Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 5
ir: Jens Alexandersson VISIR Sunnudagur 21. nóvember 1976 5 að hafa opin iþróttahúsin á kvöldin fyrir þessa krakka. Þau gætu þá gengið þar út og inn, spilað körfubolta eða eitt- hvað annað. Þetta þyrfti ekki að vera svo dýrt, það þyrfti ekki nema einn mann til að sjá um þetta”. En oftast er samt gaman „En ég er ekki alltaf ein- mana. Ég er mikið innan um unga stráka i körfuboltanum, og það er gaman. Ég gleymi t.d. ekki þegar Minni-bolta-hátiöin var haidin í Njarðvik í fyrra. Þar bjuggu allir strákarnir saman yfir eina helgi, og ég var með þeim. Við geröum margt okkur til skemmtunar, horfðum ákvikmyndiro.fl. Þeir tóku mig strax eins og einn af hópnum og við skemmtum okkur mjög vel. Ég hef mjög gaman af að þjálfa strákana, þeir eru áhuga- samir, og ef til vill get ég kennt þeim ýmislegt”. — Þar sem Jimmy er hér á landi fyrst og fremst til þess aö leika og þjálfa körfubolta þá vikjum við málinu að körfu- boltanum. Vantar fleiri áhorfendur — Hvað vantar helst í körfu- boltann hér? „Fyrst og fremst fleira fólk á leikina, og meira lif bæði i leik- menn og dómara. Eftir þvi sem fleiri áhorfendur koma á leik- ina, þvi betri verður körfubolt- inn. En fólkið vill fá að sjá hrað- an og skemmtilegan leik og um- fram allt liflegan leik. Og þar verða dómarar lika að vera lif- legir. Þið eigið einn dómara sem er dálitið likur þvi sem ég er að meina, Kristbjörn Al- bertsson. En þið eigið marga góða leik- menn. Tökum Jón Sigurðsson sem dæmi. Ég hef sagt kunningjum minum heima frá honum. Hann er nokkurskonar „blanda” af Neil Arckibald, Jerry West og Walt Frazier. Archibald er fljótur, leikinn með boltann og getur brotist i gegn. Jerry West getur skotið. Og Frazier er besti varnarbak- vörður i bandariska atvinnu- mannakörfuboltanum. Þetta hefur Jón allt i sér. Hann er leikinn með boltann og fljótur, hann getur skotið og hann er góður varnarleikmaður. Það er mjög gaman að horfa á hann, ég hef staðið sjálfan mig að þvi að gleyma mér i leiknum við það að horfa á hann. Bakverðirnirhjá 1R, Kolbeinn Kristinsson og Kristinn Jörundsson eru mjög góðir saman, maður verður alltaf aö vera vakandi gagnvart þeim. Valur er með góða bakverði sem eiga þó eftir að verða enn betri,- þeir eru að læra. Framararnir eru að læra. Kol- beinn Pálsson er góður, hann veit alltaf hvað mótherjinn ætl- ast fyrir. En við höfum misst „Gus” (Guðstein Ingimarsson). Með hann við hliðina á Jóni gætu þeir verið jafngóðir ef ekki betri en Kristinn og Kolbeinn. Við verð- um þvi að leggja mikið á okkur i Armanni. En Jón Björgvinsson og Atli Arason eru i framför. Besti framherjinn sem ég hef séð hér er Bjarni Jóhannesson i KR, og svo hafið þið „Rocket man” (Þóri Magnússon). Ég skil hvers vegna hann er kallað- ur þessu nafni. Hann er mjög fljótur, fljótasti framherji ykk- ar og fljótari en ég. Þú stöðvar hann ekki svo auðveldlega án þess að fá á þig villu”. Sex mánaða reglan afleit — í vor voru settar reglur á ársþingi Körfuknattleikssam- bands Islands þar sem segir að erlendir leikmenn sem leiki með islenskum liðum verði að hafa dvalið hér á landi i minnst 6 mánuði áður en þeir hefji keppni. „Þessi regla er afleit. Hvaða tilgangi þjónar það að banna fé- lagi sem hefur áhuga á að fá er- lendan leikmann að fá hann: Þarna ráða einhver annarleg sjónarmið. • Einn maður getur ekki unnið annað lið, og það er ekki á kostnað annarra leikmanna þó erlendir leikmenn séu hér. Þrir vinir minir vildu koma hingaö, engátuþað ekki vegna þessarar reglu, og þeir voru ékki svartir ef það skiptir einhverju máli. Þá langaði til að kynnast Is- landi. Hvar er Island? sögðu þeir. Býr fólkið i snjóhúsum þar? Þeir höfðu mikinn áhuga á að kynnast íslandi. En þegar ég frétti af 6 mánaða reglunni var óhætt að afskrifa þá. Þeir eru núna i Sviþjóð og á Spáni. Þeir svörtu eru bestir „Það er staðreynd, að flestir bestu körfuboltamenn i heimin- um I dag eru §vartir. Þeir hafa þetta allt i sér, hraðann, mýkt- ina, stökkkraftinn, og síðast en ekki sist viljann til að standa sig vel. Það er lika mikið i húfi fyrir svartan leikmann sem á þess kost að komast i atvinnu- mennsku að standa sig vel. Með þvi getur hann tryggt fjölskyldu sinni örugga framtiö fjárhags- lega, en yfirleitt eru svartar fjölskyldur ekki efnaðar.” ■ — Þetta er mikið rétt, margir af fremstu spretthlaupurum heimsins eru svartir og einnig flestir hnefaleikamennirnir. En ég hef aldrei séð svartan sund- mann í fremstu röð. „Nei, það hef ég ekki heldur. Ætli það sé ekki vegna þess að okkur er illa við vatn — hlátur Ég hef heldur aldrei séð svartan ishokkýleikmann. Þaö er sennilega vegna þess að það er of kalt að stunda þá iþrótt.” Eraðleita að vinnu ,,Já ég eraðleita mér að ein- hverri vinnu, en það get ég sagt þér að ekki gæti ég unnið úti- vinnu hérna að vetrinum til, no man! Það er allt of kalt; ég. myndi brotna niður i smáparta i frostunum. En mig vantar vinnu, mig vantar peninga. Ekki þaj fyrir að ég eyði miklu,éggetkomist af meðlitið ef þvi er að skipta. En mér finnst gaman að fara út að skemmta mér og það kostar peninga. Ég hef gaman af að fá mér aðeins i glas, ekki til að Það vantar ekki stökkkraftinn hjá Jimmy Rogers eins og sjá má á þessari mynd. Hún er tekin i leik Ár- manns gegn Fram I Reykjavikurmótinu, og þrátt fyrir góða tilburði framaranna er það Jimmy sem gómar boltann. drekka mig fullan, bara til að „dreypa aðeins á”. Nei, ég er ekki eyðslukló.” íslenskar stelpur „Þær eru upp til hópa mjög fallegar. Ég hef mjög gaman af að virða þær fyrir mér,ég hef gaman af kvenfólki og fæ alveg sérstaka tilfinningu innan um mig þegar ég horfi á þær. Þær drekka meira en ég, en það er „still” yfir þeim engu að siður. Þær dansa vel og halda sér vel til. Ég á margar vinkonur hérna sem ég get rætt við, hlegið með ogspjallað við timunum saman. En það er eitt sem ég skil ekki. Það er hvernig islenskir karl- menn umgangast þær. Það er oft engu likara en aö þeir séu með dauða hluti i höndunum. Þeir vita ekki hvað þeir eru heppnir aö eiga svona fallegt kvenfólk. Ég kem fram við þær með virðingu, ég elska kven- fólk.” GK. „Flestir þeir bestu eru svart- ir...” „Þeir hafa þetta allt I sér...” „Það er llka mikið I húfi fyrir þá að standa sig...” „Aldrei séð svartan Ishokký- leikmann...” „Það er allt of kalt aö leika Is- hokký...”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.