Vísir - 03.02.1977, Qupperneq 10
10
Fimmtudagur 3. febrúar 1977 vism
VÍSIR
CitgefandiiKeykjaprrnt hf. \
Framkv a'mdastjóri: Davfft (juftmundsson
Kitstjórar:l>orsteinn Pálsson ábin.
ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guftmundsson. Kréttastjóri erlendra frótta: Guðmundur F’étursson. Um-
sjón meft helgarblafti: Arni Dórarinsson. Klaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Elías
Snæiand Jónsson. Finnbogi Hermannsson. Guftjón Arngrimsson. Kjartan L. Pálsson óli Tynes
Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akur’-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. ('tlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson Ljós-
myndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson
Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisgata 44.Slmar i IGGU. xbbii
Afgreiftsla : llverfisgata 14. Slmi X66II
Kitstjon :Sfftumúla 14. Sfmi K66II, 7 llnui
Akureyri. Slmi 96-I9K0G
Askriftargjald kr. Iiou á mánufti innanlands.
Verft I lausasölu kr. Kll eintakift.
I'rentun: Klaftaprent hf.
Þurfa leyfi til
að kaupa ódýrt
Hér á landi hefur lengi verið viðhaldið úreltu og
óskynsamlegu verðmyndunarkerfi. Allar nágranna-
og viðskiptaþjóðir okkar hafa fyrir löngu tekið upp
frjálslegri hætti í þessum efnum í þágu verslunar og
neytenda. Hugmyndir um breytingar hafa þó verið á
döfinni hér öðru hvoru/ en aldrei náð fram að ganga.
Stjórnmálamenn, margir hverjir a.m.k., trúa því
statt og stöðugt að unnt sé að stemma stigu við verð-
lagshækkunum með pennastriksákvörðunum í opin-
berum verðlagsnefndum og ráðum. Engu er líkara en
menn átti sig ekki á, að það eru af leiðingar en ekki or-
sakir verðbólgunnar, sem koma upp á borð verðlags-
ráðanna.
Fyrir þá sök er enn ríghaldið í úrelt verðmyndunar-
kerfi, sem í mörgum tilvikum hefur öðru fremur
stuðlað að óhagkvæmum vörukaupum. Hveitikaup
bakara, sem mjög hafa verið á dagsskrá að undan-
förnu, eru skýrtdæmi þar um. Svipað mál var uppi á
teningnum fyrir nokkrum árum varðandi sykurkaup
til landsins.
— Þeim er sagt aö fara fyrst til lóöarskrárritara, siöan í Fasteignamat rlkisins og koma svoaftur.
Mynd úr Þinglýsingadeild Borgarfógetaembættisins (Loftur)
Um gomaldags vinnu-
brögð í kerfinu
W ______________
Álagningarreglurnar eru þess eðlis, að verslunin
hefur i mörgum tilvilum hag af því að kaupa vörur
sem dýrustu verði til landsins. Nú hefur það hins veg-
ar verið upplýst, að í einstökum tilvikum haf i innf lytj-
endur fengið að hækka álagningu, ef þeir hafa keypt
vörur á mjög lágu verði.
Þetta er góðra gjalda vert. En i raun og veru er í
þessu fólgin sú staðreynd að menn verða að biðja leyf-
is til þess að kaupa vörur á lágu verði til landsins.
Kerfi, sem þannig eru úr garði gert, þjónar ekki hags-
munum neytenda.
Sannleikurinn er sá, að verðlagshöftin, sem hér
hafa giltárum saman, hafa ekki á nokkurn hátt komið
i veg fyrir verðþenslu. Þar eru lögmál að verki, sem
verðlagsnefndirnar ráða ekki við með pennastriksá-
kvörðunum. Rætur þeirrar meinsemdar liggja allt
annars staðar og hún verður ekki upprætt, nema fyrir
þær verði komist.
Sérstök verðlagsnefnd starfar lögum samkvæmt til
þess að ákveða verð á landbúnaðarvörum, sem lýtur
þó að verulegu leyti sjálfvirku kerfi. Um síðastliðin
mánaðamót kom þar til endurskoðunar álagning á
mjólk. Sú ákvörðun, sem þar var tekin er athyglisverð
fyrir margra hluta sakir.
I fyrsta lagi er á þaðað líta, að um langan aldur hef-
ur verið viðhaldið einokunarsölukerfi á mjólk. Það
hefur m.a. verið rökstutt með því, að á þann hátt væri
unnt að halda dreif ingarkostnaði í lágmarki. Nú hefur
mjólkursalan verið gefin frjáls og um leið er viður-
kennt, að sá háttur hafi í för með sér minni milliliða-
kostnað en verið hefur.
Fyrir þá sök var tekin ákvörðun um að lækka álagn-
ingu á mjólk. Eðlilegt hefði verið í framhaldi af þess-
ari ákvörðun, að neytendur fengju mjólkina að sama
skapi á lægra verði. En sú varð ekki raunin á. Þeir
greiða áfram sama verö, þrátt fyrir lækkun álagning-
arinnar. Mismuninum er að vísu safnað í sjóð, sem á
að koma til góða næst þegar taka á tillit til kostnaðar-
hækkana. Það breytir þó ekki því að hér er um óeðli-
lega ákvörðun að ræða.
Þegar dreifingarkostnaur lækkar, eiga neytendur
að njóta þess þegar i stað. Það er beinlínis rangt að
fela ókomnar kostnaðarhækkanir með sjóðssöfnun
vegna minni dreifingarkostnaðar. I þessum efnum
hefur kerfið leitt menn á viliigötur.
Tími er þvíkominntil að breyta þessu úrelta verð-
myndunarkerfi. Það þjónar ekki hagsmunum neyt-
enda nema síður sé og stendur heilbrigðum verslun-
arháttum að ýmsu leyti fyrir þrifum.
Ferill flestra þjónustustofn-
ana hins opinbera viröist vera
áþekkur. Stjórnmálam enn
koma auga á notagildi slikrar
stofnunar fyrir almenning,
mæla meö henni á Alþingi sem
setur hana á stofn meö lögum.
Rikisvaldiö tekur viö henni og
þróunin byrjar. En brátt fara
hiutirnir aö snúast viö. Ráöa-
menn koma auga á aö þjónusta
stofnunarinnar, sem er oröin
ómissandi og jafnvel iögskyld,
er ágætis skattstofn. Skattur er
lagöur á þjónustuna og hækkaö-
ur reglulega, jafnframt minnk-
ar þjónustan. Lokastig þróunar-
innar er aö menn veröa aö upp-
fylla hin óliklegustu skiiyröi tii
aö vera þjónustunnar aönjót-
andi, svo sem aö létta ýmsum
viövikum af embættismönnum,
fara I sendiferöir fyrir þá
o.s.frv. Skýrt dæmi um þetta er
þróun þinglýsinga. Hlutverk
þinglýsinga er fyrst og fremst
þjónusta viö almenning til
öryggis i viöskiptum. Þaö er
hagræöi fyrir almenning aö fá
réttindi sin skráö i bækur og
eiga jafnan greiöan aögang aö
hiutlausum, traustum opinber-
um upplýsingum um þaö, sem i
veömálabókum stendur.
Tíma spilling
og fyrirhöfn
Þvi miöur gengur þróunin i
þá átt aö torvelda þetta. Þing-
lýsinga og stimpilgjöld eru vax-
andi kostnaöur i þessu sam-
bandi svo og stimpilsektir, sem
stuöla aö fölsun dagsetninga.
Þinglýsingum er sleppt þar sem
þvi veröur viö komiö, útgáfa
hlutabréfa dregin á langinn
o.s.frv. Skrár veröa ekki eins
góöar heimildir og þær gætu
veriö, sem er aöalatriöiö.
Til þess aö vega upp á móti
eru viöurlög og refsingar
þyngdar, en þaö eru vaxandi
viöbrögö i islensku þjóöfélagi,
skuggahliö aukinnar fjárheimtu
hins opinbera.
Leikmenn, sem koma meö af-
söl til þinglýsingar eiga á hættu
aö veröa geröir afturreka. Þeim
er sagt aö fara fyrst til lóöar-
skrárritara og láta geta þar eig-
endaskipta annars geti þinglýs-
ing ekki átt sér staö. Þetta kost-
ar bflferö af Skólavöröustlg inn
á Skúlatún 2 i Reykjavik eöa úr
Hafnarfiröi i Garöahrepp eftir
atvikum. Siöan veröur aö fara i
Fasteignamat rikisins viö
Lindagötu I Reykjavik og af-
henda þar ljósrit. Hjá lóöar-
skrárritara veröa menn aö
greiöa smágjald meö þeirri
þjónustu, sem þeir inna af hendi
við þessa aöila.
Timaspilling og fyrirhöfn,
fyrir þjóöfélagiö i heild af þess-
fJJóhann J. Ólafsson
L skrifar
V
um sökum er alveg óþörf. En
þaö liggur i augum uppi aö
snúningar af þessu tagi taka all-
drjúgan tima og geta jafnvel
spillt heilum eftirmiðdegi.
Þá er stærð Þinglýsingaskjala
kafli út af fyrir sig. Stæröin er
alls staöar til trafala og fer illa i
öllum skjalageymslum.
Binding skjala i skinnbækur
er nú úrelt á timum mikrófilma
og gjörbyltingar i skjalatækni.
Nútimavinnubrögð
Leiöir til úrbóta:
1. Formi Þinglýsingarskjala
veröi komiö i nútlmahorf.
Stærö a 4. góöur pappir, má
vera sams konar og nú er
notaður en i staö vatnsmerkis
komi áprentuö löggilding.
Hætt veröi viö skir.nbækur, en
mikrofilmur teknar upp i
staöinn. Veömálabækur veröi
þannig úr garöi geröar aö
hægt sé aö gefa út veöbókar-
vottorö meö ljósritun. Hand-
skrift veöbókarvottoröa falli
niöur, nema samkvæmt eldri
bókum, enda ljósritun bæöi
fljótvirkari, öruggari og
ódýrari. Þessar breytingar
veröi framkvæmdar jafnvel
þótt þetta sé ekki svona ann-
ars staöar á Noröurlöndum.
2. Sé form i lagi sbr. 1. hér að
framan tekur þinglýsingar-
dómari við skjölum skilyröis-
laust og þinglýsing fer fram
endurgjaldslaust, en I sam-
ræmi við efni laga nr. 30/1928.
3. Ef eigendaskipti fasteigna
þurfa endilega aö vera skatt-
stofn verður aö skilja þá
skattheimtu frá þinglýsingar-
athöfn. Réttur og viöskipta
öryggi er fyrst og fremst til-
gangur þinglýsinga ekki
skattheimta.
4. Þinglýsingardómari sendir
lóöarskrárritara og fast-
eignamati rikisins nauösyn
iegar upplýsingar, enda er
rökrétt að þaö sé gert eftir að
búiö er að ganga úr skugga
um réttmæti afsals en ekki
áöur eins og nú er gert. Annaö
leiðir til tvi- og margverknað-
ar.
5. Hægt er aö biðja um i sima að
veöbókarvottorö sé póstlagt
til þess sem um biður endur-
gjaldslaust. Ef endilega þarf
borgun má láta Giroseöil
fylgja vottoröinu.
Póst- og símaþjónusta
verði aukin
Ég legg mikla áherslu á aö öll
þjónusta viö almenning i gegn
um póst og sima sé stórefld, þvi
fátt sparar meir vinnutima og
óþarfa dýra umferð.
Þaö myndi auka vinnufriö i
stofnunum og jafna vinnuálag
starfsfólks þeirra.
Núverandi fyrirkomulag, eöa
réttara sagt skipulagsleysi, aö
allir, sem þurfa aö skipta viö
opinbera stofnun eða banka
þurfi aö mæta i eigin persónu
ætti aö vera liöin tiö. Troöfullir
afgreiöslusalir þegar dregur aö
hádegi eöa lokun, en mun minna
aö gera fyrst á morgnana og
upp úr hádegi.
Mest af þessum viðskiptum
getur fariö fram i gegn um sima
og póst. Afgreiöslu- og biösalir
og biöraöir mættu vera minni.
Pósturinn fer þessar feröir allar
hvort eö er og annað eins hefur
verið póstlagt.
Eigi aö draga úr veldi blikk-
beljunnar getur annað einnig
dugaö en fleiri strætisvagnar.