Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 10
10 VÍSIR (Jtgefandi: Reykjaprenthf. Framkvæmdastjóri: Davf&Guómi ndsson. Ritstjórar: Þorsteinn Pótsson, ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gu&mundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Gu&mundur Pétursson. Um- sjón meft helgarblabi: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Gu&jón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur- eyrarritstjórn: Anders Hansen. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. (Jtlitsteiknun: Jón ósk- ar Hafsteinsson, Þórarinn j. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteina Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgata 44.Simar 11660,86611 Afgreiftsla: Hverfisgata 44.SImi 86611 Ritstjórn: Sffiumúla 14. Simi 86611, 71inur Akureyri. Simi 96-19806 Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Prentun: Blaftaprent hf. Pennastriksaðferðin hafin til vegs á ný Stjórnvöld hafa á öllum tímum beitt ýmsum brögð- um f baráttunni viö verðbólguna. Allar ríkisstjórnir siðustu áratugi hafa sett sér það meginmarkmið að draga úr verðbólgu og stjórnarandstöðuflokkar hafa verið ósparir á fögur fyrirheit i þessum efnum. En allt hefur komið fyrir ekki. Pennastriksaðferðin svonefnda er eitt af þeim ráð- um> sem stjórnmálamenn hafa hvað oftast gripið til í verðbólguglímunni. Hún er i þvi fólgin að banna ein- faldlega með undirskrifuðum tilskipunum allar verð- hækkanir. Margir mætir menn virðast hafa lifað í þeirri góðu trú, að þannig mætti koma í veg fyrir þensluna. Rétt er að verðstöðvanir geta haft nokkra þýðingu í þessum efnum samhliða markvissum aðhaldsaðgerð- um. En verðstöðvun ein út af fyrir sig getur ekki stað- ið til langframa. I aðalatriðum næst það eitt fram að skjóta hækkunum á frest. Slíkar aðgerðir geta i mörgum tilvikum haft þveröfug áhrif við það sem þeim er ætlaö, þegar á lengri tíma er litið. Ef aðrar forsendur efnahagslífsins breytast ekki heldur verðbólgan vitaskuld áfram að magnast þó að verðlagsnefndir og yfirverðlagsnefndir banni verð- hækkanir með pennastriksaðferðinni. Oftast nær er þessi aðferð því einvörðungu blekking. Vinstri stjórnin reyndi í allríkum mæli að hafa hemil á verðlagsþróuninni með pennastriksaðferð- inni. Þrátt fyrir það náði verðbólgan hátindi undir þeirri stjórn. Núverandi ríkisstjórn hefur einnig reynt pennastriksaðferðina án verulegs árangurs. Þegar stjórnvöld einblína á pennastriksaðferðina þykir ekkert athugavert við taumlausa ríkisumsvifa- stefnu. Engar athugasemdir eru gerðar við óarðbærar fjárfestingar, sem skipta milljörðum króna. Engar athugasemdir eru gerðar við ævintýralega minnis- varðapólitfk i f járfestingarmálum eins og við Kröflu. Pennastrikið er fyrst dregið, þegar að því kemur að borga brúsann. Stórfyrirtæki eins og Landsvirkjun, Hitaveitan í Reykjavíkog Rafmagnsveitan i Reykjavik hafa verið vel rekin fyrirtæki og voru vel stæð á sínum tima. Stjórnvöld hafa með beinum og óbeinum hætti staðið að ákvörðunum um stórframkvæmdir á vegum þess- ara fyrirtækja. I tíð fyrri rikisstjórnar voru beiðnir þessara fyrir- tækja um gjaldskrárhækkanir stöðvar að meira og minna leyti með pennastriksaðferðinni. Framkvæmd- um og þjónustu átti hins vegar að halda áfram. Lausnin var fundin með lántökum og skuldasöfnun. Staðreynd er, að gjaldskrár þessara fyrirtækja gætu verið talsvert lægri en þær eru nú, ef pennastriksað- ferðinni hefði ekki verið beitt. Þannig getur hún bein- línis aukið verðbólguna. Enn á ný er faríð af hálfu taismanna stjórnarflokk- anna að setja fram kröfur um, að byrjað verði að beita pennastriksaðferðinni af enn meiri krafti en verið hefur. Það virðist vera eina ráðið, sem stjórn- málamenn koma auga á. En því fer f jarri, að kröfur heyrist um það i alvöru að reynt verði að komast fyrir rætur verðbólgumeinsemdarinnar. Talsmenn stjórnarflokkanna hafa ekki minnst á þann möguleika að lækka f járlagafrumvarpið í með- förum Alþingis eða koma í veg fyrir að það hækki svo sem venja er. Stjórnarandstöðuflokkarnir krefjast þess að auki að takmörkuðum viðskiptakjarabata verði varið til að auka einkaneyslu áður en jafnvægi er náð i utanríkisviðskiptum. Lausnín á svo að vera sú að banna verðhækkanir, þegar þenslustefnunni hefur veríð fylgt í gegnum allt efnahagskerfið. Föstudagur 26. nóvember 1976 VISIR upp nýjum atvinnugreinum við hliðina á sjávarútvegi og land- búnaði. Er þar einkum um að ræða iðnað i einu eða öðru formi. Til þess að það takist verður að beisla þær náttúru- auðlindir, sem ónotaðar eru, einkum orkulindir, og freista þess að byggja upp iðnað i tengslum við þær. Forsendur slikrar uppbyggingar eru eink- um fjármagn til fjárfestingar og markaðir fyrir framleiðsluna. Það fjármagn sem við ekki höf- um sjálfir verðum við að fá erlendis frá, Framleiðslan þarf og að seljast til útlanda. Þjóðernisstefna og hags- munir verkalýðsins Þjóðernisstefna Alþýðu- bandalagsins hefur gengið mjög — þvert á hagsmuni islensks al- mennings i þessum efnum. Þannig hefur Alþýðubandalagið ybbast við uppbyggingu nýrra atvinnugreina, en hamrað á inum svonefndu „þjóðlegu at- vinnuvegum” og vilja láta þá duga. Ekki má nota fé til upp- byggingar ef það kemur frá út- löndum. Er skemmst að minnast andstöðunnar við ál- verksmiðju og Búrfellsvirkjun og hinna sérkennilegu innan- flokksáta um málmblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Þá hefur flokkurinn fjandskapast við flestar tilraunir til öflunar Hinn hœgrisinnaði vinstriflokkur bandalaginu. Hitt hefur mörgum reynst örðugra að samræma þá stefnu sósialisma og hagsmunum verkalýðs eins og málum er nú háttað hér á landi. Flestir vita að frá upphafi hefur þjóðernisstefna verið sem eitur i beinum allra sósialista. Oft hefur verið bent á að þjóð- ernisstefnan sé i eðli sinu byggð á sjónarmiðum mismununar: ein þjóð sé betur af Guði gerð en önnur og eigi að njóta meiri réttar samkvæmt þvi. Þetta hefur þótt brjóta mjög i bága við grundvallarsjónarmið sósialis- mans um jöfnuð og jafnrétti allra manna hverrar þjóðar eða stéttar þeir eru. I samræmi við það hefur alþjóðahyggja verið grundvallaratriði i stjórnmála- skoðunum sósialista og þeirri stefnu lýst sem andstæðu þjóð- ernishyggju. Ekki alls fyrir löngu birtust i Þjóðviljanum skrif, þar sem leitast var við að sýna fram á, að i Alþýðubandalaginu væri unnt að samræma þjóðernis- stefnu og sósialisma, hversu furðulegt sem það annars þætti vera. Niðurstaðan var á þá leið, að þjóðernisstefna Alþýðubanda- lagsins væri i raun og veru, og þegar allt væri skoðað, alls ekki þjóðernisstefna, heldur alþjóða- hyggja. Þannig væri fullkomið samræmi við sósialismann fengið. Rætur í Stalínisma Aðrar skýringar eru til á þessum hugmyndafræðilega vanda. Alþýðubandalagið er ekki fyrsti stjórnmálaflokkur sögunnar sem reynir að sam- ræma þjóðernisstefnu og sósíal- isma. f kommúnistaflokki Ráð- stjórnarrikjanna var m.a. tekist á um þessi efni á sinum tima. Þar bar þjóðernissinninn Jósep Stalin sigurorð af alþjóða- hyggjumanninum Leo Trotsky. Ýmsir hafa siðar talið að þar með hafi einnig sósialisminn i Ráðstjórnarrikjunum beðiö ósigur. Þannig virðist hin staliniska fortið Alþýöubandalagsins veita mun betri skýringu á þjóðernis- stefnu flokksins en hin sérstæða Mikilvægi atvinnuupp- byggingar Svo erfiðlega sem Alþýðu- bandalaginu hefur gengið að samræma þjóðernisstefnu og sósialisma, hefur hitt gengið enn ver að aðlaga þá stefnu hagsmunum verkalýðsins i landinu. 1 landi þar sem allur almenningur þarf að vinna hálf- an sólarhringinn til að afla sér nauðþurfta, er ljóst að ekkert verkefni kemst I samanburð við áð bæta efnahagslega afkomu vinnandi fólks. Efling atvinnu- lifs er stærsta hagsmunamál verkalýðs hér á landi. Allir vita að megin veikleiki isl. efna- hagslifs er einhæfi atvinnuveg- anna og þær efnahagssveiflur sem þvi fylgja og ailtaf lenda tilfinnanlegast á láglaunafólki. Stjórnmálaflokkur sem vill ein- beita sér að hagsmunum vinn- andi fólks getur ekki fundið heppilegra viðfangsefni en að bæta úr þessu. Afstaða Alþýðu- bandalagsins hefur þvi miður gengið i þveröfuga átt. Einhæfni atvinnulifs verður best læknuð með þvi að koma markaða erlendis fyrir nýjar útflutningsvörur og fylgt ein- angrunarstefnu i viðskipta- málum. Adnstaðan við inngöng- una i EFTA verður i minnum höfð. Þá taldi Alþýðubandalag- ið að verið væri að selja frélsi þjóöarinnar. I virkjunarmálum hefur fiokkurinn jafnan látið hags- muni almenrfngs vikja fyrir margháttaðri náttúrurómantik eöa hagsmunum fárra landeig- enda. Um skeið virtist flokkur- inn andvigur öllum stórvirkjun- um og þoldi ekki öllu meiri til- þrif i þeim efnum, en að ein- staklingar virkjuðu bæjarlæk- inn heima hjá sér. 1 Laxárdeil- unni tók Alþýðubandalagið upp af mikilli hörku hagsmuni land- eigenda gegn hagsmunum al- mennings á Norðurlandi af ódýrri raforku. Norðlendingar og raunar þjóðin öll hefur enn ekki beðið þess bætur. Vinstri og hægri Öþarft er að hafa þessa upptalningu lengri, enda er flestum málefnið vel kunnugt. Það er kaldhæðnislegt að Alþýðubandalagið skuli enn kalla sig vinstri flokk, þegar i- hald og þjóðernisstefna setja slik merki á störf þess. Óliklegt er að þeir vinstrimenn sem setið hafa á þessari öld i fangelsum þjóðernissinna á Spáni, Italiu, Þýskalandi og Portúgal fallist á að kalla þjóðernisstefnu vinstri stefnu. En þeir sem geta haldið þvi fram að þjóðernisstefna sé alþjóðahyggja munar auðvitað litið um að segja að vinstri sé hægri og hægri vinstri. Enginn neitar þvi þrátt fyrir allt, að innan Alþýðubanda- lagsins eru enn margir einlægir verkalýðssinnar, þó þeir hafi litlu ráðið um stefnumótun flokksins eins og sjá má. Margt bendir til að þeim sé nú farið að leiðast forysta þjóðernis*og i- haldsaflanna og þeir láti ekki öllu lengur „þjóðernisbaráttu” Alþýðubandalagsins standa i vegi fyrir samvinnu við aðra verkalýössinna um hagsmuna- mál vinnandi fólks i landinu. Svo sannarlega er mál til kom- iö. i tiiefni af 40 ára afmæli Þjóðviljans hafa orðið i blöðum nokkur skrif um stöðu Alþýðu- bandalagsins I islenskum stjórnmálum. Vmsir hafa lagt orð i belg, og eins og vænta mátti, sjónarmiðin verið mjög mismunandi. Sjá þar sumir útibú alheims- kommúnismans, aðrir ihaids- saman flokk þjóðernissinna, enn aðrir venjulega tækifæris- sinnaða valdavél. Sjálfur lýsir Þjóðviljinn sér og flokki sinum sem málsvörum sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis. Þjóðernisstefna og sósíalismi Það hefur vafist fyrir mörgum, sem vilja höfðu til að taka þessa skilgreiningu Þjóðviljans alvarlega, að átta sig nánar á efni hennar. Enginn getur með sanngirni efast um að þjóðernisstefna er rik i Alþýðu- skilgreining Þjóðviljans, sem áður var getið. Einnig i Alþýðu- bandalaginu virðist þjóðernis- stefnan hafa gengið af sósíal- ismanum dauðum. Þannig berst flokkurinn nú t.d. hatrammlega gegn þjóðareign á landi og landsgæðum og gegn rikis- einkasölu á skotvopnum. Áætl- unarbúskapur i efnahagsmálum er flokknum mjög fjarlægur. Er skemmst að minnast stjórnar hans i fjárfestingarmálum sjávarútvegs i siðustu rikis- stjórn. Gamalt metnaðarmál sósialista um fullnýtingu nátt- úruauðlinda i þágu alþýðufólks á sér engan harðari andstæðing hér á landi en Alþýðubandalag- iö, sem t.d. hefur barist af hörku gegn nær öllum meiriháttar átökum i virkjunarmálum. thaldssemi og andsósialismi Alþýðubandalagsins hefur gengið svo langt, að ekki má lengur rifa niður gömul hús og reisa ný, að allt ætli þar ekki um koll að kevra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.