Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 21.11.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. nóvember 197fi 9 Daniel óskarsson, foringi og kona hans Anna Eide óskarsson, sem einnig er foringi. Söngur og hljóðfæraleikur skipa háan sess hjá HjáipræOishernum. „Við skulum byrja samkom- una i kvöld i Jesú nafni, og syngja sáim númer 328”. Blaðamaður Visis er staddur á samkomu Hjálpræðishersins, og það er Anna Eide Óskarsson sem mælir þessi orð, Sálmurinn sem sunginn er, er i söngbók hersins en hún er þó nokkuð frá- brugðin þeirri sálmabók sem margir landsmanna eiga og fyrirfinnst i ölium kirkjum landsins. Þótt textarnir séu í meginatriðum ekki ósvipaðir eru lögin það svo sannarlega. Þessi fyrsti sálmur er liflegur og með léttum takti. Litil lúðra- sveit leikur undir og allir sam- komugestir syngja með, eftir þvi sem raddböndin og sam- viskan leyfir. Salnum, sem er frekar litill, er skipt nokkurn veginn i tvennt. öðrum megin eru rneð- limir hersins — hermenn, tor- ingjar og hljómlistarmenn (þeir siðasttöldu eru reyndar her- menn lika), en hinn helming salarins fylla svo samkomu- gestir. Hóparnir snúa hvor á móti öðrum. Meirihluti samkomu- gesta er af eldri kynslóðinni, en inn á milli er þó einnig yngra fólk. Söngnum er lokið og sá næsti er kynntur. Ljóðið er einnig að finna i söngbókinni, en nú er undirleikurinn ekki sá sami. 1 stað lúðrasveitarinnar eru komnir tveir gitarar, harmónikka og fiðla sem Daniel Óskarsson, yfirmaður Reykja- vikurdeildar hersins, leikur á, en hann er einnig stjórnandi samkomunnar. Söngurinn er þagnaður i bili og flutt er stutt þakkargjörð. Það vekur athygli þess sem ekki hefur áöur sótt slika samkomu, að hermenn lifa sig geysilega inn i þakkargerðir sem þessa. Einn þeirra les upphátt, eöa tal- arfrá eigin hjarta, en hinir taka gjarnan undir og segja stundar- hátt, setningar til áherslu. ,,Já, Jesús! ”, heyrðist sagt af tilfinn- ingahita, og fleiri upphrópunum var skotið inn, eftir þvi sem mönnum fannst þurfa. Þvi næst kynnir Daniel næsta lag og tekur fram að það falli kannski ekki öllum i geð. Það eru tvær ungar stúlkur sem leika á gitara og syngja á ensku. Textinn er að sjálfsögðu trúar- legs eðlis, en lagið er geysilega fallegt og vel flutt. tslenski herinn hefur mikil samskipti viö þann norska og færeyska, enda undirsömu yfir- stjórn. Það kemur þvi kannski ekki á óvart að þetta kvöld les norskur maöur, sem er starf- andi á vegum hersins hér, úr bibliunni og Óskar Jónsson bridadier, yfirmaður bæði ts- iands- og Færeyjardeildar Hjálpræöishersins, þýöir jafn- óðum. Kaflinn sem lesinn er segir frá Pétri postula, og á eftir erlagt út af textanum, en óskar þýðir jafnóöum setningu og setningu. Danielsem talar. Hann les fyrst kafla úr Filippubréfinu, og ræðir siðan um nöfn og þýðingu þeirra, i framhaldi af versinu sem hann las. Beðið um þúsundkall! Stuttu áður en hann hóf lesturinn, kom kona á miðjum aldri i salinn. Hún settist framar lega og var áberandi ölvuð. Eftir að hafa verið róleg og þögul i stutta stund fór hún að gripa frammi og var með há- reysti. Allflestir samkomu- gestir virtust kannast við hana, og sussuðu og reyndu aö róa manneskjuna. Það virtist hafa þveröfug áhrif — hún hækkaöi bara róminn og lauk við tölu sina. Stottu seinna fór hún út, eftiraðhafa beðið háttog snjallt um þúsundkall. Þessi truflun hefur ekki mikil áhrif á samkomuna óg maður freistast til að halda að þetta hafi ekki verið i fyrsta sinn sem svona nokkuð gerist. Daniel lýkur við ræðu sina, tekur sér gitar i hönd og sunginn ersálmur. Allir taka lifandi þátt i honum, standa upp og rétta hendur til himins, i samræmi við textann sem sunginn er. Aður en það var gert fór kona úr hópi hermanna um salinn Lagiö var tekið af krafti. Stuðmúsik Siðan er sunginn sálmur, og á eftirkynnir Daniel næsta atriði: ,,Nú ætla unglingarnir að syngja nokkra söngva og vitna”. „Unglingarnir” eru fimm ungar stúlkur með tvo gitara. Lögin sem þær syngja eru fjörug og hermenn jafnt sem gestir klappa höndum saman, stappa niður fótum og slá takt, — hinir kátustu. Ein af stelpunum slær taktinn með ein- hverju hringli eins og popparar nota gjarna, og sum lögin væru reyndar boðleg á popptónleika sem stuðlög. En textarnir varla, — og þó... A milli laga vitna stúlkurnar og hermenn. Að vitna er það kallað þegar fólki segir frá sinni eigin trúar- legu reynslu og sannfæringu, gjarnan með dæmum úr dag- lega lifinu. Annað sem vekur athygli er að margir eru kallaðir gælu- nöfnum, og öll fer þessi sam- koma ákaflega frjálslega fram. Ef einhverjum hljóðfæraleik- aranum fatast sundiö i tónaflóö- inu er bara hlegiö og öllu slegið upp i grin. Annað er eftir þvi. Eftir þessa syrpu er komiö að aðalræðu kvöldsins. Það er Kona á miðjum aldri kom I sal- inn... með samskotabauk. Allflestir gáfu eitthvaö. Að samkomunni lokinni, um klukkan tiu (hún hófst klukkan 20.30) Kvaddist fólk með handa- bandi og hélt heim á leið. extí: Guðjón Arngrimsson Myndir: Jens Aiexandersson og Loftur Ásgeirsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.