Vísir - 20.02.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 20.02.1977, Blaðsíða 4
4 r Joseph Göbbels Aróöursmálaráðherra Nasistaflokksins I fullum skriiöa. Sunnudagur 20. febrúar 1977 yisiR átti sér staö meö Joseph Göbbels. Hann sökkti sér niöur i bækur og las 1 ákafa. Hann las um Sesar, bækur rómverska skáldsins Virgil,og Göthe hrein- lega gleypti hann i sig. Og meðan aö börnin skólafélagar hans hlupu áhyggjulaus um var Jóseph litli ómeövitaö aö búa sig undir aö takast á viö fram- tiðina og biia sér i haginn til aö veröa einn valdamesti maöur lands sfns. Auövitaö varö strákurinn fyr- ir aðkasti fyrir bókalesturinn og nemendur og jafnvel kennarar kölluðu hann hæönislega herra Alvitran. En foreldrar hans litu á hann meö velþóknun og sáu rætast vonir sinar um menntaöan son meö doktors- nafnbót. Átti að verða guð- fræðingur Þegar Joseph Göbbels var sextán ára var ákveöiö aö hann skyldi veröa guöfræöingur. Uppábúinn i sitt finasta púss fór hann á fund eins kennara prestaskóla nokkurs. 1 návist han.s var þaö fyrst sem Göbbels fann sig. Þá losnaöi oröaflaum- ur úr læöingi og hann bunaöi út úr sér hugmyndum sinum og skoðunum. — „Þér eruö guö- leysingi” varsvar kennarans og þar meö var draumurinn á enda. Joseph Göbbels yröi ekki guöfræöingur. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út og allir ungir menn fóru i herinn til aö berjast fyrir fööurlandiö sat Göbbels heima meö sárt enniö. Hann, sem var bæklaöur var ekki hlutgengur á vigvellinum. I þjóöfélagi þar sem öllum ungum mönnum, fannst þaö sómi aö fara i striö var þetta smán og hefur eflaust átt þátt I aö gera unga manninn bitran og reiöann. öðlaðist sjálfstraust Hanr hóf n ám i háskólanum i Heidelberg. Þar voru þá helst viö nám stúlkur og menn sem særst höföu á striösvellinum og gátu ekki barist. Þarna fyrst þurfti Joseph Göbbels ekki aö skammastsin fyrirfótinn. Hann lét bara i veöri vaka aö hann heföi særst er hann baröist fyrir fósturjöröina. „Verdun” tautaöi hann ööru hvoru. Verd- un var á þessum tima nærfellt heilagt orö i eyrum þjóöverja enda höföu þeir þar haröa hildi háö. Menn litu þvi á Göbbels sem striöshetju þaöan. Dvölin i Heidelberg var upp- örvandi fyrir Göbbels. Bæklaöi fóturinn var honum ekki lengur kvöl heldur tákn hetjuskapar. Þarna geröist þaö lika i fyrsta skipti aö hann töfraöi kvenfólk og þaö átti eftir aö endurtaka sig marg oft siöar á ævinni. t Heidelberg var þaö lika sem hann i fyrsta skipti ræddi i al- vöru um pólitik. Hann kynntist ungum kommúnistum sem drógu hann aö sér og brátt var Göbbels farinn aö taka þátt i fundum þeirra og ræöa marx- isma af öllum lifs og sálarkröft- um. En efasemdirnar sóttu brátt aö honum. Hann þóttist skynja veikleika i rööum félaga sinna og fljótlega var hann kominn 1 algjöra andstööu viö þá. Þar sem hann var gáfaður og vanur heimspekilegum þankagangi haföi hann vel i fullu tré viö kommúnistana og bakaöi sér fljótlega óvináttu þeirr a er hann stak upp i þá á opinberum vett- vangi. Blankur doktor Brátt voru skólaárin á enda. Joseph Göbbels lauk náminu meö heiðri og sóma og ágætum vitnisburöi. Doktorsnafnbötina hlaut hann einsog til var ætlast og að var stefnt. Og aö loknu námi sneri hann heim til fööur- húsanna aö nýju. En allt var þetta þó meö JOSEPH - var sagt við Jósep Göbbels í œsku. Siðor var hann nefndur „Snilldarfólið", enda maðurinn sem ruddi valdabraut Adolfs Hitlers Samontekt: Einar K. Guðfinnsson JOSEPH GÖBBELS. Nafniö eitt vekur viöurstyggö og fyrir- litningu hjá mörgum. Þaö er eðlilegt þvi þetta nafn er órjúfanlega tengt þvi sem nefnt hefur veriö ein helsta helstefna mannkynssögunnar, nasisman- um þýska. Snilldarfóliö hefur Göbbels veriö nefndur. Enda var hann menntaöastur og af ýmsum lika talinn gáfaöastur mebal for- ingja þýska nasistaflokksins. Hann var hinn menntaöi og gáfaöi á meba.l hins glysgjarna Hermanns Göring, hins hataöa Heinrich Himmler og Adolfs Hitlers ómenntaös, uppstökks hálfguös, — foringja nasist- anna. 80 ár eru nú libin frá þvi aö Göbbels fæddist. Þaö var ekki sist hans verk aö nasisminn hófst til þess vegs sem honum hlotnaöist i Þýskalandi. Þab er þvi ekki úr vegi aö rifja upp I stuttu máli lifshlaup mannsins og hvernig hann á sinn hátt hreif fjölda þjóöverja og annarra á vit nasismans. Fritz Göbbels faöir Josephs haföi eitt i huga þegar honum fæddist sonur. Sonurinn skyldi veröa menntamaöur og krækja sér i doktorsnafnbót, hvaö sem þaö kostaöi og jafnvel þótt fátæk fjölskyldan yröi aö leggja hart að sér. Bæklaðist ungur En þegar Joseph var fimm ára gamall varö hann fyrir óhappi sem siöar átti eftír aö marka djúp spor i sálarlif hans. Hann fékk lömunarveiki og gekk haltur alla tiö upp frá þvi. Börn eru miskunnarlaus. Þessu fékk Jóseph aö finna fyrir er hann kom i skólann. Jóseph klumbufótur og fleira i þvi dúr nefndu skólafélagar hans og striddu honum fyrir aö geta ekki hlaupið meö þeim og aö vera lé- legur i boltaleikjum. Þegar viðkvæmt barn verður fyrir áfalli eins og þessu er ekki ósennilegt aö þaö veröi inn- hverft og snúi baki viö um- heiminum. Nákvæmlega þetta „Þeir fólar...” Æbstu nasistarnir, frá hegri f fremstu röö, Joseph Göbbels, forlnglnn Adolf Hitler og Hermann Göring, marskálkurlnn glysgjarni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.