Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. nóvember 1976
n
Hjálpræðisherinn fordæmir ekki dansinn sem slfkan, en það er eins
og drykkja og ólifnaður margs konar fari
kjölfar hans
maður öðlast skilning á þvi að
maður er syndari. Það stendur i
Ritningunni að allir hafi syndg-
að og skorti Guðs dýrð, en við
bendum yfirleittá aðra og segj-
um að þeir ættu að vera betri.
En þarna kemur heilagur andi
inn i lif manns, ef til vill i gegn-
um það að maður hefur hlustað
ápredikuneða lesið Ritninguna,
og maður finnur fyrir þvi að
maður er syndari. Þessi þrá i
manni vex stöðugt, að öðlast
samfélag við drottin. Að öðlast
náið samfélag og frið.
Og svo gerist það allt i einu,
stundum á svipstundu, að mað-
ur öðlast sjón á þvi að Jesú
Kristur, sem dó fyrir syndir
mannanna, að hann dó einnig
fyrir mi'nar syndir. Það er þetta
sem maður öðlast trú á. Það
leiðir aftur til þess að maður fer
að biðja. Bæn, sem maður lærði
sem barn, verður lifandi aftur.
Maður biður um að fá syndir
sinar fyrirgefnar.
Hvað þá gerist er erfitt að
segja, en maður fer að trúa þvi
að syndir manns séu fyrirgefn-
ar.
Ég bað Drottinn að fyrirgefa
mér syndir minar, bað hann um
að gefa mér lifið i sér, og ég hef
fengið að reyna að það er gleði-
rikt og gott að fá.að vera Guðs
SHERINN?
samskotum eða gjöfum. Hvert
umdæmi og hver deild á helst
að sjá sjálfum sér farborða.
Reikningar Hjálpræðishers-
ins eru færðir rheð mikilli
nákvæmni og undir ströngu
eftirliti. A hverju ári eru bæk-
ur hersins endurskoðaðar 'af
endurskoðendum frá Alþjóða-
stöðvunum og einnig af lög-
giltum endurskoðendum utan
hersins.
Meðlimir
Hjálpræðisherinn hefur
tvennskonar meðlimi — her-
menn og foringja. Menn og
konur sem hafa fundið frelsun
i Jésú Kristi, annað hvort á
samkomunum eða annars
staðar, geta orðið reynsluher-
menn og fá þá litiö merki,
borða i litum hersins — rautt ,
gult og blátt. Rautt táknar
blóð Jesú, gult eld heilags
anda og blátt hreinleika
hjartans. Eftir reynslutima og
eftir að hafa skrifað undir
„hermannsheitið” (sem er
skilyrði fyrir að vera regluleg-
ur meðlimur) getur maður
orðið vigður hermaður i
Hjálpræöishernum.
Hermenn Hjálpræðishersins
stunda áfram atvinnu sina og
fá engin laun frá honum. Þeir
fórna fristundum sinum i
þarfir starfseminnar og gefa
af frjálsum vilja, eftir þvi sem
buddan og hjartað leyfa, til
starfseminnar.
Foringjar Hjálpræðishers-
ins koma úr hermannahópn-
um. Traustir hermenn innan
ákveðins aldurstakmarks,
sem eru bæði likamlega og
andlega hæfir, geta sótt um að
vera foringjar. Verði þeir
teknir gildir, þurfa þeir að
vera tvö ár á foringjaskóla
hersins, og einnig i þriggja ára
bréfaskóla en eftir þessi fimm
skólaár verða þeir fullgildir
foringjar. Eftir dugnaði, trú-
festu og hollustu i starfinu
stiga þeir svo smátt og smátt i
tign.
Foringjar fá kaup, i hlutfalli
við ráðandi verðlag, nægilegt
til þess aö þeir geti lifað
óbrotnu nægjusömu lifi. Maki
þeirra verður að vera virkur
þátttakandi (foringi) i starf-
seminni.
Frá upphafi hefur Hjálp-
ræðisherinn gert körlum og
konum jafnt undir höfði, og
hinar æðstu stöður innan hans
eru jafnt fyrir konur sem
karla.
Starfsemin hér á landi
Hingað til lands kom starf-
semin þann 12. mai 1895, er
fyrsta samkoman var haldin, i
Reykjavik. Arið eftir var
Hjálpræðisherinn byrjaöur
með starf á Isafirði, en ísa-
fjörðurvar hlutfallslega miklu
stærri bær þá en nú. Starfsem-
in hefur siðan færst um landið
og viða hafa verið stofnaðar
deildir, en siðustu ár hefur
orðið að draga nokkuð saman
segl.
íslandsdeild Hjálpræðis-
hersins er undir sameiginlegri
stjórn með Færeyjum og
Noregi. Starfsemin er hlut-
fallslega minni hér en i báðum
þeim löndum, en þess ber að
geta að það á við 'um allt
trúarstarf i þessum löndum.
Hér i Reykjavik eru reglu-
legar samkomur i aðalstöðv-
um hersins að Kirkjustræti 2,
og einnig æskulýösfundir, æf-
ingar og sunnudagaskóli. Her-
inn rekur lika laugar-
dagaskóla i Breiöholti og þar
mæta 400 börn. Vistheimili,
rekið af hernum er á
Seltjarnarnesi, en þaö er fyrir
sjúklinga sem koma frá
Kleppi.
Þá er ótalin sá þáttur starf-
seminnar sem við þekkjum
hvað best, en það eru tónleikar
þeirra niðri á Lækjartorgi og
viðar og góðgerðarstarfsemi
ýmiskonar — fataúthlutun og
fleira i þeim dúr, ásamt
rekstri gistihússins að Kirkju-
stræti 2.
barn. Þess vegna segjum við
öörum frá þessu.
Orðið her, er i margra hugum
ætið tengt striði og hörmungum
þess. Af hverju herskipulag og
hver er óvinurinn?
Frumherjum Hjálpræðishers-
ins þótti þetta vera gott skipu-
lag. Herinn fór ört stækkandi og
það þurfti að koma skipulagi á
hlutina, og þetta er afskaplega
bibliulegt. Hún segir okkur að
vera hermenn Jesú Krists og
vera iklæddir réttlætisbrynju
hans. Þetta skipulag hefur
reynst ákaflega vel, allt fram á
þennan dag. Það er viss stjórn á
öllu. Ég get til dæmis ekki ráðið
hvert ég fer sem foringi, heldur
fæ ég skipun um það, hvert ég
eigi að fara.
Þetta hefur reynst vel.
Við berjumst gegn hinu illa i
heiminum. ValdSatanser mikið
i heiminum, það er mikil illska,
mikið böl og það er mikil synd.
Þvi þurfa allir trúaðir aö berj-
ast sem hermenn Krists.
Hermönnum ber ekki að taka
þátt i veraldlegum skemmtun-
um og ósiðsamlegu athæfi.
Hverjar eru þessar veraldlegu
skemmtanir og hvernig skil-
greinið þið ósiðsamlegt athæfi?
Hermenn og foringjar Hjálp-
ræðishersins hafa ekki upp á
vegg hjá sér i svefnherberginu,
einhvern lista með fyrirmælum
— þetta máttu gera, og þetta
máttu ekki gera.
Þannig halda margir að
kristnidómur sé, eilif boð og
bönn og ægileg leiðindi.
Það er ekki rétt, jafnvel þótt
hermenn hafi undirskrifað að
þeir eigi ekki að neyta áfengis
og ekki taka þátt i ósæmilegu
atferli. Hermenn taka ekki þátt
i dansleikjum og svallveislum,
vegna þess að það samrýmist
einfaldlega ekki þeirra starfi.
Hjálpræðisherinn fordæmir
ekki dansinn sem slikan, en það
er eins'og drykkja og ólifnaður
margs konar fari með þessu. Að
minnsta kosti á þeim dansleikj-
um sem við þekkjum til. Það fer
ekki saman að stunda þannig
lifnað og standa svo og vitna, að
maður sé frelsað guðs barn.
Þetta er ekki regla sem herinn
setur upp, heldur ber hverjuin
kristnum að fara eftir bibliunni.
Þar að auki þurfum við ekki á
þessu að halda, til dæmis áfeng-
inu. Við eignumst gleði að inn-
an. Viðþurfum ekkiað búa hana
til með þvi að drekka, eða á
annan hátt. Þetta er gleði sem
kemur samfara þvi að við höf-
um öðlast svo mikið i lifinu. Það
vita allir hvað biblian segir, og
maður á ekki að gera þá hluti
sem eru i andstöðu við ritning-
una.
Hafið þið orðið varir við að
fólk áliti ykkur eitthvað skrítinr
hóp vegna búninganna?
Já, það kemur oft fyrir að
sumir láta i ljós þá skoðun að
þeir áliti mann alveg stórskrit-
inn. Það eru stundum krakkar,
en stundum jafnvel fullorðið
fólk. Oftast mætum við þessu
hjá þeim sem eru á móti trúnni
yfirleitt. Samt vil ég segja að
við mætum afskaplega miklum
skilningi og virðingu. Það er
meira af þvi en við mætum háði
og spotti. Og þá er oft ekki svo
mikið á bak viö. Það eru
kannski unglingar sem eru að
gera að gamni sinu og þegar
maður talar við þá einslega, býr
ekkert að baki.
Áhvaða aldri er það fólk sem
mætir á samkomur og á hvaða
aldri eru hermenn?
Fólk á samkomum er eigin-
lega á öllum aldri, en mðri
hlutinn er fullorðið fólk. Það er
ekki nógu margt ungt fólk, þvi
miður.
En við eigum þó nokkra her-
menn sem eru ungir og mjög
virkir i starfinu. Þeir eru einnig
á öllum aldri en margir á bilinu
milli 15 og 20 ára. Hermaður
getur engin orðið nema hann
hafi náð fermingaraldri.
I Reykjavik eru skráðir 79
hermenn, en sumir þeirra eru
veikir, og ekki starfandi þess
vegna. Ég tel að það séu um það
bil 30 til 35 virkir hermenn hér.
Þú minntist áðan á hvernig
starfið gengi hér á landinu, og
þá töluðum við m.a. um fjár-
skort. Þeir peningar sem við
höfum til umráða eru gjafir frá
einstaklingum og fyrirtækjum,
og Hjálpræðisherinn er þeim af-
skaplega þakklátur.
Viöartegundirnar teak, eik
og álmur ávallt fyrirliggjandi.
Við sendum um allt land,
en útsölustaðir okkar eru:
JL húsið, Reykjavik,
Skeifan, Reykjavik,
Húsgagnaverslun Reykjavikur
Húsgagnaverslun Axels
Eyjólfssonar, Kópavcgi,
Nýform, Hafnarfirði,
Bústoð, Keflavik, y
Kjörhúsgögn, Selfossi,
Vörubær, Akureyri.
Vinsamlega sendið mér upplysingar um skápana
5 hentugar stærðir.
Hæd: 240 sm.
Breidd: 110 sm.
Dýpt: 65 sm.
Hæö: 173 sm.
Breidd: 110 sm.
Dýpt: 60 sm
Nafn
Breidd A: 175sm
Breidd B: 200 sm
Hæð: 240 sm
Dypt: 65 sm
Heimili
Hæö: 240 sm.
Breidd: 240 sm.
Dýpt: 65 sm.
AXEL EYJ OLFSSON
HUSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KOPAVOGI SIMI 43577
REnniHURfln SKRPflR
ERU SÍGILD LAUSN
Auðveldir i uppsetningu
fyrir hvern sem er.