Vísir - 01.10.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1976, Blaðsíða 2
ÍREYKJAVÍK ^ Hvað f innst þér helst vanta í útvarpið? Magnús Halldórsson: — Ég hlusta yfirleitt frekar litiö á út- varp. A daginn er ég i vinnunni og á kvöldin horfi ég á sjónvarpiö. En ég hlusta á fréttirnar i útvarp- inu. Rósa Björnsdóttir, afgreiöslu- stúlka: — Mér finnst vanta meiri létta tónlist i útvarpiö og sérstak- lega á þetta við um útvarpið á morgnana. Rakel Kristjánsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Ég hlusta yfirleitt litið á útvarp. Sennilega er þaö helst leikrit sem ég hlusta á. En ég er tiltölulega ánægö meö útvarpiö. Anna Karlsdóttir, afgreiðslu- stúika: — Það vantar allt gott efni i útvarpið. Það eru ekkert nema sinfóniur og fréttir. Þaö ætti að vera miklu meira af poppi og flottum lögum. Hafsteinn Stefánsson, bóndi: Þaö þyrfti aö hafa meiri og léttari tón- list. Föstudagur 1. október 1976 VISIR Rudólf Axelsson sprengjusérfræöingur lögreglunnar viröir hér fyrii sér hluta úr fiaki þýsku flugvéiarinnar, sem fórst meö fjórum mönn um i Valafjalli árið 1942. „Aldrei of varlega farið" — segir Rúdólf Axelsson eini sprengjusérfrœðingur Iðgreglunnar ó íslandi „Ég veit ekki hvaöa piltar þaö voru sem sprengdu sprengjuna, en þeir hafa veriö heppnir aö sleppa ómeiddir frá þvi” sagöi Rudólf Axelsson sprengjusér- fræðingur lögreglunnar, er viö spjölluöum við hann i gær. Við sögöum frá þvi i blaöinu i fyrradag, aö hann hafi átt aö gera óvirka sprengju úr þýskri Hér undirbýr Rudólf aö gera óvirkar tvær forsprengjur, sem ekki sprungu er piltarnir sprengdu i ioft upp stóru sprengjuna sem var i þýsku flugvélinni. Ljósm. J.ó. Eskifirði. flugvél, sem fórst efst i Vala- fjalli við Eskifjörö áriö 1942 og meö henni fjórir menn. Er hann kom á staðinn þar sem sprengj- an átti að vera, haföi hún þegar verið sprengd I loft upp af nokkrum ungum mönnum, og hafði það gerst daginn áöur en Rudólf og félagar hans komu á staðinn. Sprengjubotn- inn 40 metrum frá. „Viö sáum strax aö þaö var skammt liðiö frá þvi aö sprengj- an hafði veriö sprengd,, en hvernig þaö var gert vissi ég ekki fyrr en ég haföi lesiö þaö i Vísi. Þeir hafa veriö heppnir að slasa sig ekki á þessu. Viö fund- um botninn út sprengjunni rúma 40 metra frá staðnum. Stórt sprengjubrot fundum við siöan eina 70 metra frá, og haföi þaö skoriö I sundur stort móld- arbarö. Gefur þaö visbendingu um hvaö krafturinn hefur veriö mikill en auk þess voru sprengjubrot þarna á vfð og dreif. Ég veit ekki hvar þeir hafa fengið dýnamitið eöa kveikju- þráöinn sem þeir notuöu. Meö- ferö slikra hluta er ekki á hvers manns færi, og sist af öllu ungl- inga. Þaö sást lika á vegsum- merkjunum á staönum, aö þaö voru ekki vanir menn sam þarna höföu veriö á ferö”. Litið að gera i faginu hér á landi. Rudólf er eini lærði sprengju- sérfræöingur lögreglunnar hér. Hann lærði fagiö i Danmörku árið 1968 og fékk þá m.a. sem verklegt verkefni aö gerá óvirk- ar þýskar sprengjur, sem þjóö- verjar höföu skilið eftir við strendur Jótlands. Viö spuröum hann aö þvi hvort hann þyrfti oft að taka fram tækin til aö gera óvirkar sprengjur hér á landi. „Þaö er litiö um þaö, en þó er ein og ein sprengja aö finnast af og til. Aöallega eru þaö sprengj- ur frá breska og bandariska hernum frá þvi á striðsárun- um. Flestar þeirra hafa verið geröar sprengjuvirkar og siöan skotiö viö einhvert æfinga- svæöiö en ekki sprungiö. Mér er ekki kunnugt um neina sprengju hér á landi, þessa stundina, og þessi sprengja i Valaf jalli er sú eina þýska sem ég hef haft spurnir af. En sprengjurnar geta viöa leynst. Eru þaö aöallega fall- byssusprengjukúlur, hand- sprengjur, svo og sprengjur sem flugvélar hafa misst. Ekki snerta hlut sem gæti litið út fyrir að vera sprengja. Ég vil eindregið vara fólk viö aökoma nálægthlutum sem þaö finnur úti á viöavangi, og þaö heldur að geti veriö einhvers- konar sprengja. Ef þaö finnur slikan hlut, ráðlegg ég þvi aö snerta ekki neitt, og láta lög- regluna þegar vita. Erlendis hafa mörg slys hiot- ist af þvi aö fólk hefui verið aö fikta við einhvern hlut, sem þaö hefur fundiö, en siöan komiö i ljós aö þarna var um sprengju aö ræöa. Hér á landi höfum við aö mestu sloppiö viö slik óhöpp, en þtí er mér kunnugt um að rétt eftir striö hafi maöur og barn látist austur á Egilsstöðum, eft- ir aö hafa handleikiö sprengju, sem þar lá út á viöavangi. Nú siöari ár hafa nokkur slys hlotist af þvi aö unglingar hafa verið aö fikta með hvellhettur og sprengjuefni, sem þeir hafa komistyfir á einhvern hátt. Er full ástæöa til aö vara unglinga viö aö leika sér meö slikt, og benda foreldrum á aö brýna fyr- ir börnum sinum aö koma ekki nálægt sprengjuefni — hvaða nafni sem þaö nefnist — og láta viökomandi yfirvöld vita ef þau frétta af sliku i fórum unglinga eða barna.” —4dp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.