Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 9
Bragi Ásgeirsson, Erlingur Páll Ingvarsson og Þór Ellas Pálsson vinna aö uppsetningu sýningarinnar. Ljósm. JA Úrval þýskrar grafík-listar Sýningin „Þýsk grafík á vor- um dögum” verður opnuð að Kjarvalsstöðum á laugardag- inn. Hér eru á feröinni 100 verk 39 bestu grafiklistamanna þjóð- verja. Sýningin er haldin á veg- um Instituts fur Auslands- beziehungen i Stuttgart og er hingað komin fyrir miliigöngu féiagsins Germaniu. Fyrirkomulag sýningarinnar og val mynda annaðist Thomas Grochowiak prófessor, forstjóri Stadtische Kunsthalle og Recklinghausen og ritar hann formála að sýningarskrá. Þar segir hann m.a.: „Eitt og hiö sama gildir um alla þessa listamenn, án tillits til tjáningaraðferða þeirra eða tækni, sem hver þeirra hefir valiö sér — en þar vekur at- hygli, hve sjaldan notaður er tréskurður — að verk þeirra sem hér hafa veriö valin sýna svo ekki verður um villst að ekkert er þeim eins viðsfjarri og þröngsýni og að sjóndeildar- hringnum er haldið opnum til samblöndunar og til útvikkunar i allar áttir”. Margar myndir Guðmundar eru frá gosinu. Ljósmyndir í Akoges Guðmundur Sigfússon, sýnir sextiu og sex Ijósmyndir á sýn- ingu sem hann opnaði i Akoges I Vestmannaeyjum á miðviku- dag. Flestar myndirnar eru frá gosinu '73, þrjár eru frá 1972, en aðrar eru nýrri. Þær eru bæöi I lit og svart/hvitar. Sýning Guðmundar er opin daglega frá 20-22 en á laugardag og sunnudag frá kl. 14-22. Sunnudagurer jafnframt siðasti sýningardagurinn. —tJT Cloudie, heitir þessi mynd Guðmundar og er af þýskrl stúlki sem vann sem sjálfboöaliöi I Vestmannaeyjum f gosinu. NÝJAR NORRÆNAR BÆKUR KYNNTAR í NORRÆNA HÚSINU Norræna húsið og norrænu sendikennararnir við Háskóla islands efna til kynningar á athy glisverðum bókum á norræna bókamarkaðinum á þessu hausti. Hefst kynningin á laugardaginn með þvi að kynnt- ar verða bækur frá Finnlandi og Sviþjóð I Norræna húsinu kl. 16. Kynningin verður i umsjá sænska sendikennarans Ingrid Westin og finnska sendikennar- ans Ros-Mari Rosenberg. Siðari kynningin, þegar á dagskrá verða danskar og norskar bækur, verður laugar- daginn 4. desember kl. 16. Um hana munu danski sendikennar- inn Peter Rasmussen og norski sendikennarinn Ingeborg Donali sjá. Kynningar af þessu tagi eru árlegur viðburður i Norræna húsinu og hefur norrænum rit- höfundum jafnan verið boöið til þeirra. Að þessu sinni verður danski rithöfundurin Svend Aage Madsen gestur bókakynn- ingarinnar. A dönsku kynning- unni mun hann m.a. lesa upp úr nýjustu bók sinni, tveggja binda verki sem heitir Tugt og utugt i Mellemtiden. Fyrsta ritsmið hans birtist i timaritinu Vindrosen árið 1962. Siöan hefur hann skrifað smásögur, skáld- sögur, leikrit, reyfara og barna- bók. Honum voru veitt stóru verðlaun dönsku akademíunnar árið 1972. RAÐ-STÓLAR Nú geta allir eignast raðstóla - Komið og skoðið hina handhægu og ódýru sænsku Zoom raðstóla VERÐ AÐEINS KR. 14.600 Sendum hvert á land sem er - Sérstaklega handhægar pakkningar og því lítill flutningskosnaður Opið til kl. 7 á föstudag og til kl. 12.00 laugardag Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2 - Sími 1-19-40

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.