Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 26.11.1976, Blaðsíða 2
 Föstudagur 26. nóvember 1976 VISIR SKATTSVIKIN OG HAGSMUNIR HINNA—i Ágústa Rósmundsdóttir, nemi: — Já ég yröi mjög hrædd ef ég lenti i jaröskjálfta. Þaö má al- veg eins búast viö aö jarö- skjálftar berist hingaö til Reykjavikur. Halla Ásgeirsdóttir, nemi: — Ég yröi mjög hrædd ef aö jarö- skjálftar bærust hingaö til Reykjavikur. Guö skapaöi manninn i sinni mynd, segir i góöum fræöum. Eins fer gjarnan fyrir þeim mönnum sem fást við endur- skoöun skattalöggjafar. Þeir hafa tilhneigingu til aö miöa löggjöfina við eigin þarfir. Þannig fer þeim, sejn á litivinn- andi konu, eins og þaö er kallaö. Þegar kemur til hans kasta aö segja til um, t.d. i flokksnefnd um skattamál, hvort fella beri niður sérstök ákvæöi um sér- sköttun, en taka i þess staö upp þá aöferö, aö deila tekjum heimilisins til framtals milli hjóna, vill hann tvimælalaust halda áfram sérsköttuninni, sem einungis er bundin viö úti- vinnandi konur. Sitji annar I fyrrgreindri nefnd, sem búinn er aö greiða upp allar skuldir á ibúö sinni, telur hann þaö helst til leiöréttingar i skattamálum, að fella niður frádrátt vegna vaxta af lánum. Þannig er flokksnefnd um skattamál oröin óvinnufær á augabragði, því þótt guö hafi skapað manninn i sinni mynd, er ekki þar meö sagt aö sama aöferö dugi við breytingar á skattalöggjöfinni. Nú er þaö staöreynd, sem oft gleymist, þegar rikiö er krafiö um framlög til eins eöa annars þarfamálsins, aö rikiö veröur einnig aö afla sér tekna til aö standa undir slikum framlög- um. Þaö gerir þaö meö ýmsu móti, og má vera aö tekju- skatturinn einn og sér sé ekki nema litill hluti þeirrar inn- heimtu. Hann er jafn erfiður viðfangs fyrir þaö, enda þeim mun erfiöara aö greiöa hann sem meira er tekið af ein- staklingnum i óbeinum skött- um. Nú hefur um hriö verið töluvcrt um þaö, aö einstakling- ar hafi lifaö mikið stórbrotnara lífi en samræmist skattgjöldum þeirra. Þá koma upp grunsemd- ir um skattsvik, en eftir þvi sem þær grunsemdir eru meiri, eftir þvi virðist pólitisk þörf fyrir endurskoöun skattlaga meiri, þótt álita megi aö einfaldasta lausnin væri aö heröa skatteftir- lit, og leggja hiklaust á áætlaöar tekjur, verði misvisunin milli lifnaöarhátta og uppgefinna tekna of mikil. í rauninni skiptir sáralitlu máli hvernig menn möndla meö skattalöggjöfina. Hún miöast fyrst og fremsÞ'viö tekjuþörf rikisins, og fari hún fram úr öllu hófi, fer skattálagningin þaö lika, hvaöa reglur, sem annars kunna aö veröa uppfundnar af þeim, sem vilja hafa fyrir sér guðsdæmið um breytingar á skatti. Eölilegast væri aö leggja beina skatta niður og bæta þeim við verðlagið, en auka fjöl- skyldubætur á móti til aö leita jafnaðar, enda þyrftu menn þá hvorki að fárast yfir þvi að missa skattfrádrátt af útivinn- andi konu sinni.eöa telja öllum vaxtabyröum lokiö viö upp- greiðslu á lánum á eigin húsi. Þvi er nefnilega þannig varið með þessar blessaöar nefndir stjórnmálaflokkanna, aö þær samanstanda af litlum guöum, sem i fjármálum ætla sér oft og tiöum annað en almenningi er ætlaö. . Skattsvik eiga aö vera vanda- inál löggæslu, dómstóla og fangelsa, og sá sem er bók- haldsfróðari en annar á ekki aö komast upp meö aö reikna sig út úr allri þátttöku i samneyslu þjóöfélagsins á kostnaö þeirra, sem veröa að gefa upp hverja krónu, sem þeir vinna sér inn, oft i nætur- og helgidagavinnu, sem af öllum störfum ættu frek- ast að vera skattfrjáls. En það véröur aldrei hægt að breyta skattalöggjöfinni þannig, aö hún komi i vcg fyrir tilraunir til skattsvika. Þess vegna væri raunhæfasta breytingin á sviði skatlimála sú, aö hafa uppi miklu meiri grunsemdir um skattsvik en nú tiökast, upplýsa þau og láta þau varða fangclsi. Svarthöfði ( f Reykjavík ) y ---------^ óttastu jarðskjálfta? Hulda Bogadóttir, afgreiöslu- stúlka: — Ég yröi mjög hrædd viö jaröskjálfta og liöi alls ekki vel ef aö allt færi aö hristast. Ólafur Jóhannsson, nemi: — Eg óttast ekki aö jaröskjálftar ber- ist til Reykjavikur. Hins vegar er maöur meö allan hugann viö það sem kunni aö gerast viö Kröflu. Áskell Jónsson, nemi: — Þaö færi alveg eftir þvi hvaö jarö- skjálftinn yröi mikill. En ég er ekki hræddur um aö jarðskjálfti berist hingaö. Fjorar bœkur á hvert mannsbarn •• •• Orn og Orlygur tíu ára í gœr Baldur Guölaugsson Siöan Bókaútgáfan örn og örlygur var stofnuð i stofunni heima hjá Örlygi Hálfdánar- syni, fyrir tiu árum, hefur hún sent út um áttahundruð þúsund bækur, eða að meðaltali fjórar bækur á hvert mannsbarn i landinu. Og i tilefni afmælisins i gær var bætt við tveimur titlum. önnur bókin heitir „30. mars 1949” og fjallar um inngöngu ts lands i NATO og hin sögufrægu átök sem irrðu á Austurvelli af þvi tilefni. Baldur Guölaugsson ogPáll Heiðar Jónsson, skráöu. Hin er fimmta bók Snjólaugar Bragadóttur, frá Skáldalæk, og heitir „Enginn veit hver annars konu hlýtur.” Viðtöl og skjalarann- sóknir Við samningu „30. mars 1949” studdust þeir Baldur og Páll Heiðar viö aragrúa heimilda, bæöi innlendra og erlendra og fengu meðal annars aögang að skjalasöfnum utanrikis- og dómsmálaráðuneytisins og hæstaréttar, en þau hafa ekki fyrr verið rannsökuö i þessu skyni. Þá töiuðu þeir einnig viö mikinn fjölda manna sem við- riðnir voru þessa atburði á ein- hvern hátt, stjórnmálamenn, lögreglumenn, varaliösmenn, áhorfendur, sakborninga og fleiri. A fundi með fréttamönnum, sögðu þeir félagar að ýmislegt hefði komið þeim á óvart þegar þeir voru að viða aö sér efni og ekki hefði verið allt sem sýndist á þeim tima. Bókin er i tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fjallar um þróun alþjóbamála, upphaf kalda striðsins, herstöövarbeiðni Bandarikjanna og fleira, en þó itarlegast um viðbrögð ís- lenskra stjórnmálamanna við þeim hugmyndum að vestrænar þjóðir hyggðust stofna með sér varnarbandalag. Gerð er grein fyrir þvi hvernig aðildinni var tekið i ein- stökum stjórnmálaflokkum og fjlallað um þann klofning sem rikti i tveimur þáverandi stjórnarflokkum. Slagsmálin sjálf Sfðari hlutinn fjallar svo um sjálfar óeirðirnar og aðdrag- andann að þeim. Fjallað er um Páll Heiðar Jónsson liðssafnað sjálfstæðismanna og hvernig að honum var staðið, umræður manna i höfuð- stöðvum sósialista að Þórsgötu, hvernig varalið lögreglunnar „hvitliðarnir” voru valdir, og hvert verkefni þeirra átti að vera. Rakið er hvernig stóð á þvi að formenn þingflokka stjórnar- flokkanna boðuðu „friðsama borgara á Austurvöll” án sam- ráðs við lögregluna og þar fram eftir götunum. Þá eru kveðnar niður ýmsar „þjóðsögur” um tiltekin atvik eins og þegar marmarastyttu Jóns Sigurðssonar var snúið til veggjar, „fangavist” þing- manna i Alþingishúsinu og fleira. Skyggnst er inn i fundarher- bergi framsóknarmanna i þing- húsinu, þar sem varaliðsmenn voru geymdir, þar til þeir gerðu útrás sina. Atökunum sjálfum erog lýst itarlega. Loks er eftir- köstunum fylgt eftir fram til ársins 1957, að öllum sem dæmdir voru til refsingar, voru gefnar upp sakir. t bókinni eru fjölmargar ljósmyndirsem ekki hafa komið fyrir almennings- sjónir áður.” —GT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.