Vísir - 01.09.1976, Síða 9
yism , Miövikudagur 1. september 1976
9
Haustsýning Félags islenskra
myndlistarmanna var opnuö
siöastliöinn laugardag aö
Kjarvalsstööum. Þaö er aö
sjálfsögöu fagnaöarefni eftir
Kjarvalsstaöadeiluna og far-
sælar iyktir hennar, aö sýning
félagsins skuli komin á fyrri
staö aftur. Allt hiisiö er undir-
lagt. 139 verk eftir 46 listamenn
voru valin af sýningarnefnd, úr
um 300 verkum er bárust. Valiö
viröist hafa tekist allvel og
sýnir vel þá framsókn og
breidd, er einkennir islenska
myndiist I dag. Ýmsar liststefn-
ur eru kynntar og leiöir til
margra átta i senn, standa opn-
ar.
Myndir eftir Sigurö Sigurös-
son sj ást ekki oft á sýningum, en
Kisilgúr. Jóhannes Geir Jónsson.
Einar Hákonarson
skrifar:
Allt húsið er undorlegt
þegarþaö hendir, er yfirleitt um
aö ræöa þaulhugsuö og vönduö
vinnubrögö, þar sem saman fer
næmt listrænt innsæi og hljóöleg
lotning fyrir viöfangsefninu.
Ragnheiöur Jónsdóttir Ream,
er meö sinn djarfa pensildrátt i
þrem landslagsmyndum, þó
klettamynd hennar samsett,
næöi ekki saman aö sinni.
Jóhannes Geir Jónsson, á
þarna fallegar og stemmnings-
rikar myndir, og er langt síöan
að ég hef séö eins góö myndverk
frá hans hendi.
Heiöavötnin hans Kristjáns
Daviðssonar, flæöa nokkuö
spennulaust yfir myndflötinn.
Annars standa fáir Kristjáni á
sporði hvaö snertir meöferð lit-
anna, sem eru hans sterkasta
hliö.
Þinn heimur — min veröld. Bragi Ásgeirsson.
Farfuglar. Sigurjón Ólafsson.
Kjartan Guöjónsson slær
sveifluna af miklum krafti og
viröist aukast öryggi meö
hverri mynd.
Valtýr Pétursson er hljóðlát-
ari og segir ekki mikiö I þeim
tveim málverkum, er hann
sýnir.
Hörður Agústsson á i all
knöppum dansi i smámyndun-
um sex, sem þarna hanga eftir
hann.
„Nýgræðingur” Einars
Þorlákssonar virkar ekki nægi-
lega þroskaður enn, vegna
hrárra lita, Pastelmyndirnar
tvær „Uppstilling” og
„Útsaumur”, eru mun sam-
stilltari i litameðferð.
Haukur Dór Sturluson, á
þarna allkröftug málverk og
teikningar, krafturinn og ákaf-
inn gengur þó úr hófi fram i
stóra, rauða málverkinu. Mynd-
þrenna Bjargar Þorsteinsdóttur
nær ekki þeirri spennu, sem
æskileg væri vegna of jafnra lita
og stærða i formi, en hún er fag-
lega gerð.
Gunnar örn Gunnarsson
hefur misst flugið dálitið siöan
á sýningu hans i kjallara
Norræna hússins, og hefur litur-
inn aöallega lagt á flótta frá
ho num.
Nokkur bægslagangur er i
myndum Arnar Þorsteinssonar,
málverk kallað „Baö” er all
sannfærandi.
Sáldþrykksmyndir Þóröar
Hall eru einu grafikmyndirnar á
sýningunni, og þær eru virki-
lega vel gerðar myndir og
dular.
Mjög áberandi á sýningunni
eru „Klippmálararnir” svo
nefndu, með Magnús Kjartans-
son i broddi fylkingar. Vinnu-
brögð af þessutagi eru ekki ný
af nálinni. Myndir þeirra
Magnúsar, Sigurðar örlygs-
sonar og Ómars Skúlasonar eru
að visu ólikar, en myndhugsun-
inogafstaöan til myndgeröar er
sú sama, og apa þeir sumt hvað
eftir öörum. ómar og Magnús
eru hvaö skyldastir, en Siguröur
byggir myndir sinar hreinna
upp. Myndirnar likjast milli-
bilsástandi átaka og með meiri
ögun formsins, kæmi festa i
þær. Litameðferðin er þó lengra
komin, sérstaklega hjá Ómari.
Bragi Ásgeirsson sýnir
myndir af kynfærum, sem hann
hefur viðað að sér úr ýmsum
áttum og klippt til, I þeim til-
gangi að skapa vissar
stemmningar. Mynd han „Þinn
heimur — min veröld” sam-
bland af fuglsvængjum o.fl. er
sterkasta verk hans á sýning-
unni.
Eirikur Smith á smekklega
unnar vatnslitamyndir af fólki i
landslagi, mér sýndist það vera
hulduverur.
Eyjólfur Einarsson er i sókn I
sinu málverki, en Jóni Reykdal
vantar lif i' myndirnar.
1 myndvefnaði ber Asgerður
Búadóttir höfuð og herðar yfir
stallsystur sinar, sem þarna
sýna vefnað, og hef ég ekki i
langan tima séð eins vel unnin
og heilleg verk i þessari list-
grein.
Myndverk þeirra hjóna
Margrétar Þ. Jóelsdóttur og
Stephen Fairbairn eru fölar og
átakalausar. Það dugir ekki
bara vandað og fallegt hand-
Tvö SS I morgunleikfimi. Magnús Kjartansson.
bragð, innri optisk spenna verð-
ur að koma til.
Skúlptúrinn er af skornum
skammti, en eins og oft áður er
það kempan Sigurjón Ólafsson,
sem heldur uppi merki þeirrar
listgreinar hvað mest. Far-
fuglar hans fljúga vel og af
miklum krafti. Og gaman er af
stóru hvitu formunum, sem
vaxauppúr gólfinui endanum á
vestri sal.
Myndir Ragnars Kjartans-
sonar njóta sin mun betur
smáar, en stórar. Hallsteinn
Sigurðsson er skiptur milli
massivra forma og járnaleiks.
Glermyndir Eyborgar Guð-
mundsdóttur taka sig ágætlega
út á ganginum.
Leifur Breiðfjörð hefur sér-
stöðu i islenskri list, vegna gler-
mynda sinna, sem eru unnar af
smekkvisi og ekki sakar að
efnið er mjög fallegt fyrir aug-
að. Stóra hringlaga myndin er
skrautleg þegar sólin skin i
gegnum hana.
Ég hef leyft mér að finna að
einu og öðru á þessari stóru sýn-
ingu og gæti sem best tint fleira
til, en læt þetta nægja. Haust-
sýning G.I.M. 1976 sannar enn
betur nú, hve nauösynleg hún
er. Ungt fólk fær þarna tækifæri
til að koma fram, og viður-
kenndara myndlistarfólk kemur
oftar fram en ella. Almenningur
kynnist þeim hræringum, sem
eru að gerast i myndlist okkar
árlega og þá er tilganginum
náð. Ég vil þvi hvetja fólk til
þess að skoða þessa sýningu, en
hún stendur til 12. september.
Kynjaskógur. Sigurður Sigurðsson.