Vísir - 13.09.1976, Page 7

Vísir - 13.09.1976, Page 7
7 Víkur hvergi út af aðskilnaðarstefnu EBE lœtur flug- rán til sín taka John Vorster, forsætis- ráðherra S-Afríku, sagði í viðtali í sjónvarpi S- Afríku, að hann hefði ekki hugsað sér, að blökkumenn, kyn- blendingar eða íbúar asíuættar eignuðust full- trúa i miðstjórn landsins. Viðtalið var i tilefni þess, að i dag eru tiu ár liðin frá þvi, að Vorster varð forsætisráðherra, og virðist greinilega þeirrar skoðunar enn, að aðskilnaður kynþáttanna sé heppilegastur landi hans. ---------------------*- Kyrrð hcfur aftur komist á i Ilöfðaborg eftir mannskæðar óeirðir siðustu daga. 20 manns voru drepnir þar i borg, en ails hafa nær 300 manns fallið i óeirðum i S-Afriku siöustu vikur. Hann sagði hinsvegar, að blökkumenn mundu eignast fulltrúa i stjórnum hinna fyrir- huguðu 9 fylkja, sem ætlunin er að stofna i S Afriku. A föstudag mun hann taka á móti Henry Kissinger, utan- rikisráðherra Bandarikjanna, sem i siðustu viku fordæmdi að- skilnaðarstefnuna og sagði hana „ósamboðna mannlegri virð- ingu”. — Þeir höfðu þá átt við- ræður i Zurich um vandamál S- Afriku, en eftir þær sagöi Vorst- er, að ,,s-afrikumenn mundu ákveöa innanrikis- og utanrikis- stefnu sina sjálfir”. Þrátt fyrir óeirðirnar að undanförnu, sem sprottnar eru upp af tilraunum blökkumanna og kynblendinga til að öðlast meiri hlutdeild i stjórnun sinna eigin málefna, sagðist Vorster vera ánægður með framfarirn- ar i landinu i stjórnartiösinni. — Ekki var minnst á þau 300 manna, sem látið hafa lifið i átökunum undanfarnar vikur. Utanríkisráðherrar aðildarrikja EBE hafa lýst yfir stuðningi við samningaferð Kiss- ingers til S-Afriku, en hún hefst i dag. Jafnframt lýstu þeir yfir stuðningi við tillögu Dietrich Genscher frá V-Þýskalandi um að þjóðir heims geri með sér samkomulag um framsal á flugræningj- um. EBE-löndin níu munu ekki eiga hlut i neinum aðgerðum gegn S-Afriku á meðan á ferð Henry Kissingers stendur, en hann er á leið til Tansaniu, Zambiu, og S-Afriku, og ætlar að beita sér fyrir þvi, að blökkumannameiri- hluti Namibiu fái stjórn landsins i sinar hendur, og eins að blökku- menn Ródesiu fái hlut i stjórn landsins. Tillaga Vestur-þýska utanrikis ráðherrans hlaut einróma fylgi hinna allra, þar sem hann leggur til, að undirritaður verði al- þjóða-sattmáli um flugrán. Mun hann bera tillögusina upp á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, en það hefst siöan i þessum mán- uði. Þeir, sem undirrita sáttmál- ann, skuldbindasig til aðsækja til saka flugræningja, sem hand- samaðir eru i lögsagnarumdæmi þeim, eða framselja þá yfirvöld- IRA missir spón úr aski sínum Gaddafi leiðtogi Libiu hefur gefið I skyn aö hann kunni að hætta að styðja hryðjuverka- menn IRA á Norður Irlandi. Gaddafi sagði að samskipti stjórnar sinnar við breta og ira færu ört batnandi og horfur væru á að stjórnmálasamband yrði tekið upp viö trland á næst- unni. Libiumenn hafa séð hryðju- verkamönnum fyrir vopnum og peningum i verulegum mæli siö- ustu misseri. VILJA SJALFSTJ0RN FYRIR KATALÓNÍU Stærsta mótmælaganga á Spáni frá því, að borg- arastríðinu lauk i landinu fyrir hartnær fjörutíu árum, var farin i Barce- lona um helgina. 50.000 manns komu saman í út- hverfi Barcelona og kröfð- ust sjálfstæðis til handa Katilóniu. Múgurinn söng á katalónsku og ræðumenn kröfðust þess, að með lýðræðinu sem spanverjum hefur verið lofað af stjórnvöldum komi sjálfstjórn fyrir Katalóniu. Kata- lónia hlaut takmarkaða sjálf- stjórn árið 1932, en eftir borgara- striðið sem hófst skömmu seinna var héraðið innlimað aftur með öllu i Spán. 1 borgum Katalóniu og þá einkum Barcelona mátti sjá fána héraösins blakta við hún um helg ina. um þess lands, sem flugvélin var frá. Flóð Skrifstofumenn i sumum hverfum Tokio þurftu að fara úr buxum og skóm á leið sinni til vinnu fyrir helgina og vaða vatn uppi hné. Mikil flóð hafa verið i mörgum löndum Asiu siðustu daga og fórust a.m.k. 25 af þrirra völdum i Thailandi. Heróín fyrir milljarð Lögreglan i V-Þýskalandi hefur handtekið tvo malasiu- menn og fundið i fórum þeirra mikið magn heróins. Andvirði heróinsins. sem vó 43 kiló. er talið vera rúmlega 1 millj- arður islenskra króna. Talið er að heróinið hafi verið ætlað á markað i Amsterdam. en borgin er dreifingarmiðstöð fyrir eiturlyf á Vesturlöndum. Eitrið var falið i skipi og náðust smyglararnir þegar þeir reyndu að koma þvi frá borði i hafnarborginni Bremen. Þetta er stærsta eiturlyfja- smyglmál sem komiðhefur upp i Þ\skalandi. Spánarkon- ungur fœr aukin völd Spánska stjórnin gaf út um helgina drög aðfrumvarpi sem ef samþykkt verður mun gefa kon- ungiaukin völd. Frumvarpsdrög- in gera einnig ráð fyrir að komið verði á fót þjóðkjörnu þingi. sem konungur getur sniðgengið með þvi að efna til þjóðaratkvæðis um einstök mál. Stjórnarandstaðan er andvig frumvarpsdrögunum og hefúr gagnrýnt stjórnina fyrir að ráðfæra sig ekki við stjórnar- andstöðuna um málið. Einnig hefur stjórnin verið gagnrýnd fyrir að ætla að fresta úrlausn ýmissa aðkallandi mála fram yfir kosningar tii þingsins. Aukin hætta er nú á verkföllum á Spáni þar eð verkalýðsfélögin hafa náð samstöðu um harðari kjarabar- áttu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.