Vísir - 28.08.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 28.08.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Porsteinn Pálsson, ábm. ólafur Ragnarsson Rilstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaöamenn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, ólafur Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 50 kr. cintakiö. Blaðaprent hf.__________________ Vandamál framundan Rétt tvö ár eru nú liðin siðan rikisstjórnarsam- vinna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins hófst undir forsæti Geirs Hallgrimssonar, en þá höfðu þessir flokkar verið i andstöðu i samfellt átján ár. Það er vægt til orða tekið, að hrein ringulreið hafi rikt i efnahagsmálum, þegar þessi stjórn tók við. Engin gjörbreyting hefur orðið á framvindu efnahagsmálanna á þessu timabili. Að visu hefur tekist að lækka verðbólguna úr 50% niður i 30%. En um leið er á það að lita að núverandi verð- bólgustig er óþolandi með öllu, kippir stoðunum undan heilbrigðu efnahagslífi og brýtur niður allt sem kallað er siðferði i þjóðfélaginu. Tilraunir til að lækka rikisútgjöld i hlutfalii við þjóðarframleiðslu hafa mistekist. Þingið hefur tvívegis a.m.k. hindrað áform rikisstjórnarinnar i þeim efnum. Skuldasöfnun hefur haldið áfram i talsverðum mæli, og i raforkumáium hefur fjár- festingarfjármagn verið nýtt mjög óskynsam- lega. Á móti þessu kemur, að viðskiptahallinn við út- lönd er hvergi nærri eins mikill og áður. Má rekja það bæði til breyttra ytri aðstæðna og aðhaldsað- gerða af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá hafa við- skiptakjör farið batnandi að undanförnu. Á ýms- an hátt er þvi heldur að rofa til i efnahagsmálun- um. Mesti vandinn, sem rikisstjórnin stendur nú frammi fyrir, er að koma i veg fyrir að efnahags- batinn leiði til nýrra þensluaðgerða. Þegar er farið að bera á kröfugerð hagsmunasamtaka og opinberra aðila, sem sýnir að hér er hætta á ferð- um. í annan stað er óhjákvæmilegt að beita enn strangari aðhaldsaðgerðum til þess að draga úr verðbólgunni. Ef það tekst ekki blasir við hreint upplausnarástand i þjóðfélaginu. Stjórnmála- flokkarnir bæði i stjórn og stjórnarandstöðu verða að sýna að þeir ráði við þennan vanda. Það stenst ekkert þjóðfélag slika röskun á verðmæta- mati, sem þetta verðbólgustig hefur i för með sér. Þá stendur rikisstjórnin frammi fyrir þvi að þurfa að taka föstum tökum á þeirri eiginlegu skálmöld, sem nú rikir i fjármálalifi þjóðarinnar. Að undanförnu hefur komið i ljós, að svikastarf- semi hefur grafið um sig viða i þjóðfélaginu. Hér er um að ræða hættulega meinsemd, sem óhjá- kvæmilegt er að uppræta. Borgararnir gera kröfu til strangra aðgerða i þessum efnum. Verst er, að stjórnmálaflokkarnir standa ekki of traustum fótum i þessum efnum. Fyrr á þessu ári upplýstist t.a.m., að annar stjórnarflokkanna hefur flækst inn i mjög vafa- söm viðskiptamál. Og nýlega hefur verið opin- berað, að forstöðumenn málgagns stærsta stjórnarandstöðuflokksins hafa hagrætt skatta- málum sinum svo, að þeir fá endurgreiðslu hjá gjaldheimtunni. Engum blöðum er um það að fletta, þegar á þessar aðstæður er litið, að brýn þörf er á rögg- semi og ákveðnum aðgerðum. Þó að miðað hafi i rétta átt á mörgum sviðum undanfarin tvö ár, er alveg ljóst, að rikisstjórnin mun þurfa að glima við mörg erfið mál á næstunni. Laugardagur 28. ágúst 1976 Umsjón: Guömundur Pétursson I ▼ ^ -----------------------------------------1 Þegar Ford forseti valdi sér að vara- forsetaefni hinn 53 ára gamla öldunga- deildarþingmann Kansas, Robert Dole, hafði hann tvennt í huga. Annað var að skapa einingu meðal hinna stríðandi afla í flokknum. Hitt var að þessi nýi stríðsmaður í kosninga- baráttu Fords kann þá list, að snúa töp- uðu tafli upp í sigur. Valið kom mönnum nokkuð á óvart. Síðustu dagana fyrir f lokksþingið höfðu menn helst getið upp á Ronald Reagan, Howard Baker eða jafnvel William Ruckelshaus, fyrrum aðstoðardóms- málaráðherra. En Ford valdi þann manninn, sem lík- astur er honum í skoðunum. Auk þess sem hann þekkti Dole vel frá fyrri tíð í fulltrúadeildinni. Þar störfuðu þeir Ford og Dole saman í þingflokki repú- blikana i átta ár. Fyrstu viöbrögö viö vali Fords á Dole benda ekki til annars, en aö flokksmenn láti sér þaö vel lynda. Þegar Ford kynnti varaforsetaefni sitt, lagöi hann áherslu á þaö, að Reagan keppinautur hans úr forkosningunum væri samþykkur valinu. Kosningastjóri Reagans, Paul Laxalt, öldunga- deildarþingmaður, stóö Ford á hægri hönd, þegar hann kunngerði valiö, og lýsti þegar i stað yfir vel- þóknun sinni. Biöa verður siöan kosningaúrslitanna sjálfra i nóvember til þess að fá úr þvi skoriö, hvort bar- áttuharka Dole hafi verið rétt metin hjá Ford. A flokksþinginu sjálfu haföi Dole fátt aö segja um sinn hlut i kosningabaráttunni framundan. Hann rifjaði þó upp, að þegar hann bauö sig fram til öldungadeildarinnar fyrir Kansas árið 1974, sýndu skoðanakannanir, að mótframbjóöandi hans naut 12% meira fylgis. — Ford forseti tók sér þá ferð á hendur til Kansas til eð leggja hönd á plóginn meö Dole, sem sigraöi. „Þaö finnst mér gefa visbendingu um, að snúa má skákinni viö,” sagöi Dole. Robert Dole Þar sem maðurinn er alinn upp i einu helsta landbúnaöarfylki Bandarikjanna, er ekki nema eölilegt, aö hann láti landbúnaöarmál mest til sin taka. 1 landbúnaöar- og skógarnefnd öldunga- deildarinnar er hann aöaltalsmaöur minnihlut- ans, repúblikana. Hann hefur mjög beitt sér fyrir veröbótum, eða niðurgreiðslum, eins og viö mundum nefna þaö, fyrir bændur. Bob Dole var landbúnaöarráöunautur sendi- nefndar Bandarikjanna á matvæla- og landbúnaö- arráöstefnu Sameinuöu þjóöanna i Róm 1965. Hann var fulltrúi i þingnefnd, sem heimsótti Ind- land 1966 til aö kynna sér matvælaskortinn þar. Einnig var hann i svipaöri nefnd, sem 1967 fór til austurlanda nær aö kynna sér ástandið hjá flótta- mönnum Araba. Hann var formaður landsnefndar Repúblikana- flokksins eitt ár, valinn aö undirlagi Richards Nixons 1971. Þrátt fyrir yfirburöarkosningasigur Nixons 1972, féll Dole i ónáö og hrapaöi i metorö- um innan flokksins. Hann sakaöist ekki viö forset- ann um þaö, en gagnrýndi „þá nafnlausu, andlits- lausu fáu menn i Hvita húsinu, sem virðast finna persónulega nautn i þvi aö troöa einhvern niður i svaöiö”... eins og hann oröaði þaö þá. Seinna meir tók Dole upp hanskann fyrir Nixon i Watergatemálinu. Hann var algerlega andvigur þvi, að Nixon segöi af sér, og vildi heldur að hann stæöi fyrir máli sinu gagnvart rannsókn. Þar var Dole einn á báti, þvi aö flestir repúblikanar vildu, að endir yröi bundinn á Watergatemálið hiö allra fyrsta. Alit Doles rýrnaöi þó ekki viö þessa ein- stæöu afstööu, og nýtur hann virðingar annarra stjórnmálamanna fyrir sjálfstæðar skoðanir. Meöan hann sat i fulltrúadeildinni þótti litið bera á honum. En i öldungadeildinni vakti hann Um þessar mundir sýndu skoöanakannanir, aö oft athygli á sér, þegar hann tók upp vörn fyrir Jimmy Carter, frambjóöandi demókrata naut Nixonstjórnina og veittist aö demókrötum. Hann 23% meira fylgis meöal kjósenda en Gerald Ford. er sagöur haröur I horn aö taka, einlægur fööur- Siöan hefur heldur vænkast hagur Fords og fyrr i landsvinur og sleppir ógjarnan tækifæri til kapp- þessari viku birtust niðurstööur könnunar Gall- ræöu. ups, sem sýndu, aö munurinn er ekki oröinn nema Hann var einn af striöshetjum Bandarikjanna i um 10%. Þaö er samt umtalsvert bil fyrir Ford og siðari heimsstyrjöldinni, en særöist svo alvarlega Dole aö vinna upp, en þeir hugga sig viö þaö, aö uppi i fjöllum á ítaliu, aö hann lá á sjúkrahúsi i enn er langt til kosningakvölds. þrjú ár og var afskrifaður af hernum með höfuðs- Robert Joseph Dole er ættaöur úr einu miörikja mannstign. Hann ber enn minjar sára sinna, þvi Bandarikjanna, og ef dreginn væri I pólitiska aö hægri hendin ef lömuö. dilka repúblikanaflokksins, mundi hann kallast Dole gekk aö eiga Mary Elizabeth Hanford i vera nokkurn veginn mitt á milli hægrimanna og desember I fyrra, en hún er fulltrúi i verslunar- þeirra frjálslyndustu. ráöi Bandarikjanna. Aður gekk hann i hjónaband Hann fæddist I Russell I Kansas 22. júli 1923 og meö Phyllis Holden 1948, en þau skildu 1972. ólst upp á næstu slóðum viö þar sem flokksþingiö Þeirra dóttir, Robin, er lögfræöingur aöeins 22 ára var haldiö. Siöustu sextán árin hefur hann veriö i aö aldri. Washington. Fyrst sem fulltrúadeildarþingmaður Dole er sagður hafa aðeins eitt háhugamál fyrir og slðast sem öldungadeildarþingmaöur. Hann utan starfstíma sins, og þaö eru stjórnmál. var forseti flokksþingsins núna siöast. (Alexander Sullivan, fréttamaöur IPS) BOB 0G JERRY VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.