aðdrekka”? spurði ég. Lee hryllti augljóslega við tilhugsun- inni og hann gaf sér góðan tima, áður en hann svaraði. ,,t fyrsta lagi mundi ég ekki trúa lækninum en ef svo kæmi i ljós að hann hefði haft á réttu að standa, þa mundi ég hætta. Eins og ég hef getið um áður þá drekk ég alls ekki mikið núorðið en það kemur ekki til af góðu. Þeir eru orðnir svo sárir timburmennirn- ir, sem ég fæ. „Venjulega leik ég ekki i aug- lýsingum,” hélt Lee áfram. „ég þarf ekki á þvi að halda. Þegar mér var boðið aö leika i auglýs- ingu um timburmannameðal þá var mælirinn fullur. Umboðs- maöur minn neitaði fyrir mina hönd og sagði aö ég vildi heldur timburmennina en þessa meðala- auglýsingu. — . A hinn bóginn verö ég að viðurkenna að það er fátt sem ég hata meira en timbur- menn. Það er ekkert sem læknar þá. Fólk sem drekkur of mikið verður að borga fyrir það á þenn- an hátt. Lee ræddi um stund um hve stundum væri gott að geta gleymt öllu yfir drykk. Ég hugsaöi með mér, aö það væri' senni'iega skemmtileg reynsla að eyða Lee Marvin rœðir um kvikmyndaleik sinn, drykkjuskap og fleirra kvöldi með Lee, á skemmtistöð- um eöa heimili hans i Malibu, þar sem hann býr með seinni konu sinni, Pamelu. Slikar hugsanir hurfu út i veður ogvind, þegar hin 50 ára gamla „stórstjarna” byrjaði að tala um lifshlaup sitt. Lee hafði leikið ýmis skapgerðar- hlutverk áður en hann vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn f gamanmyndinni Cat Ballow. „Ég vann með John Ford aö nokkrum myndum,” sagði Lee. ..John var einn af fáum leik- stjórum, sem ég hef borið virð- ingu fyrir. Þegar hann lá fyrir dauðanum fór ég til hans og spurði hann hvort hann ætlaði að deyja. Hann svaraði þvi játandi og spurði hvort hann gæti fengið mynd af bátnum minum. Ég náði i myndina og ritaði nafn mitt á hana. John var þá orðinn mjög veikur en við sátum þann dag allan og þömbuðum bjór. Hann sagði mér að læknir hans hefði leyfthonum að drekka bjór” Þaö var góður læknir, sem hann hafði,” sagði Marvin og brosti. Lee er haldinn „veiðidellu” og i mörg ár hefur hann reynt að slá met fiskimanns i Perú, sem árið 1954 veiddi 1560 pund á öngul á einum degi. Besti árangur Lees til þessa er 1320 pund. Lee fer heimshornanna á milli i veiðitúra og uppáhaldsstaður hans um þessar mundir er Kyrrahafs- strönd Ástraliu. Lee Marvin sýnir engin merki þess, að hann hyggist hætta kvik- myndaieik. Astæðuná fýrir 'þvf, að hann hafnaði hlutverki i „Okindinni” segir hann vera, að hann langaöi ekki til að kljást við gervifisk. „Ég sé ekki eftir að hafa hafnað hlutverki i þeirri mynd”, sagði Lee. „Éghefði grætt á þvi mikla peninga, en ég kemst ekki yfir að eyða þvi sem ég þéna þannig að það hefði ekki breytt neinu. Lee hefur leikið á ferli sinum allar tegundir bófa og glæpa- manna og oft á tiöum hefur hann leikið hreina skúrka. Fyrir menn með slika reynslu eru skoðanir Lees á ofbeldi á hvita tjaldinu aðrar en búast mætti við. Mikið af þvi, sem kallað er of- beldi i kvikmyndum er alls ekki ofbeldi, heldur sadismi. Þegar of- beldi er látiö fara fram i kvik- myndum eins og um auðveldan eða eðlilegan hlut sé að ræða og þeir sem I hlut eiga látnir komast upp með sinn skúrkshátt, hugsa áhorfendur með sér að þeir gætu eins ráðist i ofbeldisaðgerðir. Kvikmyndir sem þessar eru hættulegar”. Lee ætti að þekkja þetta, þvi hann hefur bæöi unniö fyrir sér meiri part ævinnar við að leika i glæpamyndum og einnig kynnst ofbeldi i raun, en hann var i her Bandarikjanna á striðsárunum. Lee Marvin lék á fyrri hluta ferils sinsalls kyns hlutverk, sem aðrir höfðu neitað að taka að sér. Hann var eins konar ruslakista fyrir slæm hlutverk. Siöan hann fékk Oskarsverð- launin fyrir leik sinn i Cat Ballow hefur hann leikið i fjölda þekktra mynda oger einn af eftirsóttustu leikurum heims. Meðal nýrri mynda hans má nefna, Paint your wagon, Point blank, Emperor of the north og The dirty dozen. Að lokum spurði ég Marvin hvort hann teldi sig geta hætt aö leika i kvikmyndum. „Já, ætli það ekki, ég myndi sennilega fara að vinna á bensin- stöð”. Af hverju á bensi'nstöð? „Ég held ég gæti lagt flest fyrir mig, en ég held ég yrði góður á bensfiistöð”.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.