Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 15
vism Sunnudagur 21. nóvember 1976
15
hugsi meira um sinn gang og
átti sig á lifsferli sinum.
Mér finnst æðstur tilgangur-
inn i jarðlifinu að vera i jafn-
vægi innávið og útávið. Þeir
einir lenda i sálarflækjum, sem
eru i andstöðu við umhverfið.
Ógæfa margra er fólgin i mark-
miðum sem nást ekki, hlutir
sem skipta kannski ekki miklu
máli.
Þjóðfélagið
Annars býður þjóðfélagið
eins og það er i dag alls ekki upp
á neinn sálarfrið. Fólk er i stöð-
ugu stressi út af peningum,
„hvernig get ég tryggt mig til
eilifðar.” Það er engan veginn
hægt að áfellast fólk fyrir að
vera svona jarðbundið. Það er
allt bankakerfinu og verslun-
inni, heildsölunum, að kenna,
það er svo rotið
Ég hugsá að það breytist ekk-
ert hérna nema með þvi að spill-
ingin nái algeru hámarki, verði
svo andstyggileg að jafnvel þeir
sem standa henni næstir falli
saman. Þá hlýtur þetta efna-
hagskerfi að falla.
Þjóðfélagsfræðingar hérna
telja það næstum þvi óumflýj-
anlegt að Island verði gert að
nýlendu einhvers annars lands,
— það verði að gera landið upp.
Þægilegt líferni
og samviska
Ég hef verið að pæla i þvi,
maður hefur kannski ekki unnið
ærlegt handtak i mörg ár, maö-
ur er búinn að gera það sem
flestir mundu vera ánægðir með
að kalla sitt „hobbi”, að gera
það sem manni þykir skemmti-
legast, og manni tekst að lifa af
þvi, að fá borgað i staðinn fyrir
að borga það sjálfur,. Ætli það
sé ekki dálitiö eigingjarnt starf
að velja sér, mér finnst þetta i
raun og veru hóglifi, og svo að
geta gengiö inn i einhverja
stofnun fyrir ekki neitt, hlýtt á
fyrirlestra. Þetta býður samfé-
lagið manni upp á og þetta er
tekið sem sjálfsagður hlutur og
þykir jafnvel ekki nógu gott:
„Námsmenn, við fáum ekki
nema sextiuogfimm þúsund á
mánuði....’” þetta finnst mér
dálitið rotið.
Ég þarf ekki að fara út klukk-
an sjö á morgnana og streða við
eitthvað hundleiðinlegt, heldur
vakna ég bara eftir hentugleika
fer kannsku upp i skóla og göfga
andann og bý jafnvel til litiö lag
og skrepp með það i stúdió og
tek það upp, er hægt að hugsa
sér það þægilegra?
Annars á maður að reyna að
reyna að skipuleggja timann
þannig að maður geti gert sem
mest uppbyggilegt. Mér finnst
til dæmis mjög mikill innblástur
að fara upp i skóla i stjórnmála-
fræöi og sögu, taka tima i tónlist
hjá Jóni Ásgeirssyni, þar læri ég
nú aö skrifa út, hljómfræöi
hljómsveitarstjórn, útsetningar
og annaö sem maður getur verið
að læra alla sina ævi þess
vegna, maður þarf aö geta sinnt
fleiru en einu.
Um virðingu/ sjálfs-
virðingu og fleira i
tónlist.
Hvað um sjálfsvirðingu tón-
listarmannsins, er hægt að
halda sliku fram i svona litlu
þjóðfélagi sem okkar er?
— Það er nú það. Hljómar, til
dæmis, hafa gefiö sig lengi við
þessum bransa. Eftir þvi sem
þeir léku betri tónlist og lögðu
meira i þetta þá brást fjárhags-
hliöin. Þetta er eitt stærsta
vandamál sem hver tónlistar-
maður stendur frammi fyrir hér
á landi. Að vita að hann getur
gert eitthvað sem hann leikur
sér að og fær góöan pening fyrir,
eða gera eitthvaö sem hann get-
ur veriö stoltur af. Annars er
tónlistarvirðing hér á landi svo
afstætt hugtak. Það sem einum
þykir virðingarvert þykir öðr-
um ekki.
Þú hefur unnið að röddum hér
i Hljóörita hf. hvernig finnst þér
stúdióið?
— Stúdióið i Firðinum er mjög
gott og andinn sá besti sem ég
veit um. Um daginn var ég til
dæmis að vinna frá miðnætti til
um klukkan tiu á morgnana i
tvo sólarhringa. Maöur væri
undir venjulegum kringum-
stæðum búinn að vera, en hiö af-
slappaða og góða andrúmsloft
heldur manni hressum.
En þyrfti ekki að vera svo-
kallaður „producer” til staðar?
Jói G. og Spilverkið heföu átt
að fá sér „producer” sem segði
bara „svona á þetta að vera”.
Það er hann sem á að heyra fyr-
ir sér og ráða hvernig þetta
hljómar undir lokin, en ég veit
ekki hvort Spilverkið mundi
sætta sig við það.
Eyjafjörð eða
Borgarfjörð
Ég hef i hyggju að flytjast úr
barnum sem fyrst. Þegar af þvi
verður, þá býst ég viö að annaö-
hvort Eyjafjörður eða Borgar-
fjöröur verði fyrir valinu. Ég
hef undanfarið verið að leita
mér að jörð en það er eins og
þegar losni einhverjar góðar
jarðir þá eru þær keyptar jafn-
óðum upp af einhverjum sterk-
J
um kapitalistum héðan úr höf-
uöborginni undir sumarhús og
hesta.
Konsertar í desember.
Á að kynna plötuna með túr
eða einhverju sliku?
— Ég verö meö fjóra konserta
i byrjun desember meö stóra
hljómsveit, söngsveit, fiðlur og
blásara.
Einn veröur haldinn á
Laugarvatni, annar i stóra saln-
um i Hamrahlið, eftir þvi hvað
til fellur.
Og Stuömenn taka lika einn
sjónvarpsþátt upp fyrir jólin og
koma kannski eitthvaö fram um
áramótin.
Eftir það ætla ég að draga
mig i hlé fram yfir vorpróf.
Unnið af islenzkum úrvals
fagmönnum
©Húsgagnavei'slim Reykjavíknr hí’.
Brautarholti 2 — Simi 1-19-40
Holly
er eitt af fjölm
sófasettum, sem
fdst í verzlun okkar
SERSTAKLEGA
VANDAÐ OG STÍLHREINT