Vísir - 18.07.1976, Blaðsíða 9
FerOamöguleikar eru fjölbreyttir á „eyjunni grænu.” Vagn af þessu
tagi er hægt að leigja fyrir litið, ef menn vilja sfður feröast um i bila-
leigubil, eða á annan hversdagslegan hátt.
Mest er drukkiö af hinum dökka Guinnes bjór 1 bjórstofunum á trlandi,
en hann er framleiddur i Dýfiinni.
til Irlands til aö versla. „Þið eruö
þó ekki aö koma i innkaupa-
leiðangur i dýrtiöina sem hér
er?” varö einum að orði. Honum
varð oröfall þegar honum var
sagt, að i írlandi væri verö á flest-
um vörum aö minnsta kosti helm-
ingi lægra en á islandi.
írinn horföi meö meöaumkun á
okkur. Þvilikt voðaland, þetta ts-
land, bæöi bjórlaust og dýrt!
Þaö eru engar ýkjur, aö flest-
allt sé helmingi ódýrara i írlandi
en hér heima. Á sumum vörum er
verðmismunurinn jafnveí enn
meiri. Þess ber þó að gæta, að
laun eru almennt heldur lægri en
hérlendis.
En það er fleira en það sem i
ferðatöskuna fer, sem er ódýrt i
irlandi. Matur er þar ódýr, og er
þá sama, hvort um er aö ræöa
matvörur i matvöruverslunum
eða mat á veitingastööum. Þykk-
ar og safarikar steikur meö öllu
tilheyrandi kosta þar á almenn-
um veitingastöðum i kringum eitt
pund eöa þrefalt eöa fjórfalt
minna en á sambærilegum stöö-
um hér heima. Eins er verð á vin-
veitingum miklum mun lægra.
Tvöfaldur vodki eöa viski kostar
þar t.d. i kringum 350 krónur.
Bjórkolla kostar helmingi minna.
Talandi um bjórinn á Irlandi er
rétt að minna á þaö, aö hinn frægi
Guinnes-bjór er einmitt „fæddur
og uppalinn” i Dýflinni, en fram-
leiðendurnir eru nú komnir meö
brugghús viða um heim. Þessi
vinsæli bjór er kaffisvartur og
ákaflega þykkur. Hann er súr og
saðsamur, og froöa hans er likust
hálfþeyttum rjóma. Þessum
drykk skola innfæddir niður eins
og reykvikingar Gvendarbrunna-
vatni, en tæpast nær nokkur maö-
ur aö drekka sig ölvaðan af bjór
þessum áður en hann er búinn að
fá sig „saddan” af honum.
Það er sömu sögu aö segja af
vinveitingastöðunum I Dýflinni
og annars staöar þar sem bjór er
til sölu, háreysti og áberandi ölv-
un eru minni en á vlnhúsum
Reykjavikurborgar. Á bjórkrán-
um sitja menn i rólegheitunum
yfir bjór sinum og spjalla viö
kunningjana og á dansstöðum er
nánast engin hætta á þvi aö veröa
rutt um koll af ofurölvi gestum,
eins og er þvi miður nokkuö al-
gengt á skemmtistöðunum hér
heima. Það tiðkast óviða sama
ómenning i neyslu áfengra
drykkja og hér heima.
Látum nú útrætt um bjór og
innkaupatuðrur.
Fegurðin og friösældin i Dýfl-
inni er geysimikil. Tré og blóm
fylla garða, bæði húsagarða og
almenningsgarða. Tré standa upp
úr gangstéttum og helst umferð-
areyjum lika þar sem þvi verður
við komið. Húsum er vel við-
haldið og er righaldið i gamla
byggingarlagið og múrsteinana
við nýbyttggingar.
Fjölbýlishús eru sárafá i borg-
inni, flestir búa i einbýlishúsum
með myndarlega garða út af fyrir
sig.
Allir leggjast á eitt um að halda
borginni hreinni. Skilti blasa lika
hvarvetna við með hvatningar-
orðum þar að lútandi. „Það er á
þinu valdi, að borgin sé hrein og
fin” segja þessi skilti.
Þessi 800 þúsund manna borg er
engri annarri lik. Hún hefur ekki
misst andlitið eins og svo ipargar
borgir Evrópu, sem hafa drekkt
sér i blikkandi og litskrúðugum
ljósaskiltum og eru allar eins og
steyptar i sama mót. Dýflin er
alltaf sama gamla Dýflin.
Borgin hefur þó sina skemmti-
staði, diskótek með þrumandi
rokki og svo aftur gamaldags
skemmtistaði, sem gjarnan eru
til húsa i gömlum köstulum eða
bóndabæjum, þar sem þess er
gætt, að allt sé með gamla laginu,
Nýtiskulegar stórverslanir eru
þarna lika, og þar er allri tækni
beitt til að gera þjónustuna sem
fullkomnasta og hraðvirkasta, en
það er lika hægt að versla á úti-
mörkuðum, þar sem kaupmaður-
inn er með vörur sinar undir hús-
vegg og i vögnum (gjarna barna-
vögnum). Þú getur tekið þér á
leigu glæsilegan bil til að skoða
þig um I borginni og þú getur lika
farið i skoðunarferðina sitjandi i
hestvagni. Og þegar þú ferð um
sveitirnar getur þú ferðast um i
sigaunavagni með hestum
spenntum fyrir.
irar gleyma ekki gamla laginu,
þó að það komi kannski eitthvað
nýtt fram á sjónarsviðið.
Já, I þvi sambandi má ekki
gleyma að geta um hið uppruna-
lega tungumál ira, keltneskuna,
sem enn er i heiðri höfð þó að nú
sé svo komið, að flestir tali ensk-
una hversdags. „Ég tala helst
aldrei annað en keltnesku við
börn min. Ég vil að þau kunni
hana lika,” sagði leigubilstjóri,
sem ég tók mér far með. Hann
sagðist hins vegar tala ensku við
vinnufélagana og viðskiptavin-
ina. Fannst honum það mjög
miður, að irar skuli vera aö týna
niður sinu gamla tungumáli.
Á mörgum byggingum, götu-
skiltum og leiöarvisum má sjá
keltneskuna við hlið enskunnar.
Leturgerðin i gamla málinu er á
margan hátt frábrugðin hinni
nýrri. Þannig er t.d. notaður afar
skritinn stafur, sem stendur fyrir
,,th” i enskunni. Hann er einna
likastur margsnúnu ,,T” með
punkti yfir. Það verður þvi litið
merkilegur bókstafur I augum
Þau skemmtu islendingunum þegar þeir borðuöu eitt kvöldið i Abbey
Tavern, gamalli hlöðu, sem hefur verið breytt i skemmtilegan veit-
ingastað. Sá sem er lengst tii vinstri i fremri röð er að spila af mikilli
leikni á tvær teskeiðar.
ira, þetta „Þ”, sem nafn mitt
byrjar á og skrifa þarf sem „th” á
erlend plögg.
Þegar haldið var heim til is-
lands á fjórða degi voru allir is-
lendngarnir i þéssari hópferð á
einu máli um þaö, að ferðin hefði
að minnsta kosti verið helmingi of
stutt. Það væri svo margt, sem
þyrfti að skoða og upplifa i borg-
inni. Margir töluðu lika um það að
koma siðar og verja þá allt að
tveim til þrem vikum i Irlandi og
feröast þá almennilega um landið
en möguieikar á hrifandi ferðum
um eyjuna eru fjölbreyttir.
Má geta þess i þvi sambandi, að
Samvinnuferðir eru nú að hug-
leiða aðra hópferö til „eyjunnar
grænu”. Yrði hún farin i haust.
Endanleg ákvörðun hefur ekki
enn verið tekin.
'w