Vísir - 01.10.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 01.10.1976, Blaðsíða 15
'Y SJAÐU! Þannig bíll onrtoit o m fiilrf 111 kostar engar smáfúlgur Lítur út fyrir aö Hanson sé eyöslukló. og samningarmr eru [ Þaö er "k í ______undirritaölr. | óþarfiiEileen j Velkominn til Milfordy hefurþegar fundið. Jimmy, nú þurfum viö’ fallegt hús f '\S saö hjálpaþérað A. Honey-Meads./^ Eileen! ■^Eileen er ánægö og þaö er\ mérnóg. Viöætlum að halda smáboö í næstu viku — og ykkur er öllum boðið. Honey-Meads! Þaö er besta hverfiö i \ borginni, þar býry rikafólkiö. Á Iprottir Föstudagur 1. október 1976 VISIR VISIR Föstudagur 1. október 1976 Ipróttir Landsliðíð er sett út q „kaldqn klakqnn!" „Þetta endar sennilega með því að við reynum að fú inni á Keflavíkurflugvelli," sagði Sigurður Jónsson, formaður HSÍ Á blaöamannafundi hjá Handknatt- leikssambandi islands í gær kom fram mikil óánægja hjá forráðamönnum sambandsins vegna þess hversu erfiö- lega þeim gengur aö útvega æfinga- tima fyrir landsliö sin. , ,Þaö er búiö aö taka af okkur tvo af fjórum timum sem viö höföum i Höll- inni, og viö höfum þar núna 100 minút- ur d viku fyrir öll landsliöin okkar”, sagöi Siguröur Jónsson, formaöur HSÍ. „Ég sé ekki aö þetta mál leysist fyrr en húsiö i Mosfellssveit veröur opnaö, en forráöamenn þess húss hafa lýst þvi yfir aö þar standi okkur allar dyr opnar. Viö erum mjög óánægöir meö það hversu illa okkur gengur aö fá inni hér I Reykjavík I húsum þar sem viö getum meö góöu móti æft. Ætli þetta endi ekki meö þvi aö viö veröum að reyna að fá æfingar fyrir i andsliöiö á Keflavlkurflugvelli!!? 1 tilefni af þessum ummælum snerum viö okkur til Sigurgeirs Guðmannssonar, framkvæmdastjóra Iþróttabandalags Reykjavikur, en þaö hefur meö leigu á timum I iþróttahöll- inni aö gera. ,,Þaö sem viö leggjum aöaláherslu á, er að veröa við óskum Reyk javikur- félaganna um æfingati’ma, sér- samböndin hljóta aö veröa aö koma þar á eftir”, sagöi Sigurgeir. „Ég skil ekki af hverju HSI á aö vera eina sér- Valur fœr báða leikina heima! Samningar hafa nú tekist milli handknattleiksdeildar Vais og Red Boys Differdange frá Luxemborg um aö báöir leikir liöanna i Evrópu- keppni Bikarhafa fari fram hér á landi.Hafa leikdagar veriö ákveönir dagana 23. og 24. október. Ættu vaismenn aö vera öryggir meö aö komast áfram I 2. umferö, og sti ákvöröun „rauöu drengjanna” frá Luxemborg aö leika báöa leikina á útivelli ætti aö gulltryggja áfram- hald Vals i keppninni. FH, sem tekur þátt I Evrópukeppni meistaraliöa, á aö ieika viö færeysku meistarana Vestmanna ttrottafélag, og veröur fyrri leikurinn hér heima 9. október, eöa eftir rúma viku. Varla veröur FH-ingum skotaskuld úr þvi aö tryggja sér áframhaldandi þátttöku. Fram tekur þátt I Evrópukeppni meistaraliöa f kvennafiokki. t 1. um- ferö veröa aöeins 3 leikir, og situr Fram yfir I þeirri umferö. gk- Ken Norton var kampakátur eftir bardagann viöMuhammed Ali — og eins og sjá má fagnaöi hann sigri. — Gleöi hans breyttist þó fljótlega i mikla reiöi, þvl aö dómararnir dæmdu Ali sigurinn. Norton hefur nú kært þann úrskurö. mm sambandiö sem hefur æfingar hér i Höllinni, HSl er búiö aö hafa æfinga- tima hér I mörg ár, og hefur notiö vel- vilja okkar siöan þeir lögöu gólfiö (handknattleiksmenn) I Höllina hér um áriö. Þaö má hins vegar koma fram aö HSl hefur 60 æfingatfma I Höllinni I vetur.og þaö er á timum sem alls ekki verða tekni.r undir kappleiki.” Þaö er ljóst, hvernig sem á máliö er litiö, aö HSl er I miklum vandræöum meö að fá æfingatima fyrir landsliö sin i vetur, eins og flest hinna sérsam- bandanna. Hins vegar standa handknattleiks- menn þeim mun verra aö vígi, aö þá vantar tilfinnanlega iþróttahús meö löglegum handknattleiksvöllum. Vonandi tekst HSÍ aö finna ein- hverja lausn á þessu máli. Þaö væri illt, ef ekki væri hægt aö nýta til fulln- ustu krafta Januzar Cherwinsky, landsliösþjálfarans, vegna húsnæöis- leysis. gk-. Lék 9 holur ó 29 höggum Siöari 9 holurnar, sem Waliy Arm- strong lék glæsilega á 29 höggum i PGA golfkeppninni I Las Vegas I gær, tryggðu honum forystuna eftir fyrsta dag keppninnar. Armstrong lék 18 hoi- urnar i gær á 64 höggum, og þar af voru siöari 9 holurnar (29) besti árangur sem hann hefur nokkru sinni. náö. Siöan koma þeir jafnir á 66 höggum, Briuce Lietzke, Lou Graham og Don January á 66 höggum. Marga fræga kappa vantar i keppn- ina. T.d. tilkynnti Johnny Miller forföll á siöustu stundu vegna meiösla i baki, og A1 Geirberger bað um fri vegna þess aö kona hans var aö fæöa honum son. Fleiri frægir kappar eru fjarver- andi, t.d. Jack Nicklaus, Lee Trevino, Ben Crenshaw og Hubert Green. gk-- AC Milan komst áfram í UEFA AC Milan frá italiu sigraöi Dinamo Bukarest frá Rúmeniu i UEFA-keppn- inni i Milan meö tveim mörkum gegn einu I Milan I gærkvöldi, eftir aö jafnt haföi veriö I hálfleik — eitt mark gegn einu. Calloni og Silva skoruöu mörk AC Milan, en mark Dinamo skoraöi Satmareanu. Áhorfendur voru 45 þús- und. Fyrri leik liöanna lauk meö marka- lausu jafntefli og þvi heldur AC Milan áfram á markatölunni 2:1. — BB Tottenham i í Taylor Tottenham festi I gær kaup á enska landsiiösmanninum Peter Taylor frá 3. deiidarliöinu Crystal Palace og var kaupveröiö nálægt 200 þúsund sterl- ingspundum. Tottenham var ekki eina félagiö sem var á höttunum eftir Taylor, þvi aö Leeds og Arsenal höföu einnig sýnt mikinn áhuga á aö ná I Taylor. Þá seldi Tottenham framlinumann- inn Jimmy Neighbour til Norwich og var kaupferö hans taliö vera 75 þúsund pund. _BB vmm Þessi grein íþrótta er rotin [Meö leikjunum i Evrópukeppni félagsliöa sem fram fóru s.l. miðvikudag lauk keppnistimabili knatt- spyrnumanna hér á landi. Myndin sýnir Karl Þóröarson I leik Akraness og Trabzonspor i Evrópukeppni meistaraliöa. Ljósm. Einar. Guy Drut frá Frakklandi sem sigraöi i 110 m grindarhlaupinu á Ólympiuleikunum I Montreal . i sumar sagöi i viötali viö dagblaö- ítalinn hefur enn forustu italinn ungi, Baldovino Dassu, hefur enn forystuna I Dunlop- meistarakeppninni sem fram fer i Wales. Hann lék i gær á 68 högg- um, og þótti sýna skinandi leik viö hinar erfiðustu aðstæður sem voru i gær, en úrhellisrigning var á meðan keppnin stóö yfir. Hann byrjaði þó ekki mjög vel i gær, missti stutt pútt fyrir „birdie” á 1. holu, en sýndi strax á næstu holu styrk sinn. Þá lék hann á einu undir pari, og það gerði hann einnig á 3. holu þegar hann setti niður 12 feta pútt. Þaö var ekki fyrr en undir lokin að hann fór að slaka á, og þá gekk heppnin i lið með honum. T.d. fór upphafsskot hans á 15. holu langt út fyrir braut, en hitti þar tré og skaust inn á braut aftur! Dassu er á 134 höggum eftir 36 holurnar, eða átta undir pari. í næstu sætum eru þeir Liam Higgins (Irlandi) og Dale Hayes (S-Afri’ku) á 139 höggum, en siðan koma fimm jafnir á 141 höggi. Urslitin í kvöld Slöustu leikirnir i Reykjavikur- mótinu i handknattleik karla veröa leiknir I kvöld, og hefst keppnin kl. 20 i iþróttahöllinni. Fyrst eigast við Valur og Fram, og keppa þessi lið um 5. sætið i mdtinu. Eflaust verður þar um fjöruga viðureign að ræða, en þessi lið hafa oftast barist um titilinn, en verða nú að gera sér að góðu 5. og 6. sætið. Strax á eftir, eða um kl. 21.15 hefst svo úrslitaleikur mótsins milli Þróttar og ÍR. Þessi lið urðu sigurvegarar i riðlakeppninni sem lauk um siðustu helgi. Hvorugt liöiö getur teflt fram sinum sterkustu mönnum I kvöld. 1 liö IR vantar stórkyttuna Agúst Svavarsson, en hjá Þrótti vantar Sigurð Sveinsson, hinn unga efni- lega leikmann, en hann handar- brotnaði einnig nýlega. Þá er vafasamthvort Halldór Bragason getur leikið meö. gk- Keppendur verða tœp- lega fjögur þúsund — í íslandsmótinu í hondknattleik sem hefst um helgina Isiandsmótiö i handknattleik sem hefst á morgun er langfjöl- mennasta mót sem haldiö hefur veriö á vegum HSt. Keppt veröur i 10 aldursflokkum, fjórum aldursflokkum kvenna og 6 karlaflokkum. Þaö eru 30 félög og íþrótta- bandalög sem senda 129 karta- flokka og 63 kvennaflokka til keppni i mótinu, og er ekki fjarri lagi að áætla aö þátttak- endur veröi um 4 þúsund. Leikið veröur á 8 stööum á landinu, Akranesi, Laugardals- höllinni. Seltjarnarnesi, Garöa- bæ, Hafnarfiröi, Njarövik, Vest- mannaeyjum og á Akureyri. Þaö er 1. deiidarkeppni karla sem fer af staö um helgina, og þá veröur leikin heil umferö. Þaö eru leikir Vals og Þróttar og Fram og Gróttu iHöllinni kl. 20 á sunnudagskvöld, og á sama tima leika FH og 1R, Haukar og Vlkingur I Hafnarfiröi. Fyrriumferöinni lýkur svo 21. nóvember.ogþá verður gerthlé á keppninni til 12. mars. Sá timi verður notaöur til þess aö undir- búa iandsliöiö fyrir B-keppnina sem fer fram i Austurriki 25. febrúar tii 6. mars. Veröur aö segjast, aö aldrei hefur Islensku landsliöi veriö gefinn jafn- rúmur timi til aö undirbúa sig fyrir eitt verkefni eins og nú verður gert hjá handknattleiks- landsliöinu. Siöan, þegar tekiö verður til viö 1. deildarkeppnina á ný 12. mars, veröurkeyrtá fullriferöí gegnum siöari umferðina og mótinu lýkur 13. april. Hins vegar veröur timinn þegar keppnin i 1. deild liggur niörinotaöur til þess aö „keyra á” keppnina í öörum deildum og reynt aö ljúka henni. gk- Hanson kemur til Milford og samningarnir eru undirritaöir. Þaö veröuP áhugavert aö hitta iö „Frence-Soir” I gær aö honum væri efst I huga aö hætta aliri keppni I frjálsum Iþróttum vegna þess aö þessi grein væri „rotin”. „Ég hef engan áhuga á aö taka lengur þátt i þessum skripaleik áhugamannanna, sem græöa stórfé án þess að greiöa skatta — en svikja samt áhorfendur hvað eftir annað með þvi aö mæta ekki til keppni.” Drut sem nú er 25 ára hóf aö æfa fyrir tugþraut eftir ólympiu- leikana sagði ennfremur aö i þessari grein iþrótta væru meiri óheilindi en I flestum öörum iþróttagreinum. Fréttamenn telja að Drut sé svona reiður vegna þess að fjöldi iþróttamanna sem þátt tóku i ólympiuleikunum i sumar mætti ekki til keppni á fjálsiþróttamóti sem haldið var i Paris fyrir hálfum mánuði, en þaö var félag Druts sem sá um keppnina. —BB Lt'-l i .4 Guy Drut varö þjóöhetja i heimalandi slnu. Frakklandi, eftir aö hann hlaut gullverölaun á Ólympluleikunum I Montreal i sumar. FordEscort Verðlœkkun Ekki of lítill - Ford Escort rumgóði smábíilinn frá FORD er enginn smábíll, heldur mátulega stór til þess að allir hafa nóg pláss. Þægilegur og vel gerður að innan. Formhreinn og mátulega „sporty“ að utan. Kraftmikill og liggur vel á vegum. Sýningarbill ó staðnum ÞÉR ERUÐ ÁVALLT FETI FRAMAR í FORD SVEINN EGILSSON HF FORD HUSINU SKEIFUNN117 SIMI 85100 REYKJAVIK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.