Vísir - 20.02.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 20.02.1977, Blaðsíða 5
visnt Sunnudagur 20. febrúar 1977 5 Adolf Hitler var stórmenni' Iaugum Göbbels. Hér sýnir hann foringjanum dóttur sfna. nokkrum öörum hætti en viö var búist. Fritz gamli Göbbels haföi alltaf séö son sinn fyrir sér i ljóma og bjóst viö honum, sem glæsilegum menntamanni. En þaö var ööru nær. Menntaöi sonurinn haföi yfir sér lítinn glæsibrag, fátækur, illa Utlit- andi og atvinnulaus. Doktors- nafnbótin hjálpaöi litiö, þvi meöal menntamanna var hin mesta vesöld eins og hjá öörum, enda efnahagslif Þýskalands i kaldakoli eftir hörmungar striösins og Versalasamning- inn. Kaltstriöhófst á heimilinu og brátt geisaöi hreinlega styrjöld milli feöganna sem endaöi méö brottför sonarins áriö 1922. Fyrirheitna landið Miinchen Munchen var fyrirheitna landiö og þar endaöi hann í hópi striöshrjáöra atvinnuleysingja sem voru fullir haturs I garö stjórnvalda og frakka sem þeir álitu aö vesöldin væri aö kenna. IMunchen voru á þessum tima starfandi fullt af þjóöernishdp- um sem reyndu aö höföa til al- þýðumanna, meö slagoröum um endurreisn Þýskalands og betri tiö. Slagsmál voru tiö á milli öfgahópanna og erjur voru viö kommúnista og krata. Joseph Göbbels gekk i einn slikan þjóðernishóp. Samkvæmt þvi sem hann sagöi sjálfur frá siöar voru félagar hans mestu ribbaldar, sem honum likaöi illa viö. Meðlimur númer 8762 Einn daginn fór hann ásamt félaga sinum af hreinni forvitni til að hlýöa á ræöumann sem haföi fengiö orö fyrir aö vera nokkuö llflegur og dálitiö gaman aö æsingnum I. Þegar doktor Joseph Göbbels gekk út af „Sirkus Kórónunni” þar sem fundurinn var haldinn var hann orðinn meölimur númer 8762 i National Socialistischen Deutsche Arbeiter Partei hvers foringi var ræöumaöurinn, — Adolf Hitler. Frá þessum tima var Joseph Göbbels „forfallinn” i nasisma ef svo má aö oröi komast. Hann hóf þegar ötult starf og hamaöist viö aö predika sann- færingu sina. Rinarhéruö og hiö augöuga Ruhr héraö var undirlagt af frökkum sem létu þjóöverja vinna upp i striösskuldir þær sem ákveðnar voru meö Versala samningum. Geysileg ólga rikti meöal ibúa þessara héraöa og þarna var þaö sem Göbbels út- breiddi skoðanir slnar um endurreisn sjálfsviröingar Þýskalands. Hvarvetna sem hann fór varö hann var viö viðbrögö. Frá kommúnistum, er hann talaöi fyrirlitlega um þá rauöu, frá iönrekendum,erhannfór um þá höröum oröum fyrir undir- lægjuhátt viö frakka og kúgun á alþýöunni og frá frökkum fyrir aö vera aö kynda undir upp- reisn.Hinir miklu áróöurshæfi- leikar hans nutu sin hvarvetna. Þruma úr heiðskiru lofti En þruma kom úr heiöskiru lofti. Frá Munchen bárust frétt- ir um aö nasistamir þar undir forustu Hitlers heföu gert upp- reisn. Uppreisnin var bæld niöur og foringjunum var stungiö inn. Nöfn þeirra og myndir af þeim voru á forsiöum allra þýskra blaöa og þessir menn voru landsþekktir þegar i staö.Hitler.Göring, Hess ogall- ir nema vesalings Joseph Göbbels sem var fjarri góöu gamni og haföi ekki minnstu hugmyid um uppreisnina fyrr en hann las um hana I blööum. Göbbels fylltist hatri, reiöi og afbrýöisemi i garö uppreisnar- mannanna. Hann haföi alltaf taliö sér trú um aö hann væri mesti áróðursmaður I heimi. En er hann heyrði Hitler flytja varnarræöu sina viö réttarhöld- in yfir þeim félögum fylltist hann sinu gamla vonleysi og geröist innhverfur. Hitler bók- staflega hreif mann er hann endaði mikinn orðaflaum sinn á oröunum „sagan mun sýkna okkur.” Göbbels skiptir um flokk Aörir þjóöernissinnaflokkar notuöu nú tækifæriö til aö vekja athygli á sér er nasistarnir uröu aö hafa hægt um sig. Göbbels sem var þekktur áróöursmaöur réðist til eins þeirra atvinnu- og peningalaus. Þetta atvik sýnir hversu Göbbels hefur veriö mikill tækifærissinni og hve sundurlaus og ruglingsleg stefnuskrá nasista hefur veriö aö þeirra helsti áróöursmaöur skyldi „fyrir einn baunadisk” snúa frá henni og ganga til liðs viö annan flokk. Verður aftur nasisti Þegar Hitler losnaöi Ur fangelsi og nasistarnir fóru aö starfa á ný, höföu þeir samband viö Göbbels. Með þvi aö bjóöa honum hærra kaup en hinn flokkurinn gekk hann til liðs viö þá aö nýju. Hringl hans og flokkaskipti virtust ekki eiga sér nein takmörk. Þaö var ekki björgulegt ástandiö hjá nasistum þegar Göbbels hóf áróöursherferöina. Hann var útnefndur sem svæöisstjóri i Berlin og hans hlutverk var aö skapa Nasista- flokknum aöstööu i borg þar sem meirihluti ibúanna til- heyröi krötum og 100 þúsund manna vels kipulagöur kommúnistaflokkur starfaði. Og eftir þrotlaust starf var árangurinn aöeins sá aö i fjögurra og hálfrar milljóna borg voru aöeins 500 starfandi nasistar. Auglýsingabrella En Joseph Göbbels tefldi I tvi- sýnu. Hann lagði öll spilin á boröiö til aö vekja athygli á flokknum. Fundur var boöaöur á þeim staö þar sem kommún- istar og kratar héldu vanalega fjöldafundi sina. Astæöan fyrir þessu var auövitaö sú aö Göbbels vissi aö þetta myndi vekja athygli og reiði and- stæöinganna og þeir ekki láta fundinn áreitnilausan. Fundurinn endaöi lika i hrika- legum slagsmálum. Daginn eftir voru öll blöö uppfull af frá- sögnum af látunum. Fundurinn haföi borið árangur, þvl nasistahreyfingin haföi hlotiö verömæta en ókeypis aug- lýsingu. Slagorð og fræðigrein- ar I kjölfar fundarins fylgdu stööugar götuóeiröir sem voru skipulagðar fyrirfram. Göbbels ritaði siöan atburöarlýsingar i blöö þar sem hann sagöi frá látunum og auövitaö kryddaöi hann skrif sin slagoröum á borö viö „Þýskaland fyrir þjóö- verja” og þess háttar sem siðar varö þekkt og geymist manna á meöal sem tákn nasistatima- bilsins. Stundum settiGöbbelssig lika i stellingar og ritaöi fræðilegar greinar, eins og sæmdi doktornum. Göbbels á þeim tlma sem hann var aö ljúka skóla 14 ára gamall. Þaö var viö þaö tækifæri sem sagt var viö hann aö hann yröl aldrei ræöumaöur. Göbbeis aö störfum. Myndin er tekin áriö 1929 og þá þegar hann var fariiin aö undirbúa kosningarnar 1932. Gyðingar hundeltir. En vafalitiö hefur þaö þó veriö hinn andgyöinglegi áróöur ' sem hvaö mest haföi aö segja, eöa alla vega finnst okkur nútímamönnum, þaö vera dramatiskasti hlutinn. Ekkert var sparaö til aö trekkja al- menning upp i þessum efnum. Blásaklausir gyðingar voru nafngreindir i blööum nasista og þeim einum og einum i einu borfn á brýn hin verstu verk. Þetta var taktiskt sniðugt og gekk vel i fólk. Menn áttu auöveldara meö aö skilja Ul- mennsku gyöinga út frá auö- veldum dæmum úr hversdags- leikanum, en meö einhverjum fræöilegum útlistunum á slæmu eöli hins semiska kynstofns. Maöur getur rétt gert sér I hug- arlund hvilikar vítiskvalir þeir vesalings menn hafa oröiö aö þola sem uröu fyrir baröinu á Göbbels. Ofsóknir af hálfu tryllts nasistamúgs sem geröi aö þeim aökast. Tortryggni og glósur starfsfélaga sem ósjálf- rátt fóru aö efast um sina gömlu kunningja. Buðu fram til þings Þrátt fyrir yfirlýsta andstööu nasista viö þingræöiö buöu þeir fram. Eftir skefjalausa baráttu náöu þeir tólf mönnum inn áriö 1928 1 gustukaskyni fyrir vel unniö verk var Göbbels geröur aö opinberum áróöursfulltrda flokksins. Þegar eftir kosningarnar hófst undirbúningur fyrir þær næstu. Flokkurinn haföi aö dómi foringjanna veriö of einangraöur viö borgir, eins og Berlin og Munchen. Vera á þingi myndi gefa honum tækifæri til aö ná til annarra i landinu. Þaö eitt var á bak viö framboö nasista. Undirbúningurinn var meö heföbundnum — nasiskum — hætti. Uppþot og ofsóknir. Gyöingar voru sem fyrr skot- spænir flokksmanna. Erich Maria Remarque friöarsinninn sem skrifaöi svo raunsætt um striöiö 1914-1918 varö einn aöalóvinur rikisins allt i einu. Er bók hans „Tiöindalaust á Vesturvígstöðvunum”, var kvikmynduö jukust árásirnar um allan helming. Strax á fyrstu sýningum myndarinnar réöust slagsmálasveitir S.A. inn i kvikmyndahúsiö og mis- þyrmdu kvikmyndahúsagestum á hinn hroðalegasta hátt. Sigur — og þó? Kosningarnarsem fram fóru i mai 1932 uröu hin mesta sigur- hátiö fyrir Nasistaflokkinn. Þeir hlutu 230 þingsæti. Hitler tók sjálfur þátt i kosningum um kanslaraem- bættiö en laut i lægra haldi fyrir Von Papen er siðar sagði af sér og von Sleicher tók viö. Þrátt fyrir mikið fylgi stóöu þeir nú eftir allt saman i sömu sporum. Þeirvorui raun stóren valdalaus flokkur. En slembilukkan réöi. Auka- kosningar uröu i rikinu Lippe. Þetta var litilsmegandi héraö og ekki neinar líkur á aö sigur þar gæti haft áhrif. En þrátt fyrir þaö sendu nasistar alla sina fremstu menn á vettvang og meö ofboðslegum áróöri tókst þeim aö vinna. Lokatakmarkinu náð „Viö erum á uppleiö fólkiö fylgir okkur”, sögöu þeir eftir á. Þeim tókst aö tryggja sér fylgi áhrifamikilla iönrekenda sem aftur höföu slik áhrif á aöra hægri flokka aö brátt höföu nasistar töglin og hagldirnar I þinginu. Von Sleicher sem tekið haföi viö kanslaraembættinu af Von Papen sagöi þvi af sér og Hitler tók viö. Meö þessu var valdatafl nasistanna teflt til sigurs. Varla þurfum viö aö rekja söguna lengra. öllum er okkur full- kunnugt um þær hörmungar sem stjórn nasista leiddi af sér. Kynþáttaofsóknir, fjöldamorö og pyntingar, andlegar sem likamlegar minna okkur endalaust á þaö. ,,Þú verður aldrei ræðumaður En Joseph Göbbels haföi ástæöu til aö fagna þennan dag. Þetta var ekki sist hans sigur. Hinir frábæru hæfileikar hans sem nýttir voru á réttu sviöi höföu reynst ómetanlegir. Aróöurinn var oröinn honum hans lifstakmark, list og trú eins og komist hefur veriö aö oröi um hann. Þaö var á þessari stundu sem hann hugsaöi til baka til þess er hann var aö halda ræðu i skólanum sinum, er hann út- skrifaðist. Honum fannst sjálf- um þá aö ræöan heföi veriö frá- bær. En skólastjórinn sagöi vin- gjarnlega viö hann aö henni lok- inni um leiö og hann óskaöi hon- um til hamingju meö prófiö: „Þú varst besti nemandinn minn, Joseph en þú verður aldrei ræöumaöur.” —EKG m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.