Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 10.02.1977, Blaðsíða 5
Kukfinn hefur minnkoð þjóðarfram- leiðsluna í USA um tvö prósent Sérfræðingar banda- ríkjastjórnar telja, að vetrarharðindin, sem ríkt hafa í meirihluta Banda- rikjanna, hafi snögg-dreg- ið úr hagvexti á fyrsta árs- fjórðungi 1977. - Þeim reiknast svo til, að aukning þjóðarframleiðsl- unnar sé tveim prósentum minni vegna kulda og snjóa, heldur en efnahags- sérfræðingar höfðu spáð, og reynist vera 4% en ekki 6%, eins og áætlað hafði verið. Um 850.000 bandarikjamenn eru enn án vinnu vegna kuldans, en þegar verst gegndi lagöist niöur vinna hjá nær 1 1/2 milljón manna. En ástandiö hefur fariö batnandi á vinnumarkaönum og banda- riska veðurstofan spáir hlýnandi veðri i noröurfylkjunum og miö- svæöis i Bandarikjunum. Ofan á kuldan hefur bæst orku- skortur, þegar fljótt gekk á oliu- og gasbirgöir um leið og iskuldinn kraföist aukinnar húshitunar. Richard Dunham, framkvæmda- stjóri gasráösins, greindi þinginu frá þvi i gær, að i algert óefni horfði vegna skorts á gasi. Sagöi hann, aö næsta vetur mundi gas- skortur veröa enn tilfinnanlegri en i vetur, og þaö jafnvel þótt veðurfar yrði mildara. Kvaö hann knýjandi nauðsyn vera á söfnun birgða, sem naumast væri unnt með öðrum hætti en skammta til iðnaðarins. A meðan snjór hefur veriö helsta vandamál austurrikjanna, olli þurrkur á vesturströnd mikl- um áhyggjum. í Kaliforniu hefur rúm ein milljón manna oröiö aö sæta vatnsskömmtun. Þar var sem sé skortur á snjó aðalvanda- málið. ,,Þetta er eitthvert versta vandamál, sem við höfum nokk- urn tima orðiö aö kljást viö,” sagöi vatnsveitustjóri Sacra- mento I Kaliforniu. Viöa hafa menn aðeins 75% þess vatns sem þeir áöur höföu, og i borgunum Oakland og Berke- ley fær iönaöurinn ekki nema 23% til 35% af sinu fyrra vatnsmagni. Enn hefur ekki þurft aö gripa til vatnsskömmtunar i San Fran- cisco eöa Los Angeles, en þess þykir skammt aö biöa, ef ekki snjóar senn i Klettafjöllum til aö auka i lækjum og ám, en þaðan fá vatnsveitur þessara borga sitt vatn. Frost og annars vegar vatns- skortur hafa haft afdrifarikar af- leiöingar fyrir landbúnaö i Bandarikjunum. Hefur þaö eink- um komið niöur á grænmetis- ræktun og ávöxtum. Uppskeru- tjón af þessum völdum er sums staöar allt aö 75%. Vasasíminn kominn í notkun Sonab Kommunikation AB senda nú frá sér vasasimtæki, sem byggjast á sömu lögmálum og simakerfi venjuleg aö ööru leyti en þvi, að vasasiminn er þráðlaus. Þetta tæki er 170 grömm aö þyngd og tekur ekki meira rúm i vasa en vindlingapakki. Þetta er i rauninni eins konar vasa-rabbtæki. Enn sem komið er, hefur tækninni ekki fleygt meira fram en það, aö þaö má ekki vera lengra á milli þeirra, sem tala i gegnum vasasimann en 1 km. Vasasiminn er rafhlööuknú- inn og þaö má hafa hann i sam- bandi viö simaborö fyrirtækis- ins, þannig aö öli simtöl sem unnt er að afgreiða I gegnum simaboröiö, er sömuleiöis unnt aö afgreiöa i vasaslmann, eöa til þesssem hann hefur. Innan 1 km-takmarkanna þó. Landsiminn i Sviþjóö hefur . þegar tekib þessi tæki I notkun og býöur upp á þá þjónustu aö leigja þau út. Sjónvarps- dagskrá frá Norðurlöndum endurvarpað til íslands um gervihnött Undirbúningsathuganir fyrir samnorrænan sjónvarpsgervi- hnött eru nú komnar á lokastig. Eygja menn nú i framtiðinni þá daga, aö unnt veröi á öllum Noröurlöndunum samtimis aö sjá sjónvarpsdagskrá hver annars, endurvarpaðri frá fjar skiptahnetti. Islendingar koma til meö aö njóta góös af. Hafa þeir fylgst meö undirbúningsrannsóknum, og þessa dagana er Pétur Guö- finnsson, framkvæmdastjóri is- lenska sjónvarpsins, og Höröur Frímannsson, verkfræöingur sjónvarpsins, staddir á loka- fundum undirbúningsnefnda. —• Pétur i Kaupmannahöfn og Höröur I Genf. Tæknirannsóknirnar eru unn- ar af svium á vegum norræna iönþróunarsjóðsins og veröa skýrslur þeirra lagöar fyrir fund Norræna ráðsins i Helsing- fors núna síðar i þessum mán- uði. Gert er ráð fyrir, að unnt veröi aö ná útsendingum frá fjarskiptahnettinum meö þvi að bæta útbúnaöi á viðtækin heima i stofum, en sá útbúnaöur mun kosta einstaklinginn um 70 þús- und krónur i Noregi. Volvo snikkaður til Slðar á þessu ári munu Voivo-verksmiöjurnar haida upp á 50 ára afmæli sitt sem bilaframleibendur. Meöal ann- ars sem gert veröur til hátiöar- brigöa, er kynning á nýjum Volvo, einskonar ,,coupé”-dt- gáfu af Volvo 264, sem sést hér á mcöfylgjandi mynd. Eins og sjá má á henni hefur volvoinn færst nær Itölsku straumllnunni I út- liti, enda italska bllayfirbygg- ingarfyrirtækiö Bertone, sem hannaöi yfirbygginguna. Um leiö berast þær fréttir, aö Volvo sé hætt aö framleiöa 242-útgáfuna. Slöustu bllarnir af þeirri gerö fóru út af færibönd- unum I nóvember. Beni með „station"lagi Mercedes-Benz ætlar aö hefja á næstunni framieiösiu á fimm dyra ,,kombi”bifreiö, eins og þær tegundir eru kallaöar, sem sameina I eitt fóiksbll og ,,station”-bIl. Borgward-verksmiöjurnar fyrrverandi I Bremen mun ann- astþennan hluta framleiöslunn- ar fyrir Benz, og er stefnt aö þvl aö senda frá 24.000 bfla á ári fyrst I staö. ,,Kombi"-benzinn er cnn á tilraunabrautunum og ekki endanlega ákvebib, hvaöa útlit hann skuli hafa. A meöfylgjandi mynd sést einn af tilraunabflun- um. Mórinn sparar finnum olíu- brennsluna Mógrafirnar gömlu, sem blasa við um aliar sveitir hér eins og opin sár i mýrlendinu, bera vitni um abferb gamla timans til þess aö spara kolin. Gamla tlmans'. Sei sei. Finn- ar spara sér enn Idag olíu og kol meö þvi aö brenna mó. Meö hækkandi veröi á ollu og um leiö á kolum er mórinn aö veröa samkeppnisfær sem eldsneyti. 1 Finnlandi eru á döfinni áætianir um aö auka móvinnsl- una svo, aö spara megi tvo milljaröa smálesta af ollu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.