Vísir - 28.08.1976, Side 1

Vísir - 28.08.1976, Side 1
y Þörungavinnslan við Breiðaf jörð: Selur fullunna vöru ódýrar en hróefnið kostar Þörungavinnslan við Breiða- fjörð á við mikla f járhagsörðug- leika að etja, svo mikla að um daginn var erfiðleikum bundið að greiða starfsmönnunum iaun sin um tima. Fyrir hvert tonn af þaramjöli, sem selt er til Skotlands fær Þör- ungavinnslan 43.000.00 krónur, en þarf að greiða mönnum, sem handskera þangið 40 þúsund krónur fyrir hvert tonn, ef þeir skera meira en 40 tonn á mánuöi. Ef þeir skera minna, er greitt 30 þúsund krónur fyrir hvert tonn. Að sögn Páls Jónssonar, fram- kvæmdarstjóra Þörungavinnsl- unnar, er verðið svona mismun- andi, þvi verksmiðjan þarf að sækja þangið á skurðstað og þvi er reynt með þessu móti að hvetja menn til að skera meira þang. t viðtali við Pál, sagöi hann að fyrir vélskurð væri greitt ákveðið verð, án tillits til magns, enda væri það á vegum verksmiðjunnar, sem vélskurðarprammarnir væru gerðir út. Ljóst er að fyrir hvert tonn af slegnum þara fást ekki nema nokkur hundruö kiló af þurrkuð- um og muldum þara, þannig aö augljóst er að fyrirtækið er rekið með tapi. Stofnkostnaður þessa fyrirtæk- is er orðinn óheyrilega hár, ef einnig er tekið tillit til alls konar framkvæmda, sem óhjákvæmi- legar voru, þegar verksmiðjan var reist. Forsœtisráðherra Noregs í opinbera heimsókn Forsætisráðherra Noregs, Odvar Nordli og kona hans, Marit Nordli komu i opinbera heimsókn til ts- lands í gær. Rikisstjórnin tók á inóti þeim hjónum með viðhöfn I ráöherrabústaðnum, svo þáðu þau matarboö Geirs Hallgrimssonar, forsætisráðherra. t dag heimsækir forsætisráðherrann forseta tslands, dr. Kristján Eldjárn og konu hans, frú Halldóru en þaðan verður farið til Þingvalla i skoðunarferð. Að henni lokinni þiggur ráðherrann matarboð rikisstjórnarinnar að Hótel Sögu. A morgun fara forsætisráðherrahjónin til Húsavikur, Mývatns, Kröfiu og Akureyrar og baðan til Reykjavikur. A mánudag feröast þau uin Suðurlandið, koma við hjá Gullfossi, Geysi, Skálholti og Laug- arvatni og skoða einnig þann dag Hafrannsóknarstofnunina. Kvöldverður verði r að Þingholti. Heimsókninni lýkur á þriðjudaginn, 31. ágúst meö brottför frá Keflavik kl. niu árdegis. —RJ Gert ráð fyrir fjöl- fötluðum börnum á barnaheimilinu # bis. 3 Morðið á Miklubraut: Þýsku sér- frœðingarn- ir vinna að málinu Seint i gærkvöldi hafði ekki tekist aö upplýsa morðið á kon- unni i húsinu númer 26 við Miklubrauti Reykjavik i fyrra- dag. Fjöldi rannsóknarmanna vinnur aðrannsókn málsins, og þeim til aðstoðar eru þýsku rannsóknarlögreglumennirnir sem hér hafa verið að undan- förnu vegna rannsóknarinnar á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Eins og áður hefur komið fram var konan sem myrt var að lita eftir i húsi vinafólks sins er atburðurinn átti sér stað, en ekki er vitað um nánari tildrög. Helst er þó taliö að hún hafi veriðhöggvin ihöfuðið, en mikl- ir áverkar voru á likinu er að var komið. Þaö var sambýlis- maður konunnar sem kallaði á lögregluna til að komast inn i húsið, en þá var hann farinn að óttast um hgna. Var klukkan þá um 22 á fimmtudagskvöldiö, og er talið að konan hafi þá verið látin i a.m.k. 5 klukkustundir. Rannsóknarlögreglan beinir þvi til fólks að það skýri frá þvi ef það hefur orðið vart við ein- hverjar mannaferðir við um- rætt hús á fimmtudaginn, og eins ef það hefur einhverjar aðrar upplýsingar um málið. Síðustu fréttir: Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar seint I gærkvöldi hafði enginn verið handtekinn vegna morðsins. Hins vegar munu nokkrir hafa verið kallaðir fyrir og yfir- heyrðir, en þeim siðan sleppt aftur. Konan sem lést hét Lovisa Kristjánsdóttir Eirilcs- götu 17 i Reykjavik. — AH Yfirvofandi stór- tjón við heyköggla- verksmiðju $já baksíðu HELGARBLAÐIÐ FYLGIR MEÐ í DAG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.