Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 21. nóvember 1976 INGVAR HELGASON Vonorlondi v/Sogov«g — Simor 84510 og 8451 1 óskaleikfang fjölskyldunnar. Leikföng fyrir foreldra og ekki síður börn Scalextric — bilabrautir. Fullkomnustu bilabrautir i allri veröld- inni. Hægt að stækka þær og breyta á óteljandi vegu. Auk þess er hægt að kaupa kraft-i meiri bila. ^ f • W.vWYmvtixWb • pmuiip * Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 8 — Simi 22804. ,,Þú mátt alveg kalla mig galdramann. Ég iftka galdur. Og sá galdur byggist á trú á Satan, — guö eyðileggingar- innar". Við sitjum á kyrrlátu kvöldi i veglegu, hlýiegu ein- býlishúsi i einu af hinum svo- kölluöu „finu hverfum” i ná- grenni Reykjavikur, — Garöabæ. Þessi orö úr sám- tali okkar kunna aö hljóma annkanalega á þessum staö og þessari stund. Sumum þykir þau kannski eins og bergmál úr grárri forneskju. Oörum eins og hlálegt grin. En aö baki þessum oröum býr áköf einlæg alvara. Þeir sem þetta samtal lesa veröa hins vegar aö vega og meta það sem þar kemur fram samkvæmt eigin fordómum eða fordómaleysi, af opnum huga eða efasemdum. Sam-. talið er ekki áróöur gegn eöa fyrir einu eöa neinu, heldur aöeins samtal. Hann heitir Ómar Stefáns- son. Kornungur, — mun yngri en ætla mætti af þvi sem hann segir, — þvi sem hann hugsar og þvi sem hann gerir. 1 viðkynningu viröist hann eins og flestir jafn- aldrar hans. En hann sýnir ótviræð merki um skarpa, óvenju þroskaða hugsun og þekkingu á fræðum sem flestir kannast aöeins viö af afspurn, óar viö eöa hlægja að. Hann afgreiðir i Bóka- verslun Eymundsson i mið- bæ Reykjavikur dagsdag- lega. Hann málar myndir, — táknrænar myndir eftir inn- biæstri hinna magisku fræða. Hélt reyndar sýningu á Mokka I sumar. Hann seg- ist hafa helgað lif sitt satan- isma, iðkun galdurs. Sjálfsagt hefa menn orðið varir viö aö galdraiðkanir og djöfladýrkun hafa orðiö eins konar tiska viða um hinn vestr. heim á undan- förnum árum, ásamt hvers kyns launhyggju að ööru tagi, i andófi við efnishyggju velmektarþjóöfélagsins. Og gjarnan hefur þessi bylgja verið blandin einkennilegum kynórum lifsleiöra borgara — eins konar útrás fyrir ófulinægju og nautnasýki þjóðfélagsforms sem öllum þörfum þykist geta fullnægt. Þessi nútimalega endur- vakning hinna fornu fræða satanismans er Ómari Stefánssyni ekki að skapi. Hann segir hana glórulaust drullumall fólks sem al- mennt viti litið hvað það er að gera. Hans satanismi spretti af þekkingarleit: galdurinn sé byggður á hinni svokölluðu vestrænu magiu- hefð sem upprunnin er i Litlu-Asiu og Egyptalandi. En hvernig og hvers vegna fór hann út á þessa braut á meöan flestir jafnaldrar hans eru á kafi i poppi , böllum, stelpum, bilum eða i hæsta lagi skáldskap? 14 ára i Guðspeki- félagið. ,,Ég veit það varla”, segir hann. „Strax og ég fékk vit, strax og ég var orðinn nægi- lega þroskaður til þess að geta tekið sjálfstæða afstöðu til mála fór ég að þokast út á þessa leið. Ætli ég hafi ekki verið um 13 ára, og 14 ára gekk ég i Guðspekifélagið með skriflegu leyfi foreldra. Ég mætti þar á fundi oft og hlustaði á það sem þar kom fram. Og siðan fór maður að þreifa sig áfram. Bar fyrst niður i yoga-lestri. Fór út i hugleiðslu. Reyndi púritana- liferni, þarsem ég t.d. notaði ekki kvenmann lengi. Maður fer að lesa ýmsar bækur, fyrst almenns eðlis, og svo um einstök fræði. Hvað er zen búddismi? Hvað er gnostik? Og hvað er kristin trú og hver er Kristur? Hvað er voodoo? Maður fór að reyna að finna svör við slik- um spurningum”. Hann segir að á meðan hann var I Guðspekifélaginu hafi hann einbeitt sér að samanburðartrúfræði af þessu tagi. „Og slík ástund- un heldur áfram. Maður hef- ur ekki lokað sig inni. En eft- ir að hafa reynt mystik — þessa innri leið— ,fann ég aö hún átti ekki viö mig. Þetta gekk ekki. 12 ára hafði ég farið að mála myndir af gamni minu. Það sýnir að þá þegar var ég á þessari aktivu skapandi leið, sem er i raun leið magiunnar, galdursins. Á henni hef ég nú verið i um tvö ár. List og galdur eru nátengdir hlutir, og i minum huga algjörlega samofnir. Þessi magiska leið á þvi vel við mig”. Verndarengillinn. Ómar segir að raunar sé hin „innri leið”, — leið mystikersins, dulspekings- ins og hin „ytri leið”, — leið galdramannsins, i andstöðu hvor við aðra. „Sú vestræna hefð galdurs sem ég á- stunda”, segir hann, „varð til i Litlu-Asiu og byggir á hinu visindalega flokkunar- kerfi Kabbalah, dulspeki gyðinga, sem geymir hið svokallaöa „Tré lifsins” og á stjörr.uspeki hinnar fornu Babýlon og alkemiu Araba. A báðum þessum leiðum er gengið útfrá þvi að heimur- inn sé blekking. En á meðan mýstikerinn stöðvar alla hugsun, vinnur inn á við og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.