Vísir - 20.02.1977, Qupperneq 7

Vísir - 20.02.1977, Qupperneq 7
VISIR Sunnudagur 20. febrúar 1977 ákvör&un að flytja út... Fyrir ut- an það hve erfitt var að koma þaki yfir höfuðið á sér, var svo dýrt orðiö að lifa, skattar háir og annað þvl um likt, að við töldum það ekki þess viröi aö búa hér áfram upp á þau býti að þurfa a& vinna allan sólar- hringinn.” Það er semsagt ekki atvinnu- leysið sem hrekur þau i útlegð- ina, heldur vinnuþrælkunin, vinna allan sólarhringinn og komast samt ekki af. Sföan flytja þau hjónin til Astraliu, kaupa sér einbýlishús og byr ja að bolloka hinumegin á hnettinum og fróðlegur sá sam- anburöur sem þau gera á hög- um sinum þar og hér. I saman- dregnu máli er niðurstaöan sú, aö i Astralfu lifa hau góðu lifi með 40 stunda vinnuviku, og ekki að undra þótt þau segðust ekki vera væntanleg aftur til Islands i þessu lifi. En Indri&i vill aö lokum segja nokkur orð viö þetta fólk og aðra sem svipað er ástatt um: „Maður sem fer til útlanda til að gera það gott, hefur gleymt einu mikilsveröu atriöi: Þaö sem hann vinnur þaö vinnur hann útlendingum. Heima vinn- ur hann sjálfum sér ...” Hvað á framkvæmdastjórinn við með þessari formúlu? Að Islendingur sem vinnur erlendis sé arðrændur af útlendingum en hér heima hljóti hann sjálfur arðinn af sinni vinnu? Ef við nú setjum fyrrnefnd hjón inn I m dæmið, kemur i ljós að i Astra liu framfleyta þau sér auðveld- lega með sinni vinnu, en á Islandi alls ekki. Nú liggur fyrir aö Arinbjörn var ekki að blása sápukúlur 16 til 20 klukkustund- ir hér uppi á tslandi, heldur erfiðaði hann sem rennismiður. Hver hirti þá arðinn af vinnu hans? Útlendingar? Nei. Getur þá hugsast a& hér uppi á Islandi séu til arðræningjar og rýji ekki vinnudýr sin aðeins inn að skyrtunni, heldur vilji þeir skyrtuna lika, húðina og hárið? Sennilega á Indriði við aö hér á tslandi sé islenskt verkafólk þó alltént arðrænt af islenskum aröræningjum, sem bæti ofur- arðránið upp með Islenkum biskupi, islenskri rikisstjórn og ir«§- k. u \ p\~ ‘'S: VJ.4P- . ■ *• 1 á • ** skemmtilegheitum I blaða- greinum. Ef aö fólkið er hinsvegar orðiö svo sljótt af nöldri stjórnarand- stöðunnar að þaö finnur ekki púðriö i þessum dásemdum íslands, þá blasir við sú stað- reynd að kjör alþýöu eru svo knöpp orðin á Islandi að i raun inni heldur þjóöinni ekkert sam- an nema sjórinn. Ef frá tslandi lægi landvegur til annarra landa, yröu ekki aörir eftir hér uppi en innflytjendaaöallinn, klerkar hans, rikisstjórn og i mesta lagi nokkrir rithöfundar á heiðurslaunum.' Svona getur margt hent á langri leið. Arið 1755 skrifaöi franskur rithöfundur og heim- spekingur aö nafni Jean-Jacqu- es Rousseau, bók sem hann nefndi: ,,Um upphaf ójafna&ar meðal manna”. Þar segir frá þvi aö islendingar sem geröar voru tilraunir með að gróöur- setja á Jótlandsheiöum, hafi annaðhvort veslast upp af heim- þrá eða sprungið á sundi þegar þeir freistuðu aö synda frá Danmörku til tslands. Rúmlega þrjú hundruð árum siöar er sjórinn krökkur af Islendingum sem eru að synda frá tslandi til Astraliu, og nú eru þaö ekki eld- gos, plágur og hafis sem stökkv- ir þessu fólki á flótta, heldur yfirstéttlandsins, sem I daglegu tali gengur undir nafninu verö- bólga. U Tll WíMBUY. eftir Eric Batty miðherjinn Nandor, Herry Jon- ston uppúr skónum, leit upp og þrumaöi knettinum efst I mark- ið, vinstra megin við Mer- rick-löngu áður en hann kom að vftateignum. England jafnaði, en ungverj- ar svöruöu strax meö þremur mörkum, og hvilikur fótbolti. Það var ekki bara hvað þeir gerðu englendingunum, heldur hvernig þeir geröu það. Hideg- kuti skoraðiannað og Puskas þriðja og allt i einu var staðan oröin 4-1 ungverjum I vil. Markið sem Puskas skoraði var einstakt. Eitt af bestu mörkum sem ég hef séð. Hægri útherjinn Budai losnaöi úr gæslu og lék næstum upp aö endamörkum. Hann gaf lágan bolta fyrir markiö og við stöng- ina nær var Puskas kominn og tók viö boltanum innanfótar með vinstra fæti. Harry Jonston var rétt hjá og kom frá vinstri... og þá geröist þaö. Eftir aö hafa stöðvaö boltann með vinstri, þóttist Puskas ætla til hægri Bcrtty mjög vandlátur á knattspyrnu, og segist aðeins hafa séð einn leik þar sem honum fannst bæ&i li&in frábær, og það var 1954. En ekki veröur frá honum tekið, að hann hefur þó nokkuö til sins máls þegar hann talar um að englendingar hafi dregist aftur úr I fótboltanum. ttalir fóru létt með þá i Róm, og um daginn léku hollendingar sér hreinlega a& þeim, og þaö á Wembley. —GA (frá markinu), dró boltann aö sér með sólanum á skónum og ýtti honum áfram aftur, allt i einni hreyfingu, um leiö og Jon- ston þeyttist framhjá. Fótur Puskas sveiflaðist og bomm ... boltinn lá i netinu áður en Gil Merrick vissi hvaðan á hann stóð veöriö. Bragðið Þetta bragö varö heimsþekkt. Seinna sá ég þetta aftur og aftur I biómynd og reyndi þaö sjálfur eins og allir sem ég þekkti. Það var stórkostlegt og furöulegt I senn. Englendingar léku enn ágæt- lega. Matthews geröi ursla i vörn ungverjanna og fékk margar góðar sendingar frá Ernie Taylor. Og Stan Morten- sen olli þeim einnig vandræðum með leikni sinni og hraða á miðjunni. En hvorki áhorfendur né blaöamenn tóku eftir þessu, þvi hvað eftir annaö léku ung- verjarnir þá ensku sundur og saman. Knattspyrnan sem þeir léku var svo góð aö það virtist sem leikmennirnir hefðu komiö sér upp fjarskiptasambandi hver við annan. Og þeir misnotuðu ekki færin. Skotunum rigndi á markið og mörg komu utan vitateigsins. Ungverjarnir gátu skotiö eins vel og spilaö. Ef einhverjir halda aö ég sé að ýkja er hér kafli úr árbók enska knattspyrnusambandsins 1954-55... „Það er ekki nema litil hugg- un að englendingar töpu&u, i fyrsta sinn á heimavelli, fyrir liði sem lék með glæsileik, stil og einstakri leikgleöi og það er ekki nema grátleg kaldhæðni aö minnast á það að ungverjarnir unnu af þvl að þeir hafa full- komnað „ensku aöferöina” — innbyrðis stöðuskiptingar fram- ltnumannanna, sambland af stuttum og löngum sendingum, sömu varnaraðferðir og allt gert meðótrúlegri nákvæmni og boltameðferö sem nálgast að vera skrautleg. Fyrir utan allt þetta þá hafa þeir unnið á þeim skotveikleika.sem jafnanhefur einkennt liö frá meginlandinu og 4 af 6 mörkum þeirra komu frá svæðinu fyrir utan vitateig.” Furðulegt Blööin i Englandi skorti lýsingarorö yfir leik ungverj- anna. Daily Mail fórnaöi for- siðunni undir mynd af krukku sem notuö er til að geyma I ösku framliðinna. Undir krukkunni sem varu.þ.b. tvöfetá hæöstóö eitthvað á þá leið: Ensk knattspyrna jöröuð á Wembley i gær. Puskas varö ensk hetja á einni nóttuog Hidegkuti.Kosics, Bozsik, og Grosics voru llka á allra vörum. Almenningur var ekki niöurlútur heldur fullur áhuga og undrunar sem átti eft- ir aö endast I margar vikur. Ein furöulegasta skýringin á leiknum var birt i Daily Ex- press stuttu seinna, en þeir höföu sambönd” inn I hóp ung- versku leikmannanna. Sam- kvæmt þeirri grein höfðu ung verjarnir markað völlinn niður i fleti, eins og skákborö og merkt þá með númerum. Siöan léku þeir leikinn eftir númerum og mundu ávallt að frá einu númeri fór boltinn yfir á annaö ákveðið númer og svo framvegis. Gæðaflokkur Þetta varauövitaðgóö saga en eingöngu byggö a fjörugu Imyndunarafli. Arbók knatt- spyrnusambandsins hafði lög aö mæla: „Ungverjarnir léku knattspyrnu af hæsta gæða- flokki, og englendingar voru ekki lengur þeir bestu.” Sigurinn á Wembley hafði stórkostleg áhrif I þrjár áttir. 1 fyrsta lagi á mig persónulega Ég var þá þegar kominn á þá skoðun aö „Útlendingarnir” lékju mina tegund af fótbolta, eins og ég hafði séö leikna i Englandi og Skotlandi þegar ég var ungur. t þá daga var ég enn að spila og var miðvörður eða bak- vörður. Og þar sem ég var alinn upp á enska visu þá hikaði ég ekki við að brjóta á þeim sem var liklegur til aö fara aö skora. Ekkert illkvittnislegt i þá daga — toga I peysu eða buxur, ýta á bakið þegar andstæðingurinn ætlaði aö fara aö stökkva I skallabolta, eöa skella þeim sem var búinn að leika á mig. Uppreisn Min hugsun fram að þessum degi haföi veriö, aö allt I lagi væri að hleypa manninum framhjá og allt I lagi að hleypa boltanum framhjá en maðurinn og boltinn fór aldrei framhjá. Þetta var dæmigert I Englandi og allir voru aldir upp á þennari' hátt. En eftir þennan leik geröi ég uppreisn gegn kerfinu. Þegar ég haföi séð hvernig hægt var að leika fótbolta braut ég aldrei viljandi á andstæöingnum. Sllk voru áhrifin sem þessi leikur hafði á mig. Knattspyrnusambandiö valdi aðra leið. 1 þá daga var Walter Winterbottom tramkvæmda stjóri enska liðsins, en það var valiö af sérstakri landsliös- nefnd. Þegar keppnistimabilinu lauk þetta árið var farið i keppnisferö til Júgóslavlu og Ungverjalands og þá fékk Walt- er Winterbottom mjög breytt lið, yngra, fljótara og úthalds- betra. Knattspyrnusambandið hafði greinilega tekiö upp þá hugmynd dagblaðanna aö ef englendingar lékju af hörku færu ungverjarnir úr sam bandi. A móti Júgóslavlu tapaöi Eng lan 1-0 og i Búdapest voru þeir kafsigidir 7-1 og það var há- markiö. Einum of mikið. Ensku eiginleikarnir Og nú komu stærstu áhrifin. Svo til hver einasti fram- kvæmdastjóri félagsliðs I Eng- landi ákvað að þeir gætu aidrei leikiö eins og ungverjar: „Hér eftir verðum við aö leggja áherslu á „ensku eiginleikana" hraöa.styrk, þol, góða skalla- tækni, sigurvilja og baráttu- anda. Þetta tók langan tima en smám saman fóru enskir sina eigin leið og létu hinar þjóöirnar um aö spila alvörufótbolta. Englendingar tóku þá ákvörðun aö láta leikni og skilning á leiknum sitja á hakanum, með aðeins örfáum undantekningum þvi miður. Og nú leika englendingar hröðustu knattspyrnu i heimi. Satt að segja er hún alltof hröð. t alvörufótbolta er leikmönnum falið aö breyta um hraöa, hægja og á byggja upp. Svo þegar tækifæriö skapast er hraðinn allt i einu settur upp, meö langri sendingu fram völlinn fyrir framlinumenn að þeysast á eftir. Svona léku ungverjarnir. Svona lék Ajax þegar þeir voru upp á sitt besta. Svona léku brasiliumenn 1958 og 1970 þegar þeir uröu heimsmeistarar. Þetta er alvörufótbolti. Alvörufótbolti. Ég sá týpiskt dæmi I sjónvarpinu um daginn, úr enskum deiUlarleik og Ipswich var annaö liöið. Þar var leikið á svo miklúm'hraöa aö ég héit að BB’ heföi af ásettu ráði látið sýningarvélina snúast hraöar til að hafa þetta meira spennandi. En smám saman varö mér ljóst aö þetta var réttur hraði. Eng- lendingar leika nú á einum hraöa... á fullu I 90 minútur. 1 návigi, senda, i návigi senda, gefa fyrir og berjast um skallabolta i vitateignum. Allt á fullu. Engin má vera að þvi að hugsa eöa horfa. Það getur veriö aö þú hafir gaman af ensku knattspym- unni. Rétt er aö hún er spenn- andi eöa getur veriö þaö! En það er ekki alvörufótbolti. Þetta er baráttu-eða áflpgabolti. Og það er beinafleiöing þess sem geröist á Wembley fyrir 23 árum. (Þýtt og endursagt úr World Soccer — GA)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.