Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 5
Vilja ekki sleppa
prínsinum svo vœgt
Tugir þúsunda
heimilislausir
Nixon fékk verstu
refsingu
„Richard Nixon, fyrr-
um forseti, gengur nú i
gegnum tim abil
„ófrægingar og hneisu”,
sem er verra en nokkur
fangelsisdómur,” segir
Leon Jaworski, sak-
sóknarinn i Watergate-
málinu, i sjónvarpsvið-
tali.
Hann hafði verið spurður, hvort
Nixon hefði verið tekinn mildari
tökum af réttvisinni en hjálpar-
kokkar hans, sem dæmdir voru
fyrir að hindra framgang réttvis-
innar.
— segir Jawarski
saksóknari
Watergatemólsins
„Ég held, að orðtak, eins og
„allir jafnir fyrir lögunum”, sé
nokkuð, sem aldrei náist i veru-
leikanum,” sagði Jaworski.
Hann kvaðst ennfremur efast
um, að unnt hefði verið að koma
saman kviðdómi til þess að fjalla
um mál Nixons, án þess að hafa
tekið fyrirfram afstöðu af lestri
allra skrifanna um Watergate.
Jaworski rifjar einnig upp um-
mæli úr samtali við Alexander
Haig, hershöföingja, sem var
starfsmannastjórii Hvita húsinu i
ágúst 1974. En Haig sagði, að for-
setinn hefði ekki verið i andlegu
jafnvægium það er hann sagði af
sér. Kvaðst Jaworski sömu
skoðunar.
kippinn
Eftirlifendur hafa slegið upp
tjöldum innan um húsarústirnar
og orna sér við opna elda, en
menn voga sér ekki að leita skjóls
undir veggjum, sem enn eru uppi-
standandi, vegna viðvarana um
að fleiri jarðskjálftakippir kunni
að fylgja á eftir þessum eina
stóra, sem mældist 7,6 stig á
Richterkvarða.
Enginn hefur á einni hendi upp-
lýsingar um það nákvæmlega,
hve margir misstu heimili sin i
þessum 100 þorpum, sem urðu
fyrir spjöllum i jarðskjálftanum,
en menn ætla, að það skipti tug-
um þúsunda. — 14 fjallaþorp i
Iran, skammt frá landamærum
Tyrklands, urðu einnig fyrir tjóni
af þessum sama jarðskjálfakipp.
Tilboð um aðstoð streyma til
Ankara hvaðaæva frá. íranskeis-
ari hefur brugðið við fljótt og sent
til sins fólks tjöld, teppi, mjólkur-
duft og niðursuðumatvæli.
„Þorpið skókst eins og vagga,
og svo sá ég heljarmikinn ryk-
mökk leggja upp af- þvi, i sömu
mund, sem ég reið i bæinn,” sagði
einn ibúa Muradiye i Tyrklandi,
en þetta 6,000 manna þorp varð
harðast úti i jarðskjálftanum.
„Ég hraðaði mér heim og kom
að húsinu, þar sem það var jafnað
við jörðu. Eftir þriggja stunda
uppgröft fann ég lik móður minn-
ar og tveggja systra,” sagði þessi
maður, sem fréttamaður Reuters
hitti að máli.
Ein kona taldi sig vera einu
manneskjuna, sem komist hefði
lifs úr 300 manna fjallaþorpi
skammt frá Muradiye.
Stóð CIA að baki
ráðningu á mála-
Sðum Hl Angóla?
Leyniþjónustan, CIA,
varði hálfri milljón doll-
ara i Bretlandi til þess
að skrá málaliða til bar-
daga i Angóla, eftir þvi
sem segir i grein, er
Philip Agee, fyrrum er-
indreki CIA, skrifar i
timaritið ,,OUI”. —
Agee hefur verið visað
úr Bretlandi.
Þessi fyrrverandi CIA-njósnari
tekur til nöfn tveggja starfs-
manna bandariska sendiráösins i
London, sem hann segir, að hafi
átt beinan þátt i þvi að deila út
peningunum.
Greinin mun ekki birtast fyrr
en í janúarhefti timaritsins, en
það var lagt fram á fundi með
fréttamönnum i Chicagó i gær.
í henni segir, að CIA hafi ætlað
32 milljónir dollara i fjárhags-
áætlunum sinum til stuðnings
andkommúnistiskum öflum i
Angóla. Mikið af þvi fé hafi farið
til ráðningar á málaliðum i Bret-
landi. Skrifar Agee, að hluti af
peningunum hafi komið beint frá
bandariska sendiráðinu i London,
oghlutimeð milligöngu portúgala
i Brússel.
Höfundar greinarinnar halda
þvi einnig fram, að CIA vinni enn
að söfnun upplýsinga á efnahags-
sviðinu um bandamenn sina.
Segjast þeir hafa komist yfir
fyrirmæli frá Henry Kissinger til
allra diplómata bandarisku utan-
rikisþjónustunnar um að þeir
skyldu leita svara við átta mikil-
vægum spurningum um athafna-
og viðskiptalif i löndum banda-
manna USA.
Þessar kannanir bar á góma i
öldungadeild Bandarikjaþings i
fyrra og voru þá skýrðar á þann
veg, að reynt væri aðfylgjast með
þvi, hvort aðrar þjóðir væru að
fara fram úr bandariskum fyrir-
tækjum i tækni.
Júliönu drottningar sætti harðri
gagnrýni i skýrslu rannsóknar-
nefndar, sem fjallaði um mútur
Lockheed-flugvélaverksm iðj-
anna bandarisku á hollenska
embættismenn. Grunur lék á að
prinsinn hefði þegið 1 milljón
dollara.
Bernhard bar á móti sakar-
giftum, en sagði af sér trún-
aðarstörfum við hollenska flug-
herinn, sem hann hefur gegnt i
30ár. Jafnframt rauf hann flest
þau kaupsýslubönd, sem hann
hafði tengst i starfi sinu.
Van Dijken saksóknari sagði,
að rikisstjórnin hefði ákveðið að
höfða ekki mál gegn prinsinum
vegna þeirra erfiðleika, sem
það væri bundið, þann tima,
sem slikur málarekstur mundi
taka, efans um, hvort nokkuð
saknæmt hefði átt sér stað...
„og auk þess Bernhard prins
hafa orðið að liða mikið fyrir
hegðan sina, og frekari
rannsókn hefði verið að safna
glæðum elds að höfði þjóðhöfð-
ingjans, Júliönu drottningar,”
sagði hann.
eftir
Tugir þúsunda tyrkja,
sem orðið hafa hart úti
af völdum jarðskjálft-
ans, urðu að hafast við i
tjöldum úti aðra nóttina
i röð, eftir að hafa misst
hús og heimili i jarð-
skjálftanum, sem talinn
er hafa kostað um 4,000
mannslif.
Innan um húsarústir þeirra 100
þorpa i Tyrklandi, sem urðu fyrir
barðinu á skjálftanum, hafa
björgunarsveitir fundið lík 2,000
manna eða meir. Fannkyngi,
frost og skammdegið hefur gert
þeim erfitt fyrir við leitina.
Philip Agee.
Þrir hollenskir borg-
arar hafa hver i sinu
lagi skotið til áfrýj-
unarréttar Amsterdam
ákvörðun rikisstjórn-
arinnar um að höfða
ekki mál á hendur
Bernhard prins fyrir
hans hlut i Lockheed-
mútuhneykslinu.
Saksóknari rikisins, Henri
van Dijken, sagði fréttamanni
Reuters, að þessi málskot hefðu
verið lögð fram fyrir tveim
mánuðum. Kvað hann þau vera
samkvæmt hollenskum lögum,
sem gera ráð fyrir, að sérhver
borgari geti kært til hæstaréttar
ákvörðum dómstóls eða rikis-
stjórnar um að höfða ekki saka-
mál.
„En hver sem slikt gerir
verður að færa sönnur á, að
hann eða hún eigi beinna per-
sónulegra hagsmuna að gæta,”
sagði van Dijken.
Lögreglan rannsakar um
þessar mundir kærurnar og
kærendurna þrjá, en á grund-
velli þeirra gagna mun svo
saksóknarinn ákveða, hvort
áfrýjunarrétturinn tekur þær til
meðferðar.
Hinn 65ára gamli eiginmaður
Bernhard prins.