Vísir - 26.01.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 26.01.1977, Blaðsíða 3
3 vísm Miðvikudagur 26. janúar 1977 SAMTÖK FRJÁLSLYNDRA OG VINSTRIMANNA ENDURREIST? Magnús Torfi boðar til fundar í flokksstjórn SFV Magnús Torfi Olafsson, for- óskum rúmlega 2/3 hluta maöur Samtaka frjálslyndra og flokksstjórnarmanna SFV og vinstrimanna, hefur orðið við boðaö til fundar I flokksstjórn- inni 5-6. mars næstkomandi, að þvi er segir i Nýjum þjóðmáíum málgagni SFV, sem komu út i gær. I blaðinu segir, að i flokks- stjórn SFV hafi verið kjörnir 75 manns úr öllum kjördæmum á siðasta landsfundi, sem haldinn var 1974. Hafi 53 þeirra óskað eftir, að flokksstjórnin verði kölluð saman, og skrifleg beiðni þar að lútandi hefði borist s.l. mánudag frá 42. Sem kunnugt er samþykkti framkvæmdastjórn SFV i okt. siðastliðnum að leggja niöur störf. Flokksstjórnin er hins vegar framkvæmda- stjórninni æðri samkvæmt skipulagi SFV, og þarf einungis 15 flokksstjornarmenn til þess að óska eftir fundi i henni. í blaöinu er skýrt frá þvi, aö við könnun á vilja flokks- stjórnarmanna hafi komiö i ljós, að niu þeirra heföu sagt skilið viö Samtökin. —ESJ „Séní órsins" í Svíþjóð treður upp í Reykjavík Sænsku visnasöngvararnir Lena Nyman og Rune Anderson eru nú stödd hér á landi i boði is- lensk-sænska félagsins og Nor- ræna hússins. Þau haida hérna þrenna tónleika, og verða þeir fyrstu annað kvöld ki. 20:30. Lena Nyman er þekktari fyrir leik sinn en söng. Hún kom fyrst fram i kvikmynd 7 ára gömul, en varð fræg fyrir leik sinn i kvik- myndum Vilgöt Sjömans „Forvitin — gul” og „Forvitin — blá”. Hún leikur nú eitt aðalhlut- verkið i „Nótt ástmeyjanna” eftir Per Olov Enquist hjá Dramaten i Stokkhólmi. Sænska blaðið „Damernas” kaus Lenu Nyman „Séni ársins”, fyrir frammistöðu hennar i Nótt ástmeyjanna og reviunni „Svea Hund” og fyrir túlkun hennar á ljóðum Karin Boye. Samstarf þeirra Lenu og Rune Andersson hófst fyrir þremur ár- um og hafa þau siðan gefið út þrjár plötur. Rune Anderson er meðal yngri fulltrúa hinna hefð- bundnu, næstum sérsænsku trúbadúra, eða visnasöngvara, sem syngja ekki eingöngu visur annarra heldur semja sjálfir ljóð og lag. Hann hefur i ljóðum sinum mest fjallaö um einmanaleikann i borgum og fólk sem er á einhvern hátt öðruvisi en við hin. Segist hann álita að söngvar um vanda- mál þessa fólks veki umræður um þau, hvort sem fjallaö sé um þau á sorglegan eöa fyndinn hátt. A tónleikunum munu þau Lena Nyman og Rune Anderson flytja visur og kvæði eftir ýmis sænsk skáld, en meirihluti visnanna eru eftir Rune. Undirleikari er Karl Möller. Fyrstu tónleikarnir veröa eins og áður sagöi á morgun fimmtudag, en hinir tveir verða á laugardaginn og sunnudaginn og hefjast þeir báðir kl. 16. —SJ Menntamálaráðherrar Norðurlanda: „NORRÆNT HÚS" í FÆREYJUM OG MENNINGARMIÐ- STÖÐ í FINNLANDI Ákveðið hefur verið að hefja byggingu /,norræns húss" í Þórshöfn í Færeyj- um, og er gert ráð fyrir, að smiði hússins taki 3-4 ár. A fundi menntamálaráðherra noröurlanda, sem haldinn var i Kungalv I Sviþjóð á dögunum, var samþykkt að efna til norrænnar samkeppni arkitekta um gerð hússins, og veittar i þvi skyni 175 þúsund krónur danskar, sem jafngildir hátt á sjöttu milljón islenskra króna Aætlaö er, að húsið kosti samtals um 9 milljónir danskra króna, eða hátt I 300 milljónir, islenskra, og er lóöa- kostnaður þá ekki meðtalinn, en færeyingar munu greiða hann einir. Þá var einnig, samþykkt á þessum fundi að stofna norræna menningarmiðstöð I Sveaborg I Finnlandi, er vinni að þvi aö koma á fót myndlistarsýningum og annast dreifingu þeirrá, veita upplýsingar um norræna mynd- list, koma á fundum og nám- skeiðum um ýmis efni á áhuga- sviði myndlistarmanna og fleira. Stofnunin á að taka til starfa áriö 1978. —ESJ Stjórnarkjör í Rithöfundaráði: Matthías Johannessen formaður Matthias Johannessen, skáld hefur veriö kjörinn formaður Rithöfundaráðs islands tii næstu 3 ára. A fundi stjórnar rithöfundaráös INorræna hús- inu, s.l. föstudag baðst Indriði G. Þorsteinsson undan endur- kjöri sem formaöur. Aðrir i stjórn voru kosnir Einar Bragi, skáld og Guömundur Danielsson, rithöfundur. L .....................

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.