Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 03.02.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 3. febrúar 1977 vism Umsjón: GuðmumJur Pétursson Sovétríkin frjálsari en Danmörk, ef þau ef na loforð sín, — segir sagnfrœðingurinn, Andrei Amalrik Andrei Amalrik, sagnfræðingur, sem nú er útlægur úr Sovét- rikjunum vegna and- stöðu sinnar gegn stjórnvöldum, varaði i gær vesturevrópumenn viðþvi að treysta um of rikisstjórnum sinum til að halda i horfinu sam- búð þeirra við Sovét- rikin. Hann kvaö breta vera eitt gleggsta dæmiö um stjómmála- menn, sem tryöu þvi, aö jafn- vægi væri fundiö i sambúöinni viö Sovétrikin og ekki mætti setja þaö úr skoröum út af mannréttindum ööruvísi en eiga á hættu breytingar til hins verra. Amalrik mælti þetta á fundi meö blaöamönnum í Káup- mannahöfn, þar sem mann- réttindanefndin, er kennir sig viö Shaharov, kom saman i gær. „Vestur-Evrópa gerir sér ekki grein fyrir þvi, að hún er einungis litill hluti heimsins, umkringd rikjum, sem vilja uppræta hana,” sagöi hann. Hann hvatti vestur-evrópuriki til þess að leggja fastar aö Sovétrikjunum á Belgraderáö- Andrei Amalrfk, sagnfræöingur og andófsmaöur. Myndin er frá komu hans til Vesturlanda. stefnunni næsta sumar að viröa betur mannréttindi. A ráöstefn- unni veröur litiö um öxl frá undirritun Helsinkisáttmálans hvernig til hefur tekist um sam- vinnu austurs og vesturs eftir undirritun hans. ,,Ef Sovétrikin væru látin halda alla sfna samninga sem þau hafa undirritaö, væru þau frjálsara riki en Danmörk,” sagöi Amalrik. Flytja B.T. og Berling- ur úr landi? 1 prentarasalnum hjá Berlingi: Formaöur prentara (hvithærö- ur og snýr baki i ljósmyndar- ann) ráöfærir sig viö félags- menn vegna deilunnar viö út- gefendur. tJtgefendur ,,Ber- lingske tidende” og ,,B.T.” i Danmörku, sem hafa ekki komið út núna þrjá daga i röð, hafa hótað að flytja út- gáfustarfsemina úr landi. Olaf Poulsen, framkvæmda- stjóri útgáfunnar, sagöi aö fyrir- tækiö ihugaöi þennan möguleika. — En samningaviöræöur hafa lagst niöur og miöar ekkert i átt til lausnar. Deila spratt upp viö prentara og blaöamenn, þegar innleiöa átti nýja tækni viö útgáfu blaðanna, sem mundi fækka starfsfólki um 1,000. Var fólkinu sagt upp, en hinir lögöu niður vinnu i mót- mælaskyni. Otgefendur hafa ekki sinnt til- mælum Ankers Jörgensen for- sætisráðherra um aö hefja aftur útgáfu og fresta deilunni fram yf- ir kosningar 15. febrúar. svo aö kosningabaráttan geti fariö eöli- lega fram. ■ Ullll I jpSsLI j | alM EBE setti rússum úr- slitakosti um veiðar innan 200 mílnanna Sovétrikin hafa gengist inn á að hefja samninga við Efnahags- bandalag Evrópu um veiðikvóta fyrir rúss- neska togara innan hinnar nýju 200 milna fiskveiðilögsögu EBE. Heildarrikin niu settu sovét- mönnum, austur-þjóðverjum og pólverjum úrslitakosti 28. janúar. Ef þessar þjóöir ekki settust aö samningum um veiöi fyrir togara sina, fengju þeir ekkert aö veiöa innan 200milnanna eftir31. mars. Bretland, sem situr I forsæti EBE þetta áriö, kom þessum úr- slitakostum á -framfæri viö austantjaldsrikin. Sovétmenn tóku strax vel i aö hefja vibræöur, en ekkert svar hefur borist frá austur-þjóöverjum eöa pólverj- um. Fram til þessa hefur moskvu- stjórnin hundsaö öll tilmæli EBE um viðræöur vegna útfærslunnar. EBE ætlar sér aö fækka togur- um þessara þriggja á miöum innan 200 milnanna á timanum frá 8. febrúar til 31. mars. Þeim skipum, sem eftir veröa, verður úthlutaö sérstökum veiðileyfum. Þau fá þó ekki að veiða smásild. EBE gerir sér hugmyndir um aðleyfa 27 togurum frá Sovétrikj- unum aö veiða innan 200 miln- anna, og þó aöeins 17 i einu. Austur-þjóöverjum er ætlaöur veiöikvóti fyrir sex togara, þar sem fimm væru aö veiðum I einu. Pólverjar fá aö hafa fimm togara og mega þeirallir vera aö veiöum i einu. Gert er ráö fyrir, að sovétmenn fái aö veiöa allt aö 38.474 smálest- ir af fiski fram til 31. mars, austur-þjóöverjar 3,395 smá- lestir og pólverjar rúmar 3,000 smálestir. Þessum þrem austantjaldsrikj- um var veittur tiu daga frestur til þess aö svara þessu tilboöi. Spó óframhaldandi kulda í USA Sumstaðar í Banda- ríkjunum dró ögn úr mesta frostinu í gær og hófst snjómokstur í þeim borgum, þar sem mestu hefur kyngt niður. En veðurfræðingar spá því, að frost eigi eftir að herða aftur, áður en þessi frostavetur Bandaríkj- anna (sá versti sem kom- ið hefur á öldinni) líður hjá. — Og á meðan menn kvíða því, að spjöll eigi eftir að hljótast af flóð- um, sem fylgja muni hlákunni, þegar hún loks kemur, þá valda þurrkar erfiðleikum í vestur- rikjunum. „Það er algert neyöar- ástand,” sagöi einn sýslu- nefndarmanna I nágrenni San Francisco, en þar i sveitum hef- ur veriö gripiö til þess aö skammta vatn. Á meöan 2,000 landgönguliöar flotans voru sendir til Buffalo aö moka snjó, eftir fimm daga samfelldan byl, hafa land- búnaöarráöunautar áhyggjur af snjóleysinu á „kornbeltinu mikla” I vesturrikjunum. Flesta vetur hlifir snjór þar jöröinni fyrir frostum og sér svo fyrir raka að vorinu. Falli ekki snjór I vesturrikjunum vofir yfir vatnsskortur. Hinum megin I Bandarikjun- um gátu ibúar I Buffalo og nyrst i New York-riki snúið sér aö sin- um vanda meö hækkandi sól um leiö og vindur tók aö ganga niö- ur. Þar hefur snjókoma verið 176 cm frá þvi 1. janúar og vald- iö samgöngutruflunum, uns um- ferð stöðvaðistalveg á föstudag, þegar geröi blindbyl. (Atta manns hafa farist lokaöir i bif- reiðum sinum, fastir i snjón- um.) Hitastig komst loks upp undir frostmark 1 gær i Buffalo, i fyrsta sinn frá þvi um jól. tbúar fögnuöu eins og frelsandi engl- um snjóplógum og hermönnum, sem byrjuöu að ryðja þar götur i gær, en skaflar voru allt aö átta metra háir. Fundu menn hlýindi i lofti, einkanlega I Dakotafylkjunum og miðrikjum, en veðurfræðing- ar spá þvi samt, að febrúar veröi kaldari en vanalega. Sveitafólk i Pennsylvaniu þurfti þó enga veöurfræöinga til þess aö segja þvi, hvaö i vænd- um er. Þaö haföi veitt þvi eftir- tekt, að jarösviniö hafði fælst skugga sinn og hlaupið aftur i holu sina. Þaö er gömul þjóö- saga, að þegar slikt ber upp á 2. febrúar, megi búast viö frostum næstu sex vikurnar til viöbótar. Bandarikjaþing tók til um- ræðu i gær frumvarp Carters forseta um neyðarráöstafanir vegna skorts á jarðgasi. Það gerir ráð fyrir, aö skrúfa megi fyrir gas til ibúa ríkja, sem sloppiö hafa viö verstu kuldana, og bæta öörum upp gasskort. Gasskortur hefur leitt til þess að tvær milljónir hafa misst at- vinnu sina i bili.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.