Vísir - 26.01.1977, Qupperneq 8
8
Miðvikudagur 26. janúar 1977 vism
SPRENGJUÁRÁS
Á ELLIÐAÁRNAR
Eins og við höfum áður sagt
frá hafa Elliðaárnar verið aö
angra starfsmenn rafmagns-
stöðvarinnar við Elliðaár að
undanförnu.
Hefur stöðin ekki fengið nægi-
legt vatn úr ánni, og er þar um
að kenna klakastiflum, sem
myndast hafa fyrir neðan
Elliðavatn.
Starfsmenn stöðvarinnar
undir stjórn Jóns Asgeirssonar
stöðvarstjóra hafa staöið fyrir
þessum sprengingum og notað
til þess dinamit með sérstökum
kveikjuþræði.
Binda þeir stein við hverja
sprengju og kasta henni siðan út
I ána undir klakann. Nokkrum
sekúndum eftir að sprengjan
hefur fallið kveður viö hár
hvellur, og upp gýs vatn og Is.
I flestum tilfellum tekst að
rjúfa stífluna með einni
sprengju og er þá haldiö ofar að
næstu stiflu þar sem önnur
„sprengja” er látin falla.
Þannig er haldið áfram þar til
vatnið fer að renna eðlilega I
ánni.
Myndirnar hér á siöunni eru
teknar i siðustu sprengjuárás
starfsmanna rafmagnsstöðvar-
innar á klakastiflurnar I Elliða-
ánum, og gekk þá mikiö á eins
og glöggt má sjá á myndunum.
—klp
Þeir Páll Sveinsson og Sigurður Sæmundsson að ganga frá einni
sprengjunni, sem á aö rjúfa klakastiflu 1 Elliöaánum.
Nú er að koma sér út á klakann
og I kastfæri við staðinn, þar
sem sprengjan á að falla.
ts og vatn gýs upp I loftið. Stiflan er þar með brostin og vatnið fer að
renna eðlilega á svæðinu.
Sprengjunni kastað og nokkrum sekúndum siðar kveður viö hár hveliur Lögreglan er mætt á staðinú og sér til þess að óviökomandi séu ekki að flækjast of ná-
lægt sprengjusvæðinu. Ljósmyndir: Loftur Asgeirsson.
SANDUR í NEYT-
ENDAPAKKNINGUM
— fyrir bílstjóra sem ekki nota
neglda hjólbarða
Þeir bilstjórar sem ekki nota
neglda hjólbarða undir bilana
sina fá nú sand sér til hjálpar,
frá gatnamálastjóranum, i
Reykjavik. Bilstjórunum til
hagræðis verður sandinum út-
hlutað i 15 kilóa pokum.
Gatnamálastjóri hefur eins og
kunnugt er bent oftlega á hve
negld dekk slita malbiki á göt-
um borgarinnar. Hefur hann
þvi fremur mælt með þvi að
menn notuöu ónegld dekk, en
heföu sand meö sér I bilnum.
Ennfremur hefur hann bent á aö
meö saltburði á götur Reykja-
vikur mætti hætta notkun
negldra hjólbarða.
Og nú hyggst gatnamálastjóri
afhenda mönnum sand i pokum,
ókeypis. Sandurinn verður af-
hentur i hverfabækisstöövum
gatnamálastjóra viö Meistara-
velli, Sigtún og Sævarhöfða
virka daga frá klukkan 7,30 til
16.
—EKG
Vandi Loðskinns
hf. að leysast
Iðnaðardeild SIS hefur hækk-
að tilboð sitt um hráefni til Loð-
skinns hf. á Sauðárkróki um 40
þúsund gærur og býður nú alls
75 þúsund.
Jón Asbergsson, fram-
kvæmdastjóri Loöskinns, segir
að þetta gangi langt I að mæta
þörfum verksmiðjunnar, en þó
vanti 45 þúsund gærur uppá, til
aö verksmiðjan geti starfað allt
árið. Er von til að hún geti bætt
sér þetta upp með gærum frá
öðrum aöilum en þeim sem eru
aðildarfélög að SIS.
1 viöræðunum hefur Loðskinn
h.f. lagt áherslu á aö tryggja sér
hráefni i framtiðinni. Haldið
verður áfram saningaviðræðum
um nokkur atriði sem enn eru
óleyst.
—ÓT.